
Það er kannski orðin temmilega þreytt þjóðaríþrótt að stæra sig af sól og blíðu en nú get ég ekki orða bundist yfir nýjasta metinu á dmi. Ég get alveg trúað þeim þegar þeir segja að þetta sé sólríkasti maímánuður og vor frá upphafi mælinga 1920 hér sem ég japla á strandsandinum. Held ég hafi aldrei verið svo snemma að stikna á strönd og busla í sjó eins og um helgina og í dag. Algert bráðn. Og spáin: sól og heiðskírt út vikuna.
Ummæli
En ef ég man rétt þá á ungur herramaður afmæli í dag, 3. júní, og sendum við honum hér með kveðju!
Luv Harpa og co í UK.