fararheill. Ekki satt? Í þessum töluðu orðum er glorsoltinn og slæptur hópur fólks á leið upp í Sölleröd eftir Helsiningör hraðbrautinni.
Já í dag lentu Anja, Oddný og Jakob á Kastrup. Hanna og Baldur Freyr fóru og tóku á móti þeim. Ég og Ásta Lísa biðum heima og biðum spennt eftir komu þeirra. Ásta tók sína spennu út í svefni því hún hefur verið sofandi síðustu 4 tímana, svaka dugleg að sofa stelpan.
En ég var búinn að gera klárt fyrir smurbrauðssnæðinginn og farinn að undrast lítið eitt um liðið þegar síminn hringdi. Það var Hanna. Bílaleigubíllinn bilaði og þau biðu eftir Falck bíl til að draga skrjóðinn á braut en svo átti eftir að fara niður á Kastrup að fá nýjan bíl. Við sjáum hvað setur, ég ætla að setja brauðið á borðið og sjá til hvort Ásta Lísa ætli ekki að fara að rumska.
Hér er allt hið jólalegasta, snjónum kyngir niður síðan um hádegi. Gleðileg jól öll saman til sjávar og sveita. Jólakortin eru í vinnslu......
Ummæli