Þau ykkar sem þekkið til hennar Sibbýjar minnar munið eflaust eftir eftirminnilegri ferð hennar til USA hér um árið.....
en þar var komið fram við þennan "ljóshærða engil" eins og hinn argasta kriminal og hefur hún enn ekki lagt í ferðalag vestur um haf. Í dag var Sibbý á ferð í Tivoli og þar komu kriminal-taktar hennar glögglega í ljós. Hún vogaði sér að standa upp á bekk til þess að ná betri mynd af frænda sínum, honum Baldri Frey en hann var í mikilli innlifun að stýra flugvél. Manninum, sem stýrði flugvéla-tækinu, fannst þetta uppátæki hennar ávíta vert og gargaði hástöfum. En Sibbý greyið var náttúrulega með hugann við frændann að hún heyrði ekki í honum. Hann ákvað því bara að garga enn hærra, í stað þess að nálgast krimmann og loks hnippti konan, sem stóð við hliðina á Sibbý, í hana og sagði henni að ekki væri leyfilegt að standa upp á bekknum. Ef ekki hefði verið fyrir þessa konu hefðu tveir grímuklæddir vopnaberar mætt til þess að vísa Sibbý á dyr úr Tivoli.
Eftir að hafa jafnað okkur á sjokkinu þá hefur þetta verið hinn frábærasti dagur og ég vildi helst að hún Sibbý mín væri ekki á heimleið á morgun.
Ástarkveðjur til ykkur um allan geim.
Hanna
Ummæli