Jæja, dótið kom til mín í síðustu viku á miðvikudeginum 24. ágúst nánar tiltekið. Þetta stóðst allt saman eins og Samskip sagði til um. Bogi kom og massaði þetta inn með mér. Rúmdýnan var langsamlega erfiðust, við vorum hressilega sveittir eftir að hafa troðið henni upp um stigaopið með hörku.
Ég er að dútla mér við að skrúfa saman dótið og koma fyrir í skápunum þannig að þetta er allt að taka á sig mynd. Nokkuð betra að hafa allt í kössum í kringum sig en bergmálið eitt. Svo er bara að fara í búðarferð í IKEA til að kaupa sófa og svona þegar betri helmingarnir mínir mæta á svæðið.
Nokkrar nýjar myndir eru hér.
Ummæli