Á miðnætti laugardagsins komum við heim úr vikulöngu sumarfríi í Danmörku. Þar dvöldum við á ættaróðalinu hjá Palla og stelpunum við Hornslet á Jótlandi. Hið árlega og alræmda ættarmót systranna var að þessu sinni haldið ytra. Palli, Jóhanna og Emma (að ógleymdum dýrunum) hafa vonandi náð að jafna sig eftir innrás og hersetu ættingjanna.
Margt skemmtilegt var brallað og til að mynda var farið í Legoland, Djurs Somerland, Kattegat Center (líka gert 2003), Randers Regnskov (líka gert 2003) að ógleymdum kvöld og dagstundunum heima hjá Palla. Frábært frí þrátt fyrir lítið magn sólargeisla og nokkra rigningardropa undir það síðasta. Myndir koma innan tíðar...
Ummæli