Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2006

Komin á klakann

400 tonna flutningavél færðist til í vindi Jæja, þá erum við lent með trukki og dýfu í hríðarbyl. Mætt í höfuðstöðvarnar í Blikaás 12 og búin að raða í okkur flatkökum og smákökum. Erum svakalega ánægð með að vera komin í jólafrí og munum njóta þess til hins ýtrasta. Við erum búin að endurlífga gamla GSM númerið mitt (Finnur) fyrir þá sem vilja bjalla á okkur.

Jólin koma.....

Nissepige sagði: Það held ég að hún móðir mín fengi áfall núna en forgangsröðun okkar hefur aðeins breyst þessi jólin. Jólatréð er komið í fullan skrúða en allri hreingerningu er skotið á frest, svo að hér koma jólin í öllum rykhnoðrunum. Annars styttist í heimkomu og ég held að við hér á bæ séum að springa..... Kys og knus frá óeirðalandinu Danmörku. Hanna

Svaðilfarir

Alger sveppur sagði: Það borgar sig ekki að vera aka á þjóðvegum þegar heilasellurnar eru léttsteiktar af svefnleysi. Samtímis ákveður SAS að fella niður flug. Vinnuvikan var búin að ná ákveðnum stíganda og ég var fram yfir miðnætti að undirbúa fyrirlestur á fimmtudagskvöldið. Það fór ekki sérlega vel með 6:20 ræsingu á föstudagsmorguninn því margt þurfti að græja og gera þann daginn. Brenndi um hálftvö og náði í Baldur sem var svo skemmtilega spenntur yfir þessu öllu saman og tilkynnti hróðugur öllum á leiksvæðinu að núna væri komið að því: ég er að fara til Finnlands. Við náðum svo í Hönnu upp í skóla og komum á góðum tíma út á Kastrupflugvöll. Þar sem við vorum tímanlega í því var ég ekki eins stressaður yfir því að verða of tæpur á tíma til að ná í Ástu Lísu. Kveðjukossar og svo brunað út á þjóðveginn. Hmm, aldrei tekið eftir þessari ilva stórverslun. Voðalega er þröngt hérna á miðju akgreininni, vona að tengivagninn narti ekki í skódann minn. Sniðugt, bensínstöðvar báðum megin. Hy...

Fjárhagnum reddað...?

Við Hanna vorum að horfa á þátt á TV2 þar sem umfjöllunarefnið var hinn stórmerkilegi og yfirgengilega dýri pýramidadrykkur, Noni . Nú er bara að drífa sig í að fá fyrsta kassan með 4 flöskum á 400 DKK stykkið og finna svo þrjá "sölumenn" sem finna aðra þrjá og svo.... Hljómar kunnulega....? (ath þetta er ekki píramídasvindl heldur sölunet ) Þess má svo til gamans geta að það eru til safaútgáfur fyrir Kosher matkost, hesta og kanínur....

Gestir, Helsinki, Dublin

Það er komið að smá samantekt síðustu vikna. Gestastraumur, Dublinferð og Helsinkiferð eru kannski svona efst í huga... Gestir Það hafa ýmsir lagt leið sína til Kaupmannahafnar síðustu vikurnar og við verið svo heppin að ná að hitta þau. Bogi og Iða komu í Nóvemberbyrjun og náðum við ansi skemmtilegri kvöldstund á kaffihúsi á Istegade. Bogi kom svo í mat til okkar upp í Sölleröd og átti það nú heldur betur inni síðan hann hjálpaði mér að flytja inn. J akob og Oddný voru hérna um síðustu helgi og áttum við stórgóðan dag á laugardaginn í jólatívolíinu. Þau voru svo vart farin á sunnudeginum þegar Hannes hringdi úr rigningunni niðri í Kaupmannahöfn, með Guðrúnu upp á arminn. Við hittumst í gærkvöldi og fórum út að borða. Halla og Bjössi slógust svo í hópinn og við áttum alveg ljómandi kvöldstund. Dublin Dagana 12.-16. Nóvember fór ég til Dublin á námskeið á vegum vinnunnar. Það var ljómandi góð reisa, gagnlegt námskeið, skemmtilegt fólk og ekki síst dásamlegur bjór! Meira um það síðar ás...

The Whitest Boy Alive - Dreams

Artist: The Whitest Boy Alive Release Date: 4. september 2006 Genre: Electronic Label: ASound / !K7 Records Hér er á ferð hinn norski Erlend Øye, betur þekktur sem annar helmingur Kings of Convenience. Dúndurgott efni, skemmtilegar spekúleringar í töktum og tímasetningum.

Kleifarvatn

bókaormurinn sagði: {mosimage} Kleifarvatn, Arnaldur Indriðason, 2004 Hann Geir var svo ljómandi almennilegur að lána okkur bunka af Arnaldsbókum. Afhendingin fór fram við formlega athöfn við andyri Kaupmannahafnardýragarðsins. Þegar ég varð einn í kotinu í vetrarfríinu, tók ég þá fyrstu úr bunkanum: Kleifarvatn. Fantafínn reyfari, lofinu er ekki ofhlaðið á Arnald. Spændi þessari upp á 4 kvöldum og tók næstu AI bók úr pokanum. Lokið: Október

Opinn bóndadagur

Þann 17. september skellti föngulegur og fagur fjölskylduhópur sér upp í sveit og þáði höfinglegt boð bænda um skoðunarferðir og fræðslu.

Þvottadagur

Á leið til kaupmannsins er augljóst að það er þvottadagur hjá einhleypingi. Sjö skyrtur hanga á gardínukappanum í 4 mismunandi litum. Þar sem undir venjulegustum kringumstæðum væru gardínur, hefur tómið verið fyllt með skyrtum sem hanga þar til þerris á þessum þvottadegi einhleypingsins. Ég segi og álykta einhleypingi því að í gegnum gardínulausa gluggana er einungis að sjá bjarmann frá stóra flatskjánum kallast á við lampann eina og sófann. Á meðan er ég kominn á síðustu vélina og sé brátt í botninn á þvottakörfunni. Sönnunargögnin tryggilega falin bak við sorglega lufsulegar gardínurnar.

Að láta vin sinn berja á sér

{mosimage} Ég lét drauma mína rætast í morgun og fór í langþráð finnskt sána. Við Jónas börðum hvorn annan með sérinnfluttum, frostþurrkuðum birkigreinum á milli þess sem við kældum okkur í kalda karinu. Þessa vikuna er finnskt sánu þema og við skelltum okkur í morgun. Þetta var verulega hressandi að svitna svolítið í furu- og birkigufunum. Sérstaklega gott fyrir blóðrásina að berja á sér og öðrum með birkigreinunum. Í kjölfarið tylltum við okkur út á svalir með kaffibolla áður en við klæddum okkur og fengum okkur góðan skammt af nachos krydduðum með jalapenos og spjalli. Við kvöddumst á brautarstöðinni og ég rölti áleiðis upp að Nýhöfn þar sem stefnan var tekin á siglingu sem lengi hafði verið á dagskrá. Það stóð svo sannarlega undir væntingum og það var stórgaman að sigla undir æ þrengri brýr og sjá borgina frá öðru sjónarhorni. Eftir siglinguna tyllti ég mér á Kristjánsbryggju við hlið hins 7% hallandi svarta demants og fékk mér kaffi og smurt við öldugjálfrið frá sístreymandi báta...

Uppfærsla

Ætli það sé ekki kominn tími til að skjóta að nokkrum punktum um það sem hefur gerst síðasta mánuðinn: Ásta kom í heimsókn Ég og Hanna urðum bæði 32 ára Rúnar og Ragnheiður komu í K.höfn á árshátíð, áttum saman góðar stundir Ásta Lísa formlega komin á T2 (terrible two) Svo er Hanna og krakkarnir á leið heim til Íslands og dvelja þar næstu átta dagana.

Júlí-Agúst 2006, ÁLF

Segir loksins pabbi Sjóbað í fyrsta sinn og likar það vel Orðaforðinn alltaf að aukast Forfallinn íssjúklingur Orðaforðinn eykst sífellt en dönsku orðin og frasarnir eru þó í meirihluta: íddss (ís), míddts (mitt), ata (ásta), amma, babba (pabbi), kssss (keks), hvadee (hvad er det), deove (der over), obbose (op ad side), deinn (steinn), dí (Guðrún), díja (píkachu úr pókemon), hoppa, óa (joan), ite (gitta) Segir loksins pabbi eftir hátt í 22 mánaða bið föðursins. Sterklega grunuð um að hafa viljandi ástundað stríðni og ekki þóst geta sagt pabbi. Faðirinn kallaður mamma fyrstu 22 mánuðina. Fer í fyrsta skipti út í sjó í einni af fjölmörgum strandferðum til Vedbæk. Líkar það bara ljómandi vel. Óþreytandi að sitja í fjöruborðinu og láta færa sér látlaust meira af vatni í föturnar (mere, mere, mere). Hellt úr og kallað á meira. Knúsar orðið mikið. Duglega að koma og knúsa bróður sinn. Veit sko alveg hvað er hægt að gera við sjónvarpið og vill gjarnan og oft fá að setjast í stólinn sinn og h...

Froskur

"Nú er ég orðinn froskur aftur" sagði Baldur Freyr eftir að hafa skolað niður tesopanum, sem drukkinn var sem meðal við kvefinu. "Jahá, ertu orðinn froskur?" "Já!" var svarið á ný, en hann meinti víst þessi elska að hann væri orðinn frískur.

Á siglingu með sveppum inn í september...

Okkur var svo sannarlega úthlutað besta veðrðinu í sumarfríinu okkar, en undir lok þess tók að rigna og hefur það viðhaldist nokkuð stöðugt í ágúst. En gestir og gangandi veita ljós inn um dúndrandi regndropana sem bylja á sveppunum sem skjóta sér upp í upphafi haustsins... Það hefur nú verið mjúk lendingin eftir sumarfríið. Gestir og gangandi hafa sett sitt mark á heimilislífið og séð til þess að við fengjum ekki harðan skell í hversdagslífið. Maggi sæla sjálfur mætti í Sölleröd Park fyrir tæpum tveimur vikum og gisti framyfir helgina í góðu yfirlæti og gaman að fá að hitta langþráð andlit á ný. Alsendis óvænt kom svo Gilli fljúgandi frá Noregi með Hilmari bróður sínum sama dag og við náðum að hittast á laugardagskvöldinu við mikinn fögnuð. Gilli skreið svo í ylvolgar rekkjuvoðirnar frá Magga sælu í svefnsófanum í Sölleröd Park á Mánudeginum. Eftir skrepp upp á Jótland kom svo Gilli aftur á föstudeginum og tókum við þá upp þráðinn í seinni hluta bjórsmökkunnar frá því á mánudeginum. V...

Júlí-Agúst 2006, BFF

Pabbi sagði: Strandagæji í sólríku sumrinu Sumarfrí til Svíðþjóðar og Marielyst fjölskyldumót Erfitt að trappa sig niður úr hinu ljúfa sumarfríi, fyrsti leikskóladagur eftir sumarfrí tekinn með trukki Gerist stranddýrkandi í sólarbrælunni. Förum oft út að Vedbæk að kæla okkur við sjóinn. Fyrst er nú farið varlega en svo einn daginn: ég vil fá ermakútana. Svo er bara synt og synt út í sjónum þar sem áður var eingöngu farið hangandi á foreldrunum. Fitulagið skortið þó áþreifanlega og farið er að skjálfa fljótlega eftir nokkrar dýfur. Verður voðalega viðkvæmur fyrir því þegar bíllinn þarf að fara í viðgerð. Ekki hrifinn af því að skilja þurfi hann eftir þar og má vart minnast á það meir. Sumarfrí í Svíþjóð. Gist á farfuglaheimili, nokkuð spennandi og hlaupið út um allt. Kojur prófaðar all ítarlega. Góða lífið í sumarfríinu venst fljótt og biður oft og iðurlega um ís. Enda verður það orðið staðalneysla að fá 2 stk á dag, kvölds og morgna. Siglir á kanó á Öresjoe í Svíþjóð og vara nokkuð br...

Skuld

Mér sýnist sem það þurfi útskýringu á "smá uppdeit"   • Rigning: Hér hefur verið alveg ótrúlega mikil rigning og oft þrumuveður meðfylgjandi. Ekki alveg uppáhaldið en ég er að venjast þeim. Ég held að móðir náttúra sé að vinna upp vatnsskortinn frá því í júlí. Það góða við þetta er þó að allt lítur vel út og hitinn er enn nokkuð góður. • 1. skóladagur: er kominn og farinn. Mér líst ansi vel á námið og hlakka til að byrja af alvöru á mánudaginn nk. Þessir þrír dagar í þessari viku voru intro-dagar þar sem við fengum smjörþefinn af þvi sem koma skal. • Peta frænka: kom hér um daginn og gisti eina nótt. Er nú í Canada á kajak. Hlakka til að hitta hana á ný! • Maggi Sæla: kom og var hjá okkur yfir síðustu helgi. Alltaf gott að fá góðan vin í heimsókn! Takk fyrir innlitið, frændi. • Guðný og Guðjón: voru hér í orlofi og komu í mat á föstudagskvöldið sl. Að sjálfsögðu voru málin rædd að systra sið (lesist: hátt og mikið) og mér finnst það alls ekki leiðinlegt. • Íbúðartilboð: vonbr...

smá updeit

frá því síðast rigning 1. skóladagur á morgun Peta frænka Maggi Sæla Guðný og Guðjón tilboð um íbúð??? frábært afmæli Kolbeins Hrafns samtal við Gísla Ragnar Gilli í Köben Team America áskorun enn ólokið vonandi heiti pottur kys og kram hanna

Að kvöldi komið

Hanna sagði: Jæja ætli ég sé ekki farin að skulda færslu hér inn. Við erum búin að vera að þvælast heilmikið síðustu daga og vikur og því lítill tími gefist til þess að vera í tölvunni. Þetta er búið að vera mikið gott frí, við sjá og upplifa mikið.   Það er nú ekki góðar fréttir af blessaðri beyglunni á bílnum, því að mannfj...... sem bakkaði á okkur í lok júnímánuðar neitar skaðanum og segist aðeins hafa tjónað hjá okkur hjólkoppinn. Við þurfum því að fara í hart með þetta mál og vona það besta. Það góða er kannski að þar sem hann játar e-ð á sig þá eigum við vonandi góðan möguleika. Djö.... pirrar það mig þegar fólk tekur ekki ábyrgð á gjörðum sínum, segist vera traustsins vert og lýgur svo allt af sér. Það er aldrei að vita nema við þurfum að nýta okkur Balkanmafíuna ;-) Svo að ég svari ykkur varðandi námið sem ég komst inn í, þá kallast þetta nám Afspændingspædagog. Slóðin á skólann er www.skolenforpsykomotorik.dk ef þið viljið skoða þetta. Ég verð að viðurkenna að ég á enn erfit...

Trollhattan myndir

Það er kominn þéttur pakki af myndum frá 5 daga dvöl okkar í Trollhattan í heimsókn til Kjell og Maríu á meðan Fallens Dager hátíðin stóð yfir.

Sex árum seinna á Skeldunni

Kaffibrúsakarlinn sagði: Sunnudaginn 2. júlí sneri ég aftur á Hróarskeldu eftir sex ára fjarveru frá þessari dásemdar tónistarveislu. Aðstæður voru ögn öðruvísi en þegar ég, Maggi Sæla og Hanna skildum eftir okkur sviðna jörð sex árum áður. Myndir hér . Ég lagði af stað einn sólríkan sunnudag í silfurgrá skódanum mínum suður til Hróarskeldu. Fjallraven pokinn fékk nýtt hlutverk þennan dag og dagmömmudótið hennar Ástu Lísu fékk að víkja fyrir kaffibrúsa, smurðu brauði, kexi, peysu, teppi og drykkjarföngum. Þetta var um klukkutími sem það tók að komast frá bílastæðinu á Sölleröd inn í gegnum á West hliðið á svæðinu. Eftir 12 metra var afgreitt skyldusímtal við Magga Sælu, ég var náttúrulega á heilagri grundu. Byrjaði á því að reyna að komast að í þvögunni á Artic Monkeys. Meira síðar.....

Beirut - Gulag Orkestar

Eyrnastór sagði: {mosimage} Gulag Orkestar Artist: Beirut Release Date: 9. maj 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative Label: Ba Da Bing Records / Revolver Alger snilld frá hinum 19 ára Zach Condon frá Albuquerque. Hér blása balkanskir vindar svo sannarlega hressilega um hlustirnar. Fyrsta hlustun vekur áhuga, eftir það er maður orðinn háður fyrir lífstíð. Radenko frá Serbíu var yfir sig hrifinn og játaði að hann sé búinn að hlusta stöðugt "eins og bjáni" síðan á miðvikudaginn. Einkunn: 5/5

Sána

Já það mætti segja að við sitjum rassblaut í sánabaði þessa dagana. Síðustu vikuna er búin að vera hálfgerð hitabylgja hérna hjá okkur. Hitinn er 30+ í skugga og börn og fullorðnir hálfdasaðir í hitanum. Enda höfum við verið ansi léttklædd og förum reglulega á ströndina í Vedbæk , nú bara síðast í gær. Ansi hreint gott að skella sér í kaldan sjóinn og kæla sig. Á miðvikudaginn var sjávarhitinn 19,6 C. Í dag var svo mikill raki að það minnti mig barasta á þá tíma sem ég vann í gróðurhúsunum á Heilsuhælinu í Hveragerði á góðum sumardegi. Svona svipuð molla.

Saturday

Saturday, Ian McEwan. Ég kippti þessari með mér um daginn af bókasafninu í Holte. McEwan alltaf traustur í innhverfu sinni. Og ekki varð maður svikinn af McEwan sem tekur sér tímann í að setja upp sviðið og spinna þræðina í kringum persónugalleríið. Kláruð: Júlí 2006

Bakkað á á Bakken

Það entist ekki lengi sápubónshúðin á Skodanum okkar á sunnudaginn. Balkanmafían er í viðbragðsstöðu. Föstudagur Við áttum alveg dúndurhelgi sem hófst með því að Rúnar, Ragnheiður og Sara Ósk heiðruðu okkur með nærveru sinni á leið upp í sumarbústað á Jótlandi. Þau gistu hér á föstudagskvöldið og við áttum skemmtilegt kvöld með spjalli fram yfir miðnætti (já hugsið ykkur bara). Laugardagur Á laugardeginum keyrðum við Baldur sumarhúsaferðalangana niður á Vesterport þar sem bílaleigubílinn skyldi sóttur. Við vorum nokkuð snemma á ferð en þetta skyldi nú samt vera klárt eftir 5 mínútur, þær alengstu í mælinga minnum. Það dugði þó ekkert annað en alveg nýjasta nýtt fyrir Rúnar og co. Toyota Avensis með 12 km. aksturssögu og bílstóllinn í plastinu. Bílstóllinn reyndist ágætasta gestaþraut fyrir mig og Ragnheiði en þetta hófst að lokum. Eftir að við kvöddumst fórum við feðgar upp í Lyngby í strákaslugs þar sem við röltum um Lyngby storcenter , fengum okkur að borða hamborgara, ís, lékum okku...

Á lífi

Geitamamma sagði: Heil og sæl Langt er um liðið síðan ég lét í mér heyra en ég hef e-n veginn ekki nennt að skrifa. Til hamingju með að sólin skíni á Íslandi og ég vona að þið fáið nóg af henni. Ég má til með að deila með ykkur einni góðri sögu frá því að mor & far voru hér hjá okkur í heimsókn.   Við ákváðum einn daginn, þegar Finnur var að vinna, að fara í Frilandsmuseet sem er "open air"- safn með gömlum byggingum sem fluttar hafa verið allstaðar að af landinu. Áhættustuðullinn er því sá sami og að skoða Byggðasafnið að Skógum eða Árbæjarsafnið en í þessari ferð varð hann hærri, eiginlega bara miklu hærri. Við vorum rétt komin af stað í safninu, búin að ganga kannski um 1-2 km. og skoða nokkrar byggingar. Baldur hljóp aðeins á undan en snarstoppaði allt í einu, kom tilbaka og sagði að það væri stór geit framundan. Ég skoðaði málið og sá að það var alveg rétt, á göngustígnum stóð vel stór geitarhafur og japlaði á trjágreinum. Mér leist nú ekkert á blikuna, þó að móður m...

Herbert - Scale

{mosimage} Scale Artist: Herbert Release Date: 29. maj 2006 Genre: Electronic Label: !K7 Records Nei þetta er ekki Herbert Guðmundsson, heldur annar raftónlistarmaður sem mér leist bara nokkuð vel á í prufuhlustun og sótti mér í heild sinni af www.emusic.com

Cracker - Greenland

{mosimage} Greenland Artist: Cracker Release Date: 6. juni 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative, Alt-Country, Americana Label: Cooking Vinyl / Uploader Nú þegar ég fékk mér prufuáskrift hjá www.emusic.com sótti mér þessa til áheyrnar. Lofar góðu.

Maí 2006, Ásta Lísa

Ásta er farin að labba og skipar fyrir eins og herforingi. Tryllt í makríl og fer í fyrstu klippinguna sína. Farin að vera dugleg að labba hjálparlaust og á það til að taka hlaupasyrpur ef gripið er gott (góðir inniskór). Segir iðulega: Hej, hej. og Hvad er det? Ákveðin dama. Stjórnar oft kvöldmatnum með viðeigandi hrópum, látum og bendingum. Gefur ekki eftir fyrr en það skilst hvað það er sem auðmjúklega skal rétta prinsessunni. Við erum náttúrulega að stefna hraðbyri í "terrible two" Er og verður alltaf mikil jafnaðarkona. Allir skulu fá jafnt. T.d. þegar henni er skenkt í glas, skal Baldur fá líka og pabbi og mamma. Eins er það með nuddið. Ef pabbi nuddar aðeins mömmu við matarborðið á hún líka að fá nudd. Svo vill hún nudda pabba, pabbi skal nudda aftur mömmu, mamma nudda Baldur o.s.frv. Allt samkvæmt hennar skipunum Gjörsamlega tryllt í Makríl. Umtalað hjá Joan hversu ákaflega hún rífur makrílinn í sig. Orðrómurinn sannreyndur í Sölleröd. Fær fyrstu klippinguna sína. St...

Maí 2006, Baldur Freyr

Fannar Logi er kærastinn hans Baldurs. Loksins fær maður bíl! Leikur sér á dönsku. Er sem fyrr mikið að spekúlera. Kærustur/kærastar er hugak sem spáð er í. Pabbi: hvað heitir kærastan þín? Þetta spinnst upp úr samtali við Dagný þar sem hann er að slá aðeins saman því að Dagný og Hjörtur eru kærustupar, en jafnframt vinir. Ályktun: "Fannar Logi er kærastinn minn" Fær mannréttindabrot sitt leiðrétt þegar bíll er keyptur inn í fjölskylduna. Loksins! Og mikið er minn maður stoltur, alveg að rifna og leyfir hverjum sem vill að heyra og sjá að þarna standi nú nýi bíllinn hans. Er mikið í því að ögra og reyna á þanþol foreldranna. Getur verið á stundum alveg fram úr hófi óskammfeilinn. Hráka-, fruss- og rassatímabilið í fullum gangi. Það finnst lús á ný og það þarf að fara í kemba-sápa-kemba ferlið aftur. Stendur sig eins og hetja greyið í þessu óþverra verki Sólarvarnarsmurning breyta morgunstundum í hálfgerða martröð þegar það brestur á með brakandi blíðu og 25 gráðu hita í 10 da...

Sólbruni í Svíþjóð

Skódinn veitir okkur æ fleiri óbeislaða möguleika á ferðum á eigin forsendum. Skruppum til Svíþjóðar á laugardaginn þar sem ég náði að sólbrenna bara nokkuð vel. Á laugardaginn skelltum við okkur í bíltúr upp til Helsingör þar sem ómældur fjöldi af ferjum skýst yfir sundið til Helsingborg í Svíþjóð á 20 mínútum. Við römbuðum á bílastæði upp við kirkju inn í bæ og röltum upp að afgreiðslu Sundbusserne til að kaupa miða. Ahh, við vorum ekki með sænskar krónur né danskt reiðufé, þannig að það þurfti að byrja á því að rölta inn í bæ að redda því. Baldri fannst það ekki alveg málið og herti ennþá á fyrirspurnartíðninni: "Hvenær förum við í bátinn? Hvar er báturinn okkar?" Helsingborg komst undir sænska krúnu árið 1758 og hafa Svíarnir æ síðan verið duglegir að dugga sér yfir sundið að kaupa áfengi. Helsingör ber þess glöggt merki hver aðalsöluvarningurinn er: áfengi. Hér er búð við búð að bjóða brettastæðurnar af bjór, sérvalinn að smekk svíanna 5,6% og yfir, ásamt sterku víni. ...

Bandaríkjaför - Dagur 5

Síðasti dagurinn, kíkt á markað, búðir og safn. Heimferð Pakkað í morgunsárið, vaknaði snemma um kl 6. Horfði á morgunfréttirnar og fór í sturtu. Morgunmatur að venju, svo fórum við niður í bæ. Héldum að við ættum stefnumót við Bang og Nuriu um kl 10 á Palace Center Market. Reyndist ekki vera svo. Skoðuðum líflegan markaðinn, hálfgert kolaport. Röltum svolítið um, Djordje verslaði í Banana republic. Héldum áfram upp að Seattle space needle. Fylgdum monorail, sem gengur víst ekki vegna slyss fyrir 2 mán eða svo. Fórum á Music experience safnið. Mjög áhugavert í alla staði. 2 klst flugu hratt og þá áttum við eftir að fara í gegnum Dylan hlutann sem við gerðum frekar hratt. Allt annað, eins og músikvinnustofurnar, komumst við ekki yfir. Þetta getur tekið meira en dag að fara í gegnum þetta almennilega. Röltum um og fundum Lola veitingastaðinn sem var alveg ljómandi. Mátulega stórir skammtar Shawarma strimlar með cumin kryddi gerðu sig vel ásamt gríska jógúrt ísnum með bláberjunum. Kaffið ...

Bandaríkjaför - Dagur 4

Síðasti námskeiðsdagurinn, bæjarferð og út að borða. Síðasti dagur námskeiðs. Frekar laust í reipum og óstrúktúrað. Svolítið fálm í myrkri. Company store á eftir, keypti bakpoka fyrir Ana ásamt eitthvað smátterí fyrir mig og Sandeep Svo niður í bæ í smá verslunarrölt. Röltum fram og til baka og sáum m.a. Markaðinn. Fórum inn í Macys, hittum Bjorn og Nuria þar. Náði að versla á krakkana, var í vafa og vandræðum með Hönnu. Var að reyna að sigta út hatt fyrir Nelly, en rann út á tíma. Fórum að borða á P.H Chang bistro. Sem var fínt. Frekar samt sætt allt saman. Hægt að krydda upp með sósunum. Frekar vinsæll staður myndi ég halda, töluvert rennsli. Fékk mér bjóra: Mac and Jack, Pyramid "Hvítbjór", Honey Ale eitthvað. Great wall of chockolate kaka sem við skiptum með okkur 3. Risavaxin kaka, heldur betur. Komnir heim um 23, sofnaði upp í rúmi í öllum fötunum eins og fyrri daginn.

Bandaríkjaför - Dagur 3

Dagur 3, punktur. Venjubundinn morgunmatur en færi mig nú upp á skaptið og hef að innbyrða brauð með hnetusmjöri og sultu. Alger steinn í magann í morgunsárið... Námskeið skiptir yfir í hands on, skipt upp í hópa og farið í að útfæra árásaraðferðir. Reynt að gera þetta skipulega með því að hanna árásirnar fyrst. Farið niður á Bellevue Square í stóra verslunarkjarnann fram að kvöldmat. Keypti tvenna skó fyrir $97 Matur með Lance og hinum testurunum á Ruth's ?????. Svaka steikur, fínn staður, góð þjónusta. Alltaf sami hraðinnn á þjónunum. Passa að halda vel í diskana. Náði að smakka þrjá bjóra: Mac and Jack (redmond ófiltereaður), Pyramide Ale og annan ale. Fínt kjötflykki en nokkuð feitt. Fékk mér ís á eftir, tvær kúlur í vínglasi. Komnir heim rúmlega 10, sofnaði með skóna óreimaða við hlið mér. Frekar þreyttur.

Bandaríkjaför - Dagur 2

Flugþreyta, bæjarferð í Space Needle, mátulega útilátinn mat og áhugavert "open mike" kvöld með köldum alvöru bjór! Námskeið heldur áfram að venju. Flugþreytan lætur á sér kræla, enda eitthvað erfitt að sofa síðustu nótt. Hittum Parry og Ole í hádegismat. Mjög gaman að hitta þá, þeir sakna mikið danska mötuneytisins og vilja meina að menn verða mjög fljótt þreyttir á þessum mat. Sem ég skil mjög vel. Eftir námskeiðið brunuðum við heim í bækistöðvarnar og skiluðum af okkur tölvunum. Svo var brunað á demantabrautinni niður í miðborg Seattle. Ferðin gekk vonum framar og við vorum bara 30 mínútur frá Hóteli og niður í bæ. Lögðum hjá Space needle og þar skildu leiðir því Djordje átti miða á NBA leik með Seattle Supersonics gegn Phenix Suns í KeyArena. Við Klaus fórum upp í Space needle og nutum útsýnisins yfir Seattle svæðið úr 620 feta hæð við sólarlag. Alveg mögnuð upplifun að sjá svæðið í ljósaskiptunum og dvöldum við góða stund þarna uppi þar til hungrið rak okkur niður á jörð...

Sosum ekkert nýtt

Daman sagði: Helgin ljúf og góð, allavegna hjá mér. Finnur skellti sér á djammið á laugardagskvöldið, með Hirti og Bent og þar sem langt er síðan síðast voru eftirköstin nokkur. Hahahahahah!!   Á meðan strákarnir dönsuðu af sér rassgatið sátum við Dagný hér heima í Søllerød með rauðvín í glasi og fylgdumst með Eurovision með öðru auganu. Á laugardaginn fórum við familían í bæinn og létum loks verða af því að fara í marrakóska verslun á Vesterbrogade og kaupa Tagine ásamt ýmsu öðru. Nú bíðum við eftir tækifærinu til þess að elda tagine rétt og hlökkum til. Skemmtilegast væri ef við fengum liðsauka frá Sólheimum til þess að aðstoða við eldamennskuna:-) Hvad så søs?? Annars horfðum við Finnur á okkar fyrstu ekta Bollywood mynd um helgina, 3 tíma mynd um uppreisnarmanninn Mangal Pandey og heitir myndin The Rising. Stórgóð mynd og mikil fræðsla. Jæja ég sendi rigningarkveðjur til ykkar í vetrarhörkum heima og vona að e-r sem lesi þennan texta hafi sólina allt um kring, sjáanlega! Kys og knu...

Tungutak og hárprýði

Mikil framför er í hárprýði og tungutaki hjá ungviðinu þessa dagana... Ásta Lísa fór í sína fyrstu klippingu á sinni ævi í dag. Hún lítur svona ljómandi vel út á eftir og hnakkalokkarnir eru hættir að yfirtaka vangana. Voða pæjuleg bara. Ég var að lesa Andrés fyrir Baldur Frey áðan og er það nú ekki frásögur færandi. Nema hvað, eftir að ég var kallaður aftur inn í herbergi í sönglagasyrpuna "af fingrum fram" vildi hann ekki enn sleppa mér út þrátt fyrir ljómandi bull-lagasmíði. Heyrðu, sko, hérna mig langar að spyrja þig að svolitlu. Nú, hvað er það vinur. Á morgun, þá skal ég kaupa handa þér bjór. Nú, er það. Æi, takk fyrir það vinur. Baldur veit sko alveg hvernig að á bræða pabba sinn....

Snilld

Hjúin sagði: Þessir Eurovision þættir eru svo mikil snilld að við erum að kafna úr hlátri. Hverjum myndi detta í hug að segja að e-t lag væri svo leiðinlegt að hlustun á það væri eins og að hlusta á málningu þorna?? Deux points F

The Narrows

{mosimage}The Narrows, Michael Connelly Þreif þessa á leifturhraða úr ensku hillunni í bókasafninu í Holte á leið á klósettið með Baldri Frey. Langaði í reyfara til að píra í á kvöldin, leist ágætlega á Void Moon og skellti mér því á þessa. Hæg uppbygging í gangi, er kominn 2/3 í gegnum skræðuna og það er að fara að skipta í næsta gír. Sjáum hvað setur. Já þetta var svo sem ekkert spes og frekar fyrirsjáanlegt. Eitthvað risvandamál í gangi í söguuppbyggingunni. Endaði svolítið fyrirséð, geisp. Má alveg sleppa þessari.

Frelsið...

Driver sagði: er yndislegt, ég geri það sem ég vil og í gær var ekið til Roskilde og í dag ekið í dýragarðinn og á morgun verður etv. ekið út á Amager. Ekki slæmt það. Við vorum reyndar að tala um það í dag hvað við erum saklausir (lesist auðtrúa) kaupendur. Því að við trúðum öllu því sem strákurinn, sem seldi okkur bílinn, sagði og höfðum ekki vit á að athuga eitt eða neitt. Vorum t.d. að spá í því í dag hvort það væri ekki örugglega varadekk í bílnum og jú, það var á sínum stað þegar það var athugað. En að hafa ekki vit á að kanna svona basic atriði - sveppir, algjörir myglusveppir. Hef verið að hugsa um hversdagsleikann og hversu stóru hlutverki hann gegnir í okkar lífi. En er hann af hinu góða eða hvað? Er hægt að komast hjá honum eða ekki? Höfum við e-ð um hann segja "når det kommer til stykket"? Eða er hann dásamlegur eins og hann er? Hilsen Blöbbý bullukolla

Dásemdarveður

Sunny girl sagði: Hér er hreint dásamlegt veður, 25 stiga hiti í forsælu og ég verð að segja að mér finnst þetta æðislegt. Ég óska að þetta haldi svona áfram og svo virðist sem mér sé að rætast óskin því þegar ég kíkti inn á dr.dk þá sá ég að veðurspánni hefur verið breytt. Áður var spáð rigningu frá og með morgundeginum en nú er fyrst rigning á laugardaginn og bundið við þann daginn. Hallelúja!! Á morgun munum við fá afhenta drossíuna sem við vorum að festa kaupa á. Skoda Felicia 1.3 LX árgerð 1999. Þetta er algjör gullmoli, keyrður aðeins 53000 km og hefur haft 2 eigendur. Gamla konu sem lítið keyrði hann, og alls ekki ef það rigndi og svo par sem er bara með allt á hreinu. Ég held að það hafi verið skráð niður þegar prumpað var í bílnum. Þannig að helgin framundan er spennandi, líka í ljósi þess að hér er frí á föstudag go því þriggja daga helgi. Hún verður notuð vel! ÁSTARkveðjur um allan geim Hanna

Bílar Skrílar

Ég get svarið það. Við hugsum svo mikið um bíla og bílakaup að það lekur smurolía út um eyrun á okkur. Hér er sumarið komið í hjörtum sem og í náttúruinn. Allt lítur út fyrir að það verði hér um sinn. Ástarkveðjur Blöbbý bílatekna  

Svefnlaus nótt

Við mæðgurnar erum geðbólgnar og urrum hvor í takt við aðra. Hún situr nú sem prinsessa í stólnum sínum og borðar havrefras með rísmjólk - og kallar á meira. Augnablik! Þessi blessaða vírussýking er ekki að leggjast neitt voða vel í dömuna og er henni lítt svefnsamt á nóttunni. Verstar eru blöðrurnar í munninum. Ég vona samt að við höfum náð hápunktinum í nótt og að héðan í frá fari þetta í rétt átt. Finnst komið nóg. Ég er hreinlega að kafna úr löngun til þess að ferðast á nýjar slóðir og e-ð heilla fyrrum austantjaldslöndin mig, þá helst þau sem enn eru lítt könnuð af ferðamönnum. En ætli ég þurfi ekki að bíða um sinn. Sáum fyrsta þáttinn um Eurovisionlögin í gær og þvílík snilld. Ég mæli svo með þessum þáttum, held að þeir séu sýndir á Rúv á laugardagskvöldum. Daman biður um athygli, heyrumst síðar. Kys og knus Hanna

Sól sól skín á mig

Sumarstelpa sagði: Skrýtið hvað er alltaf jafnerfitt að byrja að skrifa á ný eftir að hlé hefur verið gert. Finnst eins og ég þurfi að segja ykkur svo mikið, en svo eins og ég hafi ekki neitt áhugavert að segja. Það er e-ð eirðarleysi að hrjá mig, sem lýsir sér einmitt best í því að ég dríf mig ekki í að gera bara hlutina. Þessa litlu hluti sem í raun þarf svo lítið til. En ég vona að það lagist nú allt. Ásta Lísa greyið er veik enn eina ferðina og nú er um að ræða hånd-, fod- og mundsygdom. Þetta er vírussýking og ekkert að gera annað en að bíða þetta af sér. Við vonum að þessu ljúki fljótt. Hér er hreinlega íslenskt sumarveður en Danirnir kalla þetta vor. Hér er 17 stiga hiti og sól skín innan um hin örfáu ský sem vappa um himininn. Dásamlegt alveg! Það er ýmislegt búið að vera á döfunni hjá okkur fjölskyldunni. Finnur sagði ykkur stuttlega frá sumarbústaðarferðinni og varð hún þess valdandi að við munum vonandi verða komin á bíl fyrr en síðar. Sama dag og við komum heim úr sumarhúsi...

Hva, ekkert að frétta?

Ójú jú, þrátt fyrir þránaða uppfærslutíðni frétta úr Danaveldi hefur ýmislegt verið að gerast hér hjá okkur. Laus úr viku viðjum ískápaleysis, sumarbústaðarferð, svíaheimsókn, sumarkoma ofl. Byrjum á sumarbústaðinum.... Í bústað Eins og áður hefur verið nefnt þá var búið að panta vikudvöl (8-14 apríl) í sumarbústað upp í Dronningmölle í samfloti við Hjört, Dagný og Kolbein Hrafn . Litlu mátti þó muna fáeinum dögum fyrir brottför að úr yrði fýluferð þar sem mislæsi á greiðsludagsetningu gíróseðils hafði kostað okkur pöntunina og redda varð nýjum bústað 1-2 og 3! Það hafðist nú og hægt var að fara að pakka niður á sem allra naumasta hátt og mögulegt var þar sem til stóð að fara með lest og strætóum. Okkur var bjargað sem fyrr af Nelly nágranna. Hún er svo stórkostleg að bjóðast til að keyra okkur upp eftir og hló nú bara þegar hún sá farangurinn okkar. "Hvernig ætluðuð þið svo að komast með þetta í lest?" Tetrisþjálfun mín kom sér vel þegar ég púslaði töskum, barnavögnum, bílst...

Myndir frá ameríkuferð

Um daginn laumaði ég víst inn myndum frá ameríkuferðinni minni:

Bandaríkjaför - Dagur 1

Ameríkufarinn sagði: Fyrsti dagurinn á námskeiðinu í nýju landi í nýju tímabelti. Og það er vor! Dásamlegt vor í lofti og mikill munur að sjá græn lauf og stika um í hitastigi yfir frostmarki. Morgunmaturinn í hótelmóttökunni var með nóg af gúmmulaðinu og brasi en líka var hægt að fá sér jógúrt, múslí og hafragraut. Merkilegt nokk enginn ostur né kjötálegg. Formsatriðin Við komumst nokkurn vegin klakklaust til höfuðstöðva Microsoft í Redmond. Mættum inn í byggingu 16 en fengum þau skilaboð að við þyrftum að virkja aðgangskort okkar í bílakjallara byggingar 8 sem og skrá bílinn okkar á bílastæðalistann til að hann yrði ekki dreginn burt. Það var nú hálfgert greindarpróf að fylgja hvítu pílunum á malbiksgólfinu inn í þröngu kytruna með aðgangskortavinnslunni. Þegar búið var að redda formatriðunum fundum við kennslustofuna og fengum þar möguleikann á að úða í okkur glassúr og sykurhúðuðum kleinuhringjum. Starbucks gæðakaffi á könnunni og verður að segjast að það er Microsoft til mikils hr...

Libba & tibba

Þá er komin helgi - aftur. Ótrúlegt hvað tíminn líður og ég enn ekki búin að segja ykkur frá hinu frábæra djammi sem fór fram um síðustu helgi. Takk kærlega Dagný og Peta - þið eruð gullmolar! Alltaf jafngaman að rifja upp Svíþjóðarferðina góðu hér um árið ;-) Það er nú alveg ótrúlegt (eða ekki) hér í borg að það eru Íslendingar út um allt. Djammið um síðustu helgi varð til dæmis eitt allsherjar Íslendingadjamm. Ísskápadruslan á heimilinu er að gefa upp öndina, rokkar frá -5 og allt upp í +10 og ég er ansi hrædd um að í þessum skrifuðu orðum að hann sé búinn að gefa upp öndina, því að hann hrekkur ekki í gang sama hvað ég slekk og skrúfa. Djö, djö, djö - það er ekki hægt að vera án ísskáps, sérstaklega ekki þegar ein allsherjarbúðarferð er nýyfirstaðin! Ég ætla bara að vona að jarðaberin og vínberin rölti sér ekki út af sjálfsdáðum í mótmælaskyni. Ég bið fyrir þurru veðri hér um helgina þar sem fyrirhuguð er bæjar- og dýragarðsferð. Mikið rætt og hugsað um Libbu & tibbu þessa daga...

Hönnudagur

daman sagði: Af og til gerist þess þörft að breyta út af rútínunni og það er einmitt það sem ég gerði í dag, alveg meðvitað.   Ásta Lísa er sem betur fer orðin hress og fór til dagmömmunnar í dag. Hún er nú reyndar orðin svo hress að hún er farin að öskra af heilmiklum krafti ef ekki farið að vilja hennar. Daman er því hreinlega orðin hin versti vargur og á víst ekki langt að sækja það. Ég minnist myndar af nöfnu hennar þar sem sú var orðin ansi rauð í framan sökum öskurs. Ég vona bara að hún verði jafnskapgóð og nafnan! Það var frí í leikskólanum hans Baldurs í dag vegna starfsdags og þar sem við vissum þetta með ágætum fyrirvara, þá var Fuz í fríi líka svo að þeir áttu feðgadag saman. Tókst hann með miklum ágætum og farið var í sund og fengið sér fransk hotdog. Fyrst ÁLF fór til dagmömmunnar gekk það upp í dagbókinni að ég fengi eitt stykki frídag og var hann vel þeginn. Ég var búin að ákveða að fara og kaupa mér föt. Spenningurinn sökum þess var svo mikill að skynsamlegri sundferð v...

Bandaríkjaför - Dagur 0

Ameríkufarinn sagði: Sunnudagurinn 12. mars rann upp og tími var kominn til að halda af stað til Ameríku. Nelly skutlaði mér niður á Skodsborg og hafði forláta ullarsokka við höndina. Sagði þá vera ómissandi í löngum flugum þar sem gott væri að fara úr skóm og fara í sokkana. Það reyndist svo alveg hárrétt. Innritun Ég stóð í hinni óendanlega löngu innritunarröð fyrir ameríkuflug í uþb þrjú korter en þetta hafðist fyrir rest. Ég last svolítið í námskeiðisbókinni á meðan ég silaðist áfram. Við Klaus keyptum okkur nokkra dollara og svo fórum við út í vél. Ég fékk sæti í miðjuröðinni við hliðina á móðir með 2 krakka á leið heim til USA. Greinilega af sænsku bergi brotin því börnin hétu Sven og Elsa en töluðu alveg ekta bandarísku. Og töluðu alveg heilmikið við mig um heima og geima. Flugfreyjur og flugþjónarnir drógu þá ályktun að ég væri pabbinn í þessari fjölskyldunni og ávörpuðu mig alltaf á sænsku. Flug Þetta reyndust rúmlega 9 klst flug sem leið bara nokkuð hratt. Kláraði námskeiðisb...

.... og hana nú

Bjarta sagði: fuglaflensa orðfæri spenna nú var ég að heyra að fuglaflensan hafi greinst hér í landi og ég veit ekki almennilega hvernig ég á að taka því - eða á ég að taka því á einhvern hátt?? ég bara spyr... Emma, 6 ára, sagði í hádeginu í dag: "Guilia, tænk hvis hele verden var lavet af is og chokolade!" Mér fannst þetta sætt og út frá þessu spunnust heilmiklar umræður. Mér fannst það hins vegar ekki eins sætt þegar hún sagði við mig síðar í matartímanum: "jeg synes at du skal klappe i" (sem er eins og að segja haltu kjafti á aðeins mildari hátt). Já blessað barnalánið! Þá er ekki úr vegi að koma með eina klósettsöguna enn af BFF. Kvöld eitt var hann kominn yfir strikið v. þreytu og grét því mikið. Við ræddum ástæðuna fyrir þessu og töluðum um að þegar manni liði illa, segði ljót orð og hagaði sér illa (s. þreytunnar) þá liði mann illa og sérstaklega í hjartanu. En þegar maður væri glaður og brosti þá yrði manni svo hlýtt í hjartanu. Hann sat svo á klósettinu no...

Langt um liðið...

Tíðindamaðurinn sagði: Já það fer að slaga í mánuðinn síðan við létum í okkur heyra hérna á vefnum. Það er þó ekki til marks um algert viðburðarleysi, síður en svo. Kvöld í borginni Það gekk allt að óskum með samvinnuverkefnið milli okkar Hönnu annars vegar og svo Hjartar og Dagnýar hinsvegar. Laugardaginn 25. febrúar komu þau skötuhjú neðan af Amager með hann Kolbein Hrafn og tóku við búi hér í Sölleröd meðan við skötuhjúin trilluðum okkur niður í bæ til fundar við Jónasi og Áslaugu á hinum stórgóða indverska veitingastað Bindia ( www.bindia.dk ). Við fengum að sofa í íbúðinni þeirra á Amager á meðan þau voru með gríslingana þrjá. Þetta gekk alveg eins og í lygasögu hjá Dagný og Hirti og heppnaðist kvöldið okkar frábærlega sem og sunnudagsröltið um miðbæinn með ljúffengu kaffistoppi. Á Íslandi Tæpri viku síðar fór Hanna af stað með gríslingana tvo til Íslands í fyrsta hluta Íslandsheimsóknarinnar. Ég var heima á meðan að vinna og reyna að finna nýjan takt eftir að hin daglega rútína b...

Eyðslukló

Í dag verslaði ég frímerki fyrir 222.75 dkr. og því geta sumir aldeilis hlakkað til ...... Allt útlit er fyrir að við hjúin förum saman út um næstu helgi, tilhlökkunin er gríðarleg en við höldum okkur okkur samt sem áður á mottunni. Ástæðan er sú að það er frekar stórt hópur sem ekki má veikjast til þess að af þessu verði en við erum bjartsýn...... Ástar- og hraustleikakveðjur til ykkar um allan heim! Hanna

Það sem átti að verða

Ég ætlaði nú aldeilis að skrifa ykkur um þvílíka snjókomu og þá reiði sem Danir hafa kallað yfir sig. Lenti svo bara í góðu spjalli við Guðrúnu Bjarna og tíminn leið..... Læt heyra í mér seinna. Kys og knus Hanna - sem klífur skafla ;-)

Við eigum afmæli í dag

Sex ár eru í dag liðin frá því að við hjúin rugluðum saman reitum okkar, ég krúnurökuð og Finnur í Iggy Pop bol - rokkararnir sem rugluðust í ríminu ;o) Enn er þorranum fagnað í Höfninni og sendum við bestu kveðjur þangað. Helgin hefur lukkast vel fram að þessu, bílaleigubíll á planinu og búið að kíkja í Ikea/Toys r'us/Elgiganten/McDonald's og svo var farið í heimsókn til Dagnýjar, Hjölla og Kolbeins Hrafns í dag. Dásamlegt hreint þrátt fyrir 5 gráðu frost - brrrrrrr. Takk kærlega fyrir okkur - börnin sváfu eins og englar á leiðinni heim. Við erum nú búin að njóta kertaljósarmáltíðar með rauðvínsglas og komin í eftirréttinn. Í samræðum okkar höfum við farið um víðan völl og komum inn á það að vera í fjöltyngdu umhverfi. Því fannst okkur tilvalið að deila með ykkur tveimur sögum af okkar snilli í erlendum tungumálum: Dag einn var ég að spjalla við Joan, dagmömmu ÁLF, í símann og var að segja henni hvernig heilsan hjá Ástu Lísu hefði verið meðan á hlaupabólunni stóð. Ég ætlaði að...

Jan 2006, Baldur Freyr

  Stór strákur fær stórt rúm, er á kafi í flugvélum og byssum. Flugvéladellan er lífseig. Allt verður að flugvélum, heimasmíðaða legóflugvélin samt alltaf vinsælust. Alltaf sama módelið smíðað eftir kúnstarinnar reglum þrátt fyrir að burðarvirkið sé frekar lasburða. En allar tilraunir til að styrkja flugvélaskrokkinn mæta hörðum mótmælum, þrátt fyrir að betrum bætur myndu koma í veg fyrir það að flugvélin væri alltaf að detta í sundur (sérstaklega í baðferðunum) Pappírsskutlur verða nokkuð vinsælt innlegg í flugvéladelluna en háar kröfur á útfærslur og módel gera foreldrum erfitt fyrir og leita þarf á náðir internetsins í leit að uppskriftum. Baðferðirnar styttast aðeins, eru núna bara svona rúmur hálftími enda er litla systir með fyrstu 10 mínúturnar eða svo. Siðmenntun nær hærra stigi á salerninu þegar beðið er um bók til að lesa á meðan tefla á við páfann. Ekki barnabók, heldur svona bók með stöfum. Stóri strákurinn fær nýtt stórt rúm sem var orðið tímabært. Rosalega stoltur ungur m...

Jan 2006, Ásta Lísa

  Ásta fékk hlaupabólu, tekur til við að príla upp í stiga ofl, staulast aðeins ef hvatning er fyrir hendi. Unga konan er hálfgerð óhemja í bíl. Bíltúr á nýársdag var þokkaleg þolraun. Það varð að snúa við þegar mútur kexkökurnar voru búnar. Kannski ágætt að vera bara bíllaus? Fer í pensilínofnæmisrannsókn og úr því fæst skorið að ungfrúin er ekki með ofnæmi fyrir þessu sveppagumsi. Hlaupabólan skellur á að kvöldi 18. janúar þegar þrjár litlar bólur sjást á hægra herðarblaðinu. Daginn eftir er þetta orðið alveg ljóst þegar bólurnar margfaldast í fjölda sínum og dreifa sér um allt. Meira að sega á tunguna, sem er ekki góður staður. Svo vondur að fúlsað er við snuddum, þá er nú mikið sagt. Hæsi og hor fylgja í kjölfarið en þetta gengur yfir á rúmlega viku. Kvenkynið og nafnið skila algerlega af sér símafíkninni en það er mikið sport að fá símann frá pabba, skoppa um gólfið á rassinum og blaðra hástöfum. Sófapríl kemst í tísku. Gefnar skýrar skipanir um að taka sessurnar úr sófanum svo hæ...

Í essinu

Hr S sagði: Sóttkví, snjór, samgöngufangar og stigahlaup... Sóttkví Við höfum verið í sóttkví hér í Sölleröd síðan á miðvikudagskvöld, en þá varð ljóst að Ásta Lísa væri komin með hlaupabóluna. Bólunum fjölgar jafnt og þétt og þær planta sér út um allt, meira að segja á tungunni hjá greyið Ástu Lísu. Það getur ekki bara verið annað en óþægilegt, enda er það ákveðið merki um að svo sé þegar daman fussar og sveiar á snuddurnar. Algerlega fáheyrt. Og svo er horið alltaf að aukast og hálsbólgan komin líka. Greinilega er þónokkur vanlíðan því það er farið að hafa áhrif á svefninn hjá Ástu og er þá mikið sagt. Í nótt var hún að vaka svolítið og voða ómöguleg en það er mjög óvanalegt að hún sofi ekki bara út í eitt. Vonandi fer nú varicella-zoster veiran að hopa og að við getum aflétt sóttkvínni. Það verður sennilega þó ekki fyrr en í lok næstu viku. Snjór Það hefur snjóað nokkuð frá því hlaupabólusóttkvíin skall á. Núna er bara alvöru vetur, 15 cm snjór og frostið var um 7 stig í morgun. Snj...

iCon Steve Jobs : The Greatest Second Act in the History of Business

iCon, Jeffrey S. Young, William L. Simon "{mosimage} Magnað ævihlaup Steve Jobs, stofnanda Apple. Fékk þessa senda yfir atlantshafið úr Microsoft bókasafninu. Algerlega gripinn á fyrstu síðu og það verður erfitt að leggja þessa frá sér Þessi var aldeilis stórgóð. Mæli eindregið með henni, magnað hvað Jobs er greinilega ákveðinn, ósvífinn og hrífandi/drífandi maður. Svífst einskins og fer þangað sem hann ætlar sér. Fyrri hlutin bókarinnar fannst mér þó betri þar sem það virtist sem höfundur hefði mun meiri "innri" þekkingu á umfjöllunarefninu og frásögnin lifandi og skemmti.eg. En þegar komið var út í Disney/Pixar tímabilið fannst mér sem ég væri að lesa meiri svona niðurstöðu heimildavinnu. Engu að síður dúndur bók og mæli með henni. Lokið í Jan/Feb 2006

Sister Alice

Sister Alice , Robert Reed. Vísindaskáldsaga. Sú eina sem fannst í uppflettingum í bókasafninu í Holte. Tók hana að láni í október 2005. Fer hægt af stað en lofar svo sem ágætu. Þetta var nú alveg ágætis bók. En lestrarstundirnar eru ekki margar og því miðaði mér fremur hægt áfram og þurfti að framlengja leigunni. Loksins þegar hlutir fóru að gerast og stefna í afhjúpun leyndardóma og allsherjaruppgjör, þá þurfti ég að skila henni! Ekki eins safarík og heildstæð sköpun og bækur Asimov, en ágætis hugarheimur hjá Reed engu að síður. Truflaði mig aðeins þessi sambræðingur af hinu forna og svo ofur-framtíðar hugmyndir um sköpun heima og hæfileika.

Gömul reynsla og ný

Flugvélavirkinn sagði: Hún ætlar að verða langvinn flugdellan hjá Baldri Frey. Nú hefur allt verið undirlagt í flugvélum og flugvélaleikjum síðan traktoratímabilið lagðist af í haust. Hið nýjasta er að búa til pappírsskutlur og þá kemur sér ágætlega að hafa búið til nokkrar slíkar um ævina, en kröfurnar eru nokkru meiri en það.... Já nú er beðið um hin allra mögulegustu útfærslur og reyndist mér nokkuð erfitt í gærkvöldi að verða við óskum um s.k. " svölu" týpu af flugvél. Lukkulega gat ég fundið mjög góða lesningu á skutluvef Alex þar sem hinar ýmsustu útfærslur er að finna. Það ætti að duga um sinn. Síðastliðinn laugardag komu Jónas, Áslaug og Margrét Sól í heimsókn til okkar hér í Sölleröd. Það var svo ljómandi skemmtileg stund sem við áttum og ekki spillti fyrir að núverandi og fyrrverandi nágranni okkar hún Nellý drakk með okkur kaffið. Veðurfréttir: hér hangir hitastigið öðru hverju megin við núllið og hefur verið þannig það sem af er af árinu. En það birtir óðum með ...

Blessað barnalánið

Móðirin sagði: Enn ein klósettsagan. Baldur Freyr situr á klósettinu, búin að vera svaka duglegur og ég hrósa honum í hástert fyrir árangurinn. Þá segir hann: "mamma, ég er sterkur Batman að kúka". Og á meðan burstar Ásta þvottavélina með tannburstanum sínum. Elsku börn!  

Risaskammtur af myndum

Ég var að setja inn eins og 200 stk af myndum frá vetrinum, jólum og áramótum . Við fengum marga góða gestina og vænan skammt af vetri milli jóla og nýárs. Sjón er sögu ríkari...