Alger sveppur sagði:
Það borgar sig ekki að vera aka á þjóðvegum þegar heilasellurnar eru léttsteiktar af svefnleysi. Samtímis ákveður SAS að fella niður flug.
Vinnuvikan var búin að ná ákveðnum stíganda og ég var fram yfir miðnætti að undirbúa fyrirlestur á fimmtudagskvöldið. Það fór ekki sérlega vel með 6:20 ræsingu á föstudagsmorguninn því margt þurfti að græja og gera þann daginn.
Brenndi um hálftvö og náði í Baldur sem var svo skemmtilega spenntur yfir þessu öllu saman og tilkynnti hróðugur öllum á leiksvæðinu að núna væri komið að því: ég er að fara til Finnlands.
Við náðum svo í Hönnu upp í skóla og komum á góðum tíma út á Kastrupflugvöll. Þar sem við vorum tímanlega í því var ég ekki eins stressaður yfir því að verða of tæpur á tíma til að ná í Ástu Lísu. Kveðjukossar og svo brunað út á þjóðveginn.
Hmm, aldrei tekið eftir þessari ilva stórverslun.
Voðalega er þröngt hérna á miðju akgreininni, vona að tengivagninn narti ekki í skódann minn.
Sniðugt, bensínstöðvar báðum megin. Hydraco Texaco og shell sitthvoru megin. Ætli þetta sé svona samkomulag.
Monarch, jú séð þessa keðju áður.
Ha, Solröd strand, útkeyrsla 30. Öfug átt, missti af vegaskiptunum Norður-Suður!
Snúið við með rakettureyk og rétt náð í tæka tíð í vuggestuen.
Samtímis reyndi Hanna að tékka sig inn í sjálfsölunum. Fékk neitun og skilaboð um að tala við starfsfólk SAS. Á brottfararskjánum sést að Helsinkiflugið hefur verið fellt niður. Gjörosogvel að fara í halarófuna og bíða í eilífðarröð. Það gengur ekki, því tíminn leyfir það ekki. Hanna greip einn SAS starfsmann sem reddaði málum snarlega og komust mæðginin upp í Oslóflugvélina í tæka tíð. Komunni til Helsinki seinkaði þá samtals um 2 tíma frá því sem áætlað var með beina fluginu.
Það borgar sig ekki að vera aka á þjóðvegum þegar heilasellurnar eru léttsteiktar af svefnleysi. Samtímis ákveður SAS að fella niður flug.
Vinnuvikan var búin að ná ákveðnum stíganda og ég var fram yfir miðnætti að undirbúa fyrirlestur á fimmtudagskvöldið. Það fór ekki sérlega vel með 6:20 ræsingu á föstudagsmorguninn því margt þurfti að græja og gera þann daginn.
Brenndi um hálftvö og náði í Baldur sem var svo skemmtilega spenntur yfir þessu öllu saman og tilkynnti hróðugur öllum á leiksvæðinu að núna væri komið að því: ég er að fara til Finnlands.
Við náðum svo í Hönnu upp í skóla og komum á góðum tíma út á Kastrupflugvöll. Þar sem við vorum tímanlega í því var ég ekki eins stressaður yfir því að verða of tæpur á tíma til að ná í Ástu Lísu. Kveðjukossar og svo brunað út á þjóðveginn.
Hmm, aldrei tekið eftir þessari ilva stórverslun.
Voðalega er þröngt hérna á miðju akgreininni, vona að tengivagninn narti ekki í skódann minn.
Sniðugt, bensínstöðvar báðum megin. Hydraco Texaco og shell sitthvoru megin. Ætli þetta sé svona samkomulag.
Monarch, jú séð þessa keðju áður.
Ha, Solröd strand, útkeyrsla 30. Öfug átt, missti af vegaskiptunum Norður-Suður!
Snúið við með rakettureyk og rétt náð í tæka tíð í vuggestuen.
Samtímis reyndi Hanna að tékka sig inn í sjálfsölunum. Fékk neitun og skilaboð um að tala við starfsfólk SAS. Á brottfararskjánum sést að Helsinkiflugið hefur verið fellt niður. Gjörosogvel að fara í halarófuna og bíða í eilífðarröð. Það gengur ekki, því tíminn leyfir það ekki. Hanna greip einn SAS starfsmann sem reddaði málum snarlega og komust mæðginin upp í Oslóflugvélina í tæka tíð. Komunni til Helsinki seinkaði þá samtals um 2 tíma frá því sem áætlað var með beina fluginu.
Ummæli