Það er komið að smá samantekt síðustu vikna. Gestastraumur, Dublinferð og Helsinkiferð eru kannski svona efst í huga...
Gestir
Það hafa ýmsir lagt leið sína til Kaupmannahafnar síðustu vikurnar og við verið svo heppin að ná að hitta þau. Bogi og Iða komu í Nóvemberbyrjun og náðum við ansi skemmtilegri kvöldstund á kaffihúsi á Istegade. Bogi kom svo í mat til okkar upp í Sölleröd og átti það nú heldur betur inni síðan hann hjálpaði mér að flytja inn.
Jakob og Oddný voru hérna um síðustu helgi og áttum við stórgóðan dag á laugardaginn í jólatívolíinu.
Þau voru svo vart farin á sunnudeginum þegar Hannes hringdi úr rigningunni niðri í Kaupmannahöfn, með Guðrúnu upp á arminn. Við hittumst í gærkvöldi og fórum út að borða. Halla og Bjössi slógust svo í hópinn og við áttum alveg ljómandi kvöldstund.
Dublin
Dagana 12.-16. Nóvember fór ég til Dublin á námskeið á vegum vinnunnar. Það var ljómandi góð reisa, gagnlegt námskeið, skemmtilegt fólk og ekki síst dásamlegur bjór! Meira um það síðar ásamt myndum.
Helsinki
Í gær var svo gengið frá helgarreisu til Helsinki 8.-11. desember þar sem Hanna og Baldur ætla að fara ásamt Jakob og Oddný að hvetja Önju á Evrópumeistaramótinu í sundi. Hörkuduglegi húsgagnasmiðslærlingurinn var svo kraftmikil um helgina að hún synti sig inn á mótið. Til hamingju með það Anja!
Svo þarf ég endilega að fara að staga í sundskýluna mína. Við komumst að því á laugardaginn að það er fingurstórt gat á hægri rasskinn. Sennilega eftir allar rennibrautarferðirnar með Baldri í Hörsholm sundlauginni um daginn.
Gestir
Það hafa ýmsir lagt leið sína til Kaupmannahafnar síðustu vikurnar og við verið svo heppin að ná að hitta þau. Bogi og Iða komu í Nóvemberbyrjun og náðum við ansi skemmtilegri kvöldstund á kaffihúsi á Istegade. Bogi kom svo í mat til okkar upp í Sölleröd og átti það nú heldur betur inni síðan hann hjálpaði mér að flytja inn.
Jakob og Oddný voru hérna um síðustu helgi og áttum við stórgóðan dag á laugardaginn í jólatívolíinu.
Þau voru svo vart farin á sunnudeginum þegar Hannes hringdi úr rigningunni niðri í Kaupmannahöfn, með Guðrúnu upp á arminn. Við hittumst í gærkvöldi og fórum út að borða. Halla og Bjössi slógust svo í hópinn og við áttum alveg ljómandi kvöldstund.
Dublin
Dagana 12.-16. Nóvember fór ég til Dublin á námskeið á vegum vinnunnar. Það var ljómandi góð reisa, gagnlegt námskeið, skemmtilegt fólk og ekki síst dásamlegur bjór! Meira um það síðar ásamt myndum.
Helsinki
Í gær var svo gengið frá helgarreisu til Helsinki 8.-11. desember þar sem Hanna og Baldur ætla að fara ásamt Jakob og Oddný að hvetja Önju á Evrópumeistaramótinu í sundi. Hörkuduglegi húsgagnasmiðslærlingurinn var svo kraftmikil um helgina að hún synti sig inn á mótið. Til hamingju með það Anja!
Svo þarf ég endilega að fara að staga í sundskýluna mína. Við komumst að því á laugardaginn að það er fingurstórt gat á hægri rasskinn. Sennilega eftir allar rennibrautarferðirnar með Baldri í Hörsholm sundlauginni um daginn.
Ummæli