Stór strákur fær stórt rúm, er á kafi í flugvélum og byssum.
- Flugvéladellan er lífseig. Allt verður að flugvélum, heimasmíðaða legóflugvélin samt alltaf vinsælust. Alltaf sama módelið smíðað eftir kúnstarinnar reglum þrátt fyrir að burðarvirkið sé frekar lasburða. En allar tilraunir til að styrkja flugvélaskrokkinn mæta hörðum mótmælum, þrátt fyrir að betrum bætur myndu koma í veg fyrir það að flugvélin væri alltaf að detta í sundur (sérstaklega í baðferðunum)
- Pappírsskutlur verða nokkuð vinsælt innlegg í flugvéladelluna en háar kröfur á útfærslur og módel gera foreldrum erfitt fyrir og leita þarf á náðir internetsins í leit að uppskriftum.
- Baðferðirnar styttast aðeins, eru núna bara svona rúmur hálftími enda er litla systir með fyrstu 10 mínúturnar eða svo.
- Siðmenntun nær hærra stigi á salerninu þegar beðið er um bók til að lesa á meðan tefla á við páfann. Ekki barnabók, heldur svona bók með stöfum.
- Stóri strákurinn fær nýtt stórt rúm sem var orðið tímabært. Rosalega stoltur ungur maður fer að sofa í rúminu með bláum tjaldhimni sem er rosalega spennandi. Í kjölfarið fær hann stærri sæng með mótorhjólaköllum á sem er ekki síður spennandi og öllum tilraunum til að setja sængurver utan um sængina er hafnað.
- Byssuæði gengur í garð. Allt getur verið byssa og klipptar eru út nokkrar úr pappa sem falla vel í kramið. Skjóta allt og alla eins og fylgir þessum aldri.
- Danskan kemur alltaf meira og meira. Frasar blandast inn í málið heima fyrir.
- Það má ekki segja "dommi". Orðið dommi er fúkyrði sem kemur frá leikskólanum og er sennilega einhver afleiða af vera "dum". Foreldrarnir þurfa ítrekað að þetta orð sé ekki "í boði" og er Baldur fullkomlega meðvitaður um það. Enda segir hann ítrekað "það má ekki segja dommi" og getur þá fengið að segja orðið um leið. Sniðugt, ekki satt?
Ummæli