iCon, Jeffrey S. Young, William L. Simon "{mosimage}
Magnað ævihlaup Steve Jobs, stofnanda Apple. Fékk þessa senda yfir atlantshafið úr Microsoft bókasafninu. Algerlega gripinn á fyrstu síðu og það verður erfitt að leggja þessa frá sér
Þessi var aldeilis stórgóð. Mæli eindregið með henni, magnað hvað Jobs er greinilega ákveðinn, ósvífinn og hrífandi/drífandi maður. Svífst einskins og fer þangað sem hann ætlar sér. Fyrri hlutin bókarinnar fannst mér þó betri þar sem það virtist sem höfundur hefði mun meiri "innri" þekkingu á umfjöllunarefninu og frásögnin lifandi og skemmti.eg. En þegar komið var út í Disney/Pixar tímabilið fannst mér sem ég væri að lesa meiri svona niðurstöðu heimildavinnu. Engu að síður dúndur bók og mæli með henni.
Lokið í Jan/Feb 2006
Ummæli