Sister Alice, Robert Reed.
Vísindaskáldsaga. Sú eina sem fannst í uppflettingum í bókasafninu í Holte. Tók hana að láni í október 2005. Fer hægt af stað en lofar svo sem ágætu.
Þetta var nú alveg ágætis bók. En lestrarstundirnar eru ekki margar og því miðaði mér fremur hægt áfram og þurfti að framlengja leigunni. Loksins þegar hlutir fóru að gerast og stefna í afhjúpun leyndardóma og allsherjaruppgjör, þá þurfti ég að skila henni!
Ekki eins safarík og heildstæð sköpun og bækur Asimov, en ágætis hugarheimur hjá Reed engu að síður. Truflaði mig aðeins þessi sambræðingur af hinu forna og svo ofur-framtíðar hugmyndir um sköpun heima og hæfileika.
Ummæli