Ásta fékk hlaupabólu, tekur til við að príla upp í stiga ofl, staulast aðeins ef hvatning er fyrir hendi.
- Unga konan er hálfgerð óhemja í bíl. Bíltúr á nýársdag var þokkaleg þolraun. Það varð að snúa við þegar mútur kexkökurnar voru búnar. Kannski ágætt að vera bara bíllaus?
- Fer í pensilínofnæmisrannsókn og úr því fæst skorið að ungfrúin er ekki með ofnæmi fyrir þessu sveppagumsi.
- Hlaupabólan skellur á að kvöldi 18. janúar þegar þrjár litlar bólur sjást á hægra herðarblaðinu. Daginn eftir er þetta orðið alveg ljóst þegar bólurnar margfaldast í fjölda sínum og dreifa sér um allt. Meira að sega á tunguna, sem er ekki góður staður. Svo vondur að fúlsað er við snuddum, þá er nú mikið sagt. Hæsi og hor fylgja í kjölfarið en þetta gengur yfir á rúmlega viku.
- Kvenkynið og nafnið skila algerlega af sér símafíkninni en það er mikið sport að fá símann frá pabba, skoppa um gólfið á rassinum og blaðra hástöfum.
- Sófapríl kemst í tísku. Gefnar skýrar skipanir um að taka sessurnar úr sófanum svo hægt sé að skríða upp og niður. Það er svo gaman.
- Næsta stig er að læra að fara niður tröppur og það er æft af miklum móð í lok mánaðarins. Daman skríður aftur á bak niður tröppurnar tvær upp á fyrsta stigapall.
- Ein og óstudd skellti litla konan sér upp alla leið á 2. hæð þegar hún slapp augnablik óséð eitt annríkis föstudagskvöldið. Hún skreið alla leið upp, með brauðbollu í hendinni! foreldrarnir beittu hjartahnoði á hvort annað til að ná hjartslættinum í gang aftur.
- Aðeins farin að láta leiða sig um og sýnir tilburði til að labba ef hvatningin er fyrir hendi. Er til í að ganga með ef farið er upp stigann eða þegar farið er í fótboltaleik.
- Verður stubbaaðdáandi, en er minna hrifin af leiknu innskotunum sem koma út úr maganum á litglöðu skjábelgjunum. Vill bara hafa litadýrðina á skjánum með djúpum samræðum fjórmenninganna.
- Uppgötvar tunguna og skellir henni inn og út um munninn með reglulegu millibili. Er þó ekki komin með mikinn orðaforða en gerir sig vel skiljanlega með "ahhhm" og kinkar kolli þegar svarið er já en "ehhhei" og hristir höfuðið þegar við erum eitthvað á villigötum.
Ummæli