Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2007

Komin heim í jólafrí

Þá erum við komin heim til Íslands á stysta degi ársins. Birtan gægist hægt og bítandi yfir Grafarholtið og nýjar byggingar og vegir koma í ljós. Aðsetur er á suðvesturhorninu (Hafnarfjörður, Hveragerði og Grafarholt) Gömlu símanúmerin eru komin í gagnið: 895 6661 (finnur) og 895 3859 (hanna) Sjáum ykkur vonandi sem flest

Flutt!

Já við erum flutt til Nærum! Það gerðist með atlögu fyrstu helgina í desember en allt gekk svaka vel með frábærri hjálp frá Jónasi, Gumma, Enok og Marjan. Að maður tali nú ekki um Sluseholmen gengið sem voru með gríslingana tvo í góðu yfirlæti þar sem þau hökkuðu í sig fiskinn hennar Dagnýar og nutu "öskurlaganna" hans Hjartar. Þúsund þakkir, þetta var ómetanleg hjálp fyrir okkur. Og svo mun þetta vefsvæði verða framtíðarmiðlunarbúnaður fjölskyldunnar. Enn er unnið að gagnaflutningi síðustu ára og er ekki laust að gamall fiðringur taki sig upp þegar maður þjösnast á mysql fyrirspurnum, setur breakpoint og googlar svo það sem er ekki alveg að smella. Orðið nokkuð síðan maður var í þeim pakkanum. Meira orðið svona ferlar og fólk núorðið, sem er líka gott. Krakkarnir sitja í sófanum og horfa á disney stundina (sem er ein besta uppfinning dana í sjónvarpsefni) með hluta jólaballssælgætispokans frá síðustu helgi. Það var víst lendingin í samningaviðræðunum síðasta sunnudagseftirmi...

.. back in the USA. You don't know how lucky you are,boy

Jæja þá er maður aftur í landsnúmeri 1, Bellevue WA nánar tiltekið. Sit hér á hótelherberginu við þjóðveg 520 og horfi á endursýningar á Johnny Cash Show á KCTS stöðinni, dásamlegt efni... Við komum hér á sunnudaginn frá Microsoft í Kaupmannahöfn í vinnuferð. Allra stífasta fundarprógramm sem ég hef setið (þraukað) í gegnum. Held að ég sé fær í flestan fundasjó núna. Á morgun tökum við þó smá hvíld og förum í ferðalangaleik niðri í Seattle miðborg, sem maður hefur ekki komist í að heimsækja hingað til. Fundir og matarplön fram á kvöld og svo er barasta bensínið búið. Johnny Cash og Discovery stöðin bjarga þó miklu. Ég tók kraftkaup áhlaup í morgun. Mætti með strákunum í verslunarmiðstöðina á húninn klukkan hálftíu. Ég tók 5 mínútur í skipulag bardagaáætlunnar innkaupa og lét svo vaða. Einum og hálfum klukkutíma seinna hafði ég áorkað 97% markmiða og náð að vingast við óléttu afgreiðslukonuna í Macys og svo víðsýnu og vinalegu ömmuna í GAP. Svitaperlurnar þerraðar og svo spænt upp í Mic...

Aftur í hversdagsmynstrið

Sumarfríið búið og allir komnir aftur heim. Hanna og krakkarnir áttu dásamlega daga á Íslandi og kominn er tími til að komast aftur í hversdaginn. Það er síður en svo tíðindalaust á heimilinu. Margt er að gerast hjá litlu snillingunum þessa dagana. Ásta Lísa byrjaði í leikskólanum hans Baldurs þann 13. ágúst og gengur stórvel, enda nokkuðkunnug aðstæðum, krökkum og starfsfólkinu. Hún fékk strax eitt stykki verndarengil, hann Corantin vin hans Baldurs. Hann passar sko vel upp á Ástu og fylgir henni hvert fótmál, reimar skóna hennar o.s.frv. Svo knúsast þau að morgni og að kveldi, svaka rúsínur. Sama dag og litla frökenin byrjaði í leikskólanum, þá gerði hún sér lítið fyrir og byrjaði að pissa í klósettið eins og ekkert væri. Sagði bara: ég þarf að pissa og skellti sér á gustafsberginn. Daginn eftir var hún búin að finna út úr því hvernig átti að gera númer tvö. Þó nokkuð af stórum viðburðum á þremur dögum. Baldur er voðalega mikið að spekúlera þessa dagana, kannski eins og oft áður. Nún...

Fargo - Dagur 5

Langur svefntími frá fyrri nótt setti mynstrið eitthvað úr skorðum og það gekk erfiðlega að sofna og ég vaknaði snemma, upp úr fimm. Bylti mér þar til ég nennti því ekki lengur og greip í ítalsku löggusöguna um Zen fram að fótferðartíma. Síðasti dagur námskeiðsins var bara nokkuð bærilegur. Ég var alveg bara með hátt í fulla athygli í að gramsa í öryggisstillingum Axapta og 4 tímar flugu hratt fram að mat. Úti fyrir var heldur betur búið að hitna vel og það var heiðskírt og ábyggilega nokkuð vel yfir 30 gráðum, alger veggur. Við fórum aftur á Qdoba mexíkó hraðfóðurstöðina . Það verður að segjast að kaninn er orðinn gríðar framþróaður í að láta hlutina ganga hratt fyrir sig með toppþjónustu. Við mættum í eitthvað sem maður myndi kalla ágætis röð, en maður var bara kominn út á borð í sólina á 2 mínútum. Magnað. Komum við í Barnes og Nobles, þar er sko hægt að gleyma sér svo dögum skiptir held ég bara við að skoða það sem til er. Fundum eina bók um bókhald sem við vorum að leita af og svo...

Fargo - Dagur 4

Líðanin var nokkru betri eftir 12 tíma hvíldina og matarlystin að mestu komin aftur. Ég gat því fengið mér eitthvað annað bara eitt epli í morgunmat. Af öllu sykurkruðeríinu valdi ég mér hafragrautinn sem er alveg bara prýðisgóður. Enn einn dagurinn í kennslustofunni framundan og ég fékk mér verkja og hitalækkandi til að slá á hausverkinn og stífleikann í hnakkanum. Það hlýtur bara að vera annað hvort eitthvað slævandi í þessu dufti og pillum eða að kennslu efnið var svona leiðinlegt, því ég var gersamlega að sofna. Dottaði bara þó nokkuð oft undir hádegið. Við fórum á Godfather's pizzustað í hádeginu en þeir voru með hlaðborð. Það sem sló mig þar var ein pizza sem er ætluð í eftirverð. Svona sykurhlaðið deig með glassúr og M&M kúlum en það var líka hægt að fá deigkúlur í kanilsykurhjúp, úúghhh. Ég bara næstum ældi, þetta er alveg týpiskt bandarískt, alveg löðrandi í sykri, enda gat maður séð það á 80% af matargestum að þar voru menn svolítið yfir kjörþyngdinni. John prófaði d...

Fargo - Dagur 3

Um miðnætti skall á með skjálfta hérna í hitamollunni í Fargo. Ég skaust fram og tók sængina af hinu rúminu og setti hitann í botn. Já, ég var bara að fá bullandi hita. Ég komst einhvern vegin í gegnum nóttina þar sem skiptist á skjálfti og hitakóf eins og vaninn er þegar maður fær hita. Mér leið svona bærilega í morgunsárið og ákvað að prófa að fara á námskeiðið og sjá svo bara til hvort það gengi. Matarlystin var samt nærri núllinu og ég fékk mér epli og te í morgunmat, alveg hámark af því sem ég gat sett ofan í mig. John fór með mér í súpermarkaðinn að kaupa eitthvað verkja og hitalækkandi. Þar klikkar kaninn ekki, allt gersamlega flæðandi í úrvalinu af alls kyns lyfjum. Mesta vandamálið var að velja eitthvað úr hillunni. Þar kom sér vel að hafa John á kantinum. Maður sigldi einhvern veginn í gegnum daginn en þegar ég kom upp á hótel þá lagðist ég fyrir og var byrjaður að dotta upp úr klukkan sex. Ég ákvað að sleppa því að fara í kvöldmat og vera bara inni á herbergi og ná upp hvíld...

Fargo - Dagur 2

Það var ekki upp á marga fiska næturhvíldin, ef það mætti kalla það sem svo. Líkamsklukkan eitthvað bjöguð og ræsti mig fram að pissa eins og einu stykki syndaflóði tveim tímum eftir að ég sofnaði þrátt fyrir samviskusamlegt fyrir-nóttina-piss. Mætti halda að maður væri bara óléttur? Í dagsbirtunni sést enn betur hversu rosa flatt og rúðustrikuð Fargo er, eða það sem ég hef séð af borginni. Breiðar og hornrétt stræti og götur ná ekki að þekja mikið af sléttunum hér. Sjaldan séð eins mikið magn af matsölustöðum og verslunum samankomið á einum stað. Merkilega margir að fá sér McDonalds í morgunmat í bílalúgunni hérna á staðum við hliðina í morgun. Það var meira að segja ein konan sem kom inn í morgunverðasalinn með Mc poka með sér. Glætan maður hefði lyst á svoleiðis brasi fyrir hádegi. Fundum Microsoft hérna ekki langt frá úti á sléttunni. Ég þurfti að fylla reglulega á kaffi og kólabirgðirnar við hliðina á mér í kennslustofunni til að halda meðvitundarstiginu fyrir ofan núllið. En þet...

Fargo - Dagur 1

Þá var komið að því að skella sér til Fargo. Skemmtileg tilviljun að hin ódauðlega mynd Cohen bræðra hafði einmitt verið á dagskrá kvöldið áður á TV film. Ég tók lestina frá Klampenborg niður á Kastrup upp úr hálf eitt. DSB bara nokkurn vegin á áætlun, til hamingju! Innritunarröðin var ekki svo slæm, en alveg sá ég fyrir að fjórmenningarnir á undan mér væru svona vesen fólk. Miðaldra ráðvilltar kerlingar með körlunum sínum. Frúin var með allt of þunga tösku, meira segja fyrir economy extra! Þá var byrjað að tína upp drasl bara þar sem hún stóð, jæja hvað skal maður þurfa að bíða lengi eftir að þetta rugl leysist. Á hinu innritunarborðinu voru tveir félagar að stefna hraðbyri í seinni afmælisdaginn sinn. Eitthvað droll á þeim. Hugsanir mínar voru lesnar og röskur SAS starfsmaður kallaði á mig inn á næsta checkin borð og græjaði innritunina á 5 mínútum, gluggasætið klárt og hægt að strunsa upp í öryggishlið. Ég sá að það var sennilega hægt að fara í gegnum SAS hraðbrautina á Economy Extr...

Regn, ragn og pyntingastopp

Ég eiginlega bara var á mörkum þess að trúa því hversu mikið magn gat puðrast niður úr himninum í dag. Hanna fór í pæjuklipp hjá Elvu niðri í bæ en við krakkarnir vorum heima að gormast við myndaskoðun, leik, át og teiknimyndagláp. Á meðan skiptist á súld og úrhelli. Þess má til gamans geta að júnímánuður 2007 var sá votasti frá upphafi mælinga í Danmörku. Júlimánuður er óðfluga að stefna í metmánuð. Við eigum rúmlega 25 mm eftir til að ná í 140 mm metið frá 1931. Einn dagur eftir, koma svo! Olga, Sara og Anna: við reyndum að selja ykkur dönsku sumarblíðuna frá því fyrra án árangurs. Þið kusuð rétt í mars, fóruð heim í hólminn og nutuð veðurblíðunnar. Gott hjá ykkur... Það svona smá súrnaði í genginu og við fórum loks af stað eftir hádegið að ná í hjól í viðgerð og á bókasafnið. Baldur tók smá drama yfir gleymdri plastflautu við brottför en annars bara allt þokkalega rólegt. Garg, væl og tos á bókasafninu gerði ferðina styttri og skertri af gæðum en áður hefði verið vonast eftir. Við s...

Aftur í vætuna...

Þá erum við komin aftur í metregnsvæðið norður af Kaupmannahöfn. Áttum alveg hreint dásamlega viku með Nirði, Kollu, krökkum, Sigga og Borghildi upp í skaníubænum Södertalje í gula húsinu. Það rignir ennþá hér í Danmörku á meðan við fengum bara alveg ágætis veður í landi Gústafs. Rosa var nú spennandi að sofa á dýnu, ekki í rúmi fyrir Ástu Lísu og Baldur kom heim með boga og örvar af riddarahátíðinni. Komumst klakklaust með það í gegnum tollinn með smá tilfæringum. Margt var brallað og gert á þessari viku. Fórum í tívolí Gröna Lund, Astrid húsið Junibacken, riddarahátíð, strandferð ofl á milli þess sem við höfðum það gott í stóra húsinu og garðinum í Pershagen í Suður Södertalje. Myndir koma jú síðar...

Sumarleyfi...

Það hófst formlega þann 6. júlí þegar við brunuðum í beljandi rigningu yfir gegnumflotna akra Skánar á leið okkar til Trollhattan. Maður fórnar sér fyrir heildarhagsmunina og lætur lægðarhraðbrautina yfir sig ganga til að ættmennin á Íslandi fái nú að njóta sólríks sumars. Við vorum í heimsókn hjá Kjell og Maríu í þessa fjóra daga. Jakob var með í för á meðan Anja klofaði yfir leðjuhaugana á Hróarskeldunni. Þetta var í alla staði frábær ferð og verulega gaman að hitta þau skötuhjú og drengina þeirra, Alexander og Kristoffer. Veðrið var alveg ásættanlegt og við sáum til sólar í fyrsta skipti í Svíþjóð þegar við komum til Trollhattan. María var svo sniðug að hafa útbúið fjársjóðsleit heima hjá þeim í sveitinni sem sló svona svakalega í gegn hjá krökkunum. Annars hefur svo bara verið nokkuð í blautari kantinum hjá okkur en við bindum vonir við morgundaginn þar sem dagurinn í dag var frábær, rauk upp í tæplega 30 stig og misturs mollu. Maður bara hrökk við, orðinn óvanur þessu. Bon bon lan...

Það var þá loksins...

Við erum flutt! Eremitageparken 105 2A, Lyngby. Þetta hafðist allt saman svo miklu betur en við höfðum þorað að vona. Þrátt fyrir sammælda bilun beggja síma, skort á reipi og að gleyma veski inn í ísskáp, þá var búið að rumpa öllu úr bílnum klukkan 17:40. Munar þar langmest um röskan hóp vinnufélaganna sem fjölmenntu sem fimmenningar og þrykktu farminum upp um hæðirna tvær á mettíma. Í þetta skiptið leigðum við stærri bíl sem rúmaði allt draslið í einni ferð og Hanna hafði hlaðið bílinn fyrr um daginn. Þetta gekk bara allt upp! Takk fyrir strákar! Það voru svo bara jólin hjá krökkunum að endurheimta allt dótið sitt. Enda er herbergisgólfið þakið í dóti úr kössunum. Á morgun verða rúmin skrúfuð saman og fyrsta nóttinn í nýjum heimkynnum prufukeyrð. Mikil spenna fyrir því. Við vorum bara að koma heim núna um hálf tíu og þá var farið í það að hátta og svæfa gríslingana sem voru orðin nokkuð græn í framan af öllum viðburðunum. Ásta Lísa er vonandi að jafna sig eftir viðskilnaðinn við vöruf...

Frá Kína

Var að sjá heimildarmynd á DR2 um tónlistarmenn í Kína. Það verður nú að segjast að ég hreifst af stelpnatríóinu Hang on the Box. Er að kíkja betur á þær stöllurnar. Þær voru svo ljómandi geðugar á allan hátt og komu vel fyrir. Svo var eitthvað heillandi við lögin þeirra, eitthvað fléttukennt og tímasetningar element...

Fréttir??

m. vastus medialis sagði: Ég er á leið í rúmið, hlakka til að kúra mig niður í koddann minn og svífa á vit ævintýranna. Í nótt vorum við systurnar búnar að festa kaup á sveitajörð þar sem við ætluðum að opna verslun en það var eitt og annað sem þurfti að gera áður en við komumst svo langt. Annars man ég yfirleitt lítið hvað mig dreymir þessa dagana. Einn mætur maður sagði að ef maður passaði sig ekki að láta sig dreyma í daglega lífinu þá kæmu draumarnir í svefni og oft vaknaði maður þá þreyttari. Ég held að ég sé einmitt í fasanum að láta mig dreyma á daginn, en draumarnir eru kannski ekkert endilega ævintýralegir; snúast aðallega um heimili og anatómíu. Það hafa ekki verið rólegir tímar hjá okkur fjölskyldunni fyrri hluta ársins og ég vona að nú fari að hægast um og við fáum kannski smá tíma til að hlú hvert að öðru. Húsnæðismálin okkar eru vonandi að skýrast. Okkur hefur boðist ljómandi fín íbúð í Lyngby (eigum þó enn eftir að skrifa undir samning), húsið og stigagangurinn er ekki þ...

Regn

Það sturtast niður regnið þessa stundina. Veðurmaðurinn á DR benti á bláa og fjólubláa klessu yfir Sjálandi sem tákn láþrýstisvæðisins sem er ábyrgt fyrir þessu úrhelli. Vonandi verður veðrið nú ögn þurrara næstu 4 dagana en þá erum við öll fjölskyldan í fríi. Hlakka mikið til að slaka á og safna smá orku með genginu. Ýmsar breytingar, tískusveiflur og dillur eru að gera vart við sig hjá ungviðinu. Ásta er líklega komin yfir mjólkurofnæmi sitt en við höfum smá verið að prófa okkur áfram með að gefa henni mjólk og mjólkurmat. Núorðið fréttist af dömunni þamba mjólk í akkorði hjá dagmömmunni. Um að gera að nota tímann á meðan mamma og pabbi sjá ekki. Systkinin eru búin að uppgötva Koldskål og hafa hakkað í sig nokkrar skálar með gegnumdrekktum kammerjunkers. Svaka gott. Það er helst á hverjum morgni sem Ásta verður að fá að pumpa í framdekkið á hjólinu áður en við hjólum upp í Nærum. Baldur litaði hárið á Kiwanis (bangsanum) blátt í dag. Hann er með bláan hanakamb greyið. En Baldur sagði...

Akron/Family

Flytjandi: Akron/Family Staður: Lille Vega, Köben Stund: 12. apríl 2007 Mat: 4/5 * Nú var sko löngu kominn tími á að drífa sig á tónleika, því nóg er úrvalið. Eitt kvöldið dreif ég mig í að bóka tvö stykki tónleika tveggja flytjenda; einn algerlega ókannaðan og annan betur aðvaninn. Mér fannst Akron/Family falla vel inn í ókönnuðu deildina og ríma vel við andlega stemmningu. Ég keypti miða á þá þann 12. apríl og Jónas skellti sér með. Þetta var frábær skemmtun og munu lifa í minningunni sem aðeins öðruvísi tónleikar þar sem mörk milli áhorfendanna og flytjanda voru felld niður. Á undan hitaði kanadískur Bruce Springsteen up, alveg fínn en ekki að kveikja marga blossa. Við Jónas settums á gólfið ásamt nokkrum tónleikagestunum á meðan við biðum eftir að Akron/Family græjuðu sig. Ron Jeremy look alike bassaleikarinn heimtaði Billie Jean með Michael Jackson til að klára uppstillinguna. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dillaði sér. Fjórmenningarnir hófu leik sinn með því að tileinka fyrsta l...

Hús- og littekja

Það eru sennilega fáir sem ekki hafa heyrt af hústökukúltúr þeim sem tíðkast í Danaveldi. Nægir að nefna Ungdomshuset og Kristjaníu, en nú á síðustu mánuðum hefur í báðum tilfellum verið bundinn formlegur endir á hústökuna. Því miður þarf ekki að líta sér fjær til að upplifa áhrif hústekju, við erum svo að segja í hringiðunni. Að littekjunni er það að frétta að heiðskíran og sólríkan himininn höfum við haft brosandi yfir höfðum okkar að undanförnu. Um helgina var svo loksins orðið stuttermahæft og er afrakstur 8 tíma útiveru í dýragarðinum og Valbyparken beinlínis rauðglóandi á örmum mínum og andliti í kvöld. Hanna er með afar smekklegan, rauðan prestkraga; svona hálsmálslaga. Hústaka. Við bíðum enn eftir að "Mustafa" láti finna sig og mæti á fógetafund til að ræða ólögmæta dvöl hans í húsinu sem við bíðum enn eftir síðan 1. mars. Merkilegt hvað eymingjum skal takast að láta reka á reiðanum í réttarkerfinu. Á meðan erum við hálfgerðir hússníklar í fullhúsgagnaðri (og fataðri)...

Djamm og aftur djamm

Vitið þið að eftir því sem ég eldist þá finnst mér skemmtilegra að djamma. Ég held að það sé vegna þess að nú orðið gerist það svo sjaldan. En um helgina var farið á eitt ansi gott djamm, black russian og dansað upp á borðum. Peta frænka mætti á svæðið, í sinni árlegu ferð til Køben (sjá færslu frá því fyrir ca. ári) og þá fengum við Dagný stelpuorlof og Nukka fékk hefðbundið orlof. Við fórum á fatamarkað í KB hallen þar sem merkjavara er seld á slikk og svo farið heim til mín, skotið upp einu alvöru stelpupartýi og farið svo í bæinn. Ákváðum að fara beint á Dubliner því þar er live musik og dansað upp á borðum. Peta gerði gott betur og rauk upp á svið og söng með hljómsveitinni ásamt hinum sænska mjaðmahnykkjara Tomas. Svo þegar nóg var komið var Dagný dregin af dansgólfinu af vinkonu sinni og enduðu þær kvöldið á Dubliner í slagsmálum þar sem dyraverðirnir stóðu og hlógu. Þá var fátt eftir en að fá sér að borða og að sjálfsögðu var Maccinn fyrir valinu og svo þegar við vorum á leið í...

Daginn í dag....

Litli Prinsinn minn er veikur, það er ekki oft sem það gerist. Ég held að það sé kannski tvisvar til þrisvar frá þvi fluttum hingað í sept. '05. En hann velur tímann. Í fyrsta sinn sem við fórum heim til Íslands í efterårsferien þá vaknaði hann um nóttina með bullandi hita. Hugur minn fór að sjálfsögðu á fullt; "hvað nú?", "þarf ég að hætta við?", "hvað geri ég þá?" etc. en svo vaknaði hann um morguninn eins og ekkert hefði í skorist og við fórum til Íslands. ÁLF var reyndar veik nánast alla þá viku en það er önnur saga.... einnig í þetta sinn valdi prinsinn daginn...... við vorum nefnilega búin að plana (í annað sinn - fyrra skiptið klikkaði v. veikinda ÁLF) að fara í sleepover i Sluseholmen hjá Dagnýju, Hirti og Kolbeini. Við búin að hlakka svo mikið til. Strákarnir, Finnur og Hjörtur ætluðu að flytja dótið okkar (sem þeir eru að gera í þessum skrifuðu orðum) úr íbúð hólmaratríósins í búslóðageymsluna í Hørsholm og svo átti að njóta dagsins, elda e-ð...

Öryggisleysi

Hvað maður getur nú verið háður þægindum nútímans? Það er nú bara með eindæmum eins og dæmin sanna... Á miðvikudagskvöldið buðum við hólmaratríóinu í kveðjukvöldverð og Harðsnúnar húsmæður gláp. Það leið óðum að kvöldmatnum, pizzan og franskarnar komin inn og allt að smella. Búmm, allt svart. Við erum rafmagnslaus! Það er ekkert grín að vera í ókunnugri íbúð og ætla sér að finna eitthvað jafn framandi eins og kerti eða vasaljós. Að maður tali ekki um rafmagnstöfluna sem Árbæjarsafnið dauðöfundar okkur ábyggilega af. Fjórum mínútum og 122 spurningum Baldurs síðar mættu Sara, Olga og Anna á myrkrasvæðið. Eftir að náð hafði verið í nágrannakonuna (eða réttara sagt dóttir hennar) til skrafs og ráðargerða, ákváðum við að besti möguleiki okkar fælist eflaust í því að fara með bæði 10A og 16A öryggin út á bensínstöð og athuga hvað væri heilt og hvað ónýtt. Vonandi að fá nýtt öryggi líka. Það varð svo úr að nýtt 10A öryggi var það sem þurfti og við gátum klárað að elda pizzuna og átt ljómandi ...

Jamm og jæja

stúdínan sagði: Jæja jæja jæja er ekki kominn tími á að ég láti í mér heyra..... það er frí í skólanum hjá mér í dag og á morgun v. ráðstefnu í Þýskalandi og ég er því hér heima að "læra". Í gær var kveðjustund hérna með skellibjöllunum 3 úr Søllerød Park. Olga og Sara eru að fara heim á morgun og Anna fer eftir viku. Við munum sakna þeirra mikið og ekki síst krakkarnir. Við hlökkum því líka mikið til þegar þær koma í heimsókn í sumar, við eigum jú eftir að fara saman á ströndina í Vedbæk!! Góða ferð kæru vinkonur - þið eruð frábærar. Við erum búin að festa kaup á ferð til Svíþjóðar í sumar og leigja bíl í þann tíma sem við verðum. Njörður og Kolla eru búin að skipta á húsi við sænska fjölskyldu og við förum því í heimsókn til þeirra í "nýja" húsið. Ég hlakka til, mig hefur svo lengi langað að fara til Stockholm og nú verður af því. Svo nú er bara um að gera að fara að skoða hvað er hægt að gera þar í kring. Það verður eflaust úr mörgu að velja - Svíarnir klikka ...

Mikið rétt

Blöbbz sagði: Alger snilld þó svo ég hafi fengið að láni..... I romantikken er der én regel der gælder: Gør kvinden lykkelig. Gør du noget hun kan lide, får du point. Gør du noget, hun ikke kan lide, mister du point. Gør du noget, hun forventer får du ingen point. Sådan er reglerne. Enkle pligter Du reder sengen +1 Du reder sengen, men glemmer pyntepuderne 0 Du smider sengetæppet over den uredte seng -1 Du glemmer at slå toiletbrædtet ned -5 Du sætter nyt toiletpapir på når det behøves 0 Du får ud for at købe super ultra bind med vinger til hende +5 - i regnvejr +8 .. men kommer hjem med en six-pack og to kammerater -5 Du står op om natten for at tjekke en mystisk lyd 0 Du står op om natten for at tjekke en mystisk lyd, men der var ikke noget 0 Ok, der var noget +5 Du skyder det +10 ... men det var hendes kat -20 Sociale forpligtelser Du holder dig ved siden af hende hele festen 0 Du holder dig ved siden af hende et stykke tid, men går så hen for at snakke med en gammel drukkammerat -2...

13. mars 2007

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Ásta hún á afmæli í dag. Elsku kæra sys Ég vona að dagurinn þinn vefjist inn í hamingjuna á litríka vegu. Ég elska þig! Þín sys

Hið góða

Undanfarið hefur efinn um að réttlætið og hið góða í mönnum og samfélaginu sem við lifum skotið upp kollinum. Samhliða því hefur maður reynt að setja hluti í samhengi og von um að karma heimsins jafni allt út og nú fari nú að snúast á gæfuhliðina. Þegar maður fær svo loks teikn um að hið góða er síður en svo horfið úr heimi okkar, er léttirinn mikill og vonin vex í vorinu. Hann Keld veitti okkur vonina aftur á fóstudaginn með svari sínu frá Indlandi að við gætum leigt íbúðina hans eins lengi og við þyrftum. Þvílíku fargi sem af okkur var létt, nú þarf ekki að fara í að redda næsta heimili um mánaðarmótin, bara hægt að draga andann og horfa fram á við. Hvað segir maður annað en takk kærlega fyrir þetta, Keld. Hann Keld sendi okkur svarpóst frá Peking í dag, þar sem hann var að hefja vinnuferð sína, og sagði að sér þætti svo gaman að gleðja fólk. Já, hið góða lifir enn.

Hissing Fauna, Are You The Destroyer?

{mosimage} Artist: Of Montreal Release Date: 23. januar 2007 Genre: Alternative/Punk Styles: Indie Pop, Indie Rock Label: Polyvinyl Record Co Þetta er svo yndislegt bland í poka að unun er á að hlusta. Tortoise, Bloc Party, Funky múv (Gronland Edit), Electronica a la Ratatat að crossa Bítlana (Cato as a Pun) ofl dásamlegt. Ítrekuð meðmæli sem ég gef!

Ungdomshuset

Ungeren sagði: Ég býst við að fréttaflutningur af Ungdomshuset hafi náð eyrum ykkur síðustu daga. Ég fékk sent bréf frá Pernille bekkjarsystur minni í dag og innihald þess er bréf/hugleiðingar Tomas bróður hennar. Hann er einn af þeim sem hafa verið mikið í Ungdomshuset og því getið þið núna skyggnst aðeins inn í tilfinningar þeirra sem finnst virkilega á sér brotið. Áhugaverð lesning og sterkar skoðanir! Dear everyone who cares. My friend. I want to tell you about the events taking place in Copenhagen, right now. Please check out indymedia.dk , modkraft.dk , ungeren.dk or just indymedia.org to learn what is happening, because I'm not going to give you details. I am going to tell you another story. These days, one particular image is ceaselessly haunting me. It is not an image of shattering bottles bringing fire to police vans, or of my friends beaten, or people turning the streets of my city into a zone of conflict and violence. It is not an image saturated with the acts of reveng...

Á leið í níunda fletið

Það má segja að ég hef verið að íhuga ýmsar frábrugðnar samfélagsgerðir frá hinum vestrænu eins og veiðimannasamfélag, flökkuþjóð, sígaunar o.þ.h. Nú erum við búin að vera á flakki um víðan völl í Danmörku og Íslandi síðan í Janúarlok. Í kvöld mun ég prófa að sofa í níunda rúmfletinu á þessu tímabili. Nú búum við í Virum. Síðan við komum til baka þann 26. feb höfum við verið undir verndarvæng Hólmaratríósins (http://palads.bloggar.is/) Olgu, Söru og Önnu. Þær björguðu okkur alveg þegar við vorum að lenda í Danmörku, húsnæðislaus. Það fór betur en á horfðist og hann Keld sendi okkur góðar fréttir frá Indlandi: við getum fengið íbúðina í marsmánuði. Þá getum við a.m.k. andað léttar í bili og farið að spyrja Ole eftir hvernig gangi að fá húsið í Hörsholm tæmt. Meiri vitleysan, að það þurfi að höfða mál fyrir fógetarétti til að bera leigjanda út sem pillar sér ekki út eftir að samningur hans rennur út! John yfirmaður minn sagði að þetta væri 3ja daga ferli í Bandaríkjunum. Trítla niður í r...

Santanka nu

Hvaða rugl er í gangi? Þegar við vorum upp á Íslandi um daginn þá sýndi Anja okkur nýju drykkjahandbókina sína þar sem var listi yfir að segja "skál" á hinum ýmsustu málum heimsins. Þar blasti við snilldin eina: Icelandic: Santanka nu Á þetta að vera Samtaka nú? Ekkert smá fyndið að nú virðist þetta altekinn sannleikur í alheimi netsins. Prófið bara að leita á google: http://www.google.com/search?q=Santanka+nu Þá er spurning um að fara að koma í gang herferð um að planta Rassgatapíka í stað Santaka nu sem það sem nota skal við glasalyftingar. Jónas , ertu með í það?  

Tíminn

Merkilegt að velta þessu orðtökum fyrir sér og setja í samhengi. Að vera háður tíma, að hafa (ekki) tíma, eitthvað tímabundið eða tekur sinn tíma. Maður hugsar oft eftir á að maður vildi hafa haft meiri tíma í ýmislegt eða hafa gefið sér tíma til ákveðinna verka. Nú svo sættir maður sig við eitt og annað þar sem eingöngu er um tímabundið ástand að ræða. Hvað gerir maður svo þegar framlengt er? Við erum búin að búa að megninu til í ferðatöskum í röskan mánuð hér á Íslandi. Mánudagsmorguninn næsta fljúgum við svo heim og upphafleg tímaáætlun gerði ráð fyrir því að við þyrftum að brúa smá millibils tímabil fram að afhendingu hússins í Hörsholm. En svo fáum við að vita í morgun frá honum Ole að núverandi skríll í húsinu hefur ekki hugsað sér að hreyfa sig burt. Þetta er því komið í lögfræðinga og útburðarbeiðni. Fengum afrit af lögfræðibréfinu og nú þarf að græja eitthvað tímabundið húsnæði þangað við fáum húsið. Og hvenær verður það? Það verður tíminn að leiða í ljós...

Lífið

Þetta líf er svo óútreiknanlegt á margan hátt. Við höfðum pantað okkur flug heim til Íslands þann 9. febrúar til að geta átt góðar stundir með Oddný mömmu, tengdamömmu og ömmu. En lífið er víst þannig upplagt að stundum verður maður að játa sig sigraðan gagnvart stærri öflum en maður hélt að fyrir finndust. Við flýttum för okkar heim eins hratt og hægt væri og komum heim þann 30. janúar. Það gaf okkur þó einungis nokkra daga í viðbót til að njóta með ástkærri Oddný okkar sem lést þann 2. febrúar eftir hetjulega baráttu sína við krabbamein. Hún gafst aldrei upp, aldrei, og var alveg hörð á því að sigra allt fram á síðustu stundu. Það er svo furðulegt að vera í þessari aðstöðu og reyna að skilja og sættast við það sem orðið er. Heilabúið virkar bara þannig að ég býst við því að Oddný sé bara úti í Fjarðarkaupum á leiðinni heim á jeppanum eða rétt ókomin úr vinnunni. Bara rétt ókomin og bráðum kemur hún inn og segir "jæja". En svo er víst ekki og það verður víst þannig framveg...

Grand prix 2007

Þvottabirnan sagði: Að dá þig á laun er dásamleg raun Er þetta í alvöru textinn í laginu hjá Scobie? Guð forði okkur frá því að senda þetta lag í Eurovision. og hana nú.... Blöbbý

Umskipti

Farmaður sagði: Það er bara skollið á með vetri og kassarnir hrannast upp... Mánudagsmorguninn gerði vonir okkar um að slá algerlega öll hitamet janúarmánaðar frá upphafi mælinga. Þá vöknuðum við bara í frosti og hvítri jörð, það var þá aldrei! Einmitt þennan sama morgun hafði ég strengt heit að byrja að hjóla aftur í vinnuna. Ég og Ásta Lísa gerðum við sprungna dekkið á sunnudeginum innan um ringlaðar laukaspírurnar og hikandi trjábrumin. Svo kom bara vetur, en ég skellti mér samt af stað og hef farið á milli síðustu tvo dagana vopnaður eyrnabandi undir hjálminum. Bara harkan! Hanna hefur verið að stinga niður einu og öðru síðustu vikuna og svo allt í einu erum við komin með á annan tug kassa meðfram veggjum. Geymslan var hreinsuð út í kvöld og fengum við að trilla draslinu yfir til íslenska stelputríósins á 23. Eftir slétta viku er svo flutningur á búslóð upp í búslóðageymsluna og þá munum við leggjast til hvílu í tímabundnu íbúðinni í Virum þangað til við förum til Íslands þann 9. ...

Writer's block

{mosimage} Artist: Peter Bjorn And John Release Date: 19. juni 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative Label: Wichita Recordings / V2 Records Þetta er algert sælgæti. Sænskt gæðapopp eins og það gerist bara best. Ég mana ykkur að verða ekki flautandi Young Folks daginn út og inn eftir að hafa heyrt þann smell. Enda er laginu stillt upp á hinn táknræna nr 3 (Actung Baby: one, Transformer: Perfect Day, osfrv)

Ys

{mosimage} Artist: Joanna Newsom Release Date: 14. november 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Indie Rock Label: Drag City Það eru allir að missa það út af henni Joanna. Fyrsta sem kom í minn huga var: kvenkyns útgáfa af Devendra Banhart. Enda kemur svo í ljós að hún túraði með honum og meistara Smog. Þessi skífa hefur svona beinmergsdáleiðingaráhrif. Þessi keltneska harpa og barnslega röddin smýgur djúpt inn í merginn. Svo skemmir ekki fyrir að það eru engir aukvisar sem koma að plötunni: Steve Albini, Smog,

Línur skýrast

Eins og margi glöggir hafa eflaust getið sér til um, erum við komin til baka til Danmerkur. Mættum á svæðið 2. janúar í glampandi sól. Línur eru farnar að skýrast í ýmsum efnum... Loksins, loksins, loksins erum við komin með niðustöðu í íbúðarmálum. Við þurfum að losa núverandi íbúð í mánaðarlok og vorum farin að svitna aðeins í lófunum. Eftir mikla leit og spekúleringar tókst okkur að negla hvorki meira né minna en 120 fm einbýlishús með garði upp í Hörsholm, Brådebæk nánar tiltekið. Og það á minni pening en núverandi fjölbýlisíbúð okkar. Við hlökkum mikið til. Smá púsl með að brúa febrúarmánuðinn þar sem við fáum ekki húsið fyrr en 1. mars. Svo skýrast línur almennt betur í veröld okkar Hönnu þar sem við pöntuðum okkur bæði gleraugu í dag inn í Lyngby. Ásta Lísa og Baldur Freyr stóðu sig eins og hetjur meðan ég prófaði og hringlaði með ábyggilega 999 umgjarðir. Ásta ruslaði merkilega fáum gleraugum af veggjunum þannig að þetta telst almennt séð vel heppnuð ferð í morgun.