Það hófst formlega þann 6. júlí þegar við brunuðum í beljandi rigningu yfir gegnumflotna akra Skánar á leið okkar til Trollhattan. Maður fórnar sér fyrir heildarhagsmunina og lætur lægðarhraðbrautina yfir sig ganga til að ættmennin á Íslandi fái nú að njóta sólríks sumars.
Við vorum í heimsókn hjá Kjell og Maríu í þessa fjóra daga. Jakob var með í för á meðan Anja klofaði yfir leðjuhaugana á Hróarskeldunni. Þetta var í alla staði frábær ferð og verulega gaman að hitta þau skötuhjú og drengina þeirra, Alexander og Kristoffer. Veðrið var alveg ásættanlegt og við sáum til sólar í fyrsta skipti í Svíþjóð þegar við komum til Trollhattan. María var svo sniðug að hafa útbúið fjársjóðsleit heima hjá þeim í sveitinni sem sló svona svakalega í gegn hjá krökkunum.
Annars hefur svo bara verið nokkuð í blautari kantinum hjá okkur en við bindum vonir við morgundaginn þar sem dagurinn í dag var frábær, rauk upp í tæplega 30 stig og misturs mollu. Maður bara hrökk við, orðinn óvanur þessu. Bon bon land verður að öllum líkindum heimsótt á morgun, nú þegar Baldur er sennilega (vonandi) orðinn hitalaus. Svo er það Svíþjóð aftur næsta fimmtudag. Þá förum við í vikudvöl í skiptihúsnæði Njarðar og Kolbrúnar upp við Stokkhólm. Það verður án efa stórfenglegt....
Við vorum í heimsókn hjá Kjell og Maríu í þessa fjóra daga. Jakob var með í för á meðan Anja klofaði yfir leðjuhaugana á Hróarskeldunni. Þetta var í alla staði frábær ferð og verulega gaman að hitta þau skötuhjú og drengina þeirra, Alexander og Kristoffer. Veðrið var alveg ásættanlegt og við sáum til sólar í fyrsta skipti í Svíþjóð þegar við komum til Trollhattan. María var svo sniðug að hafa útbúið fjársjóðsleit heima hjá þeim í sveitinni sem sló svona svakalega í gegn hjá krökkunum.
Annars hefur svo bara verið nokkuð í blautari kantinum hjá okkur en við bindum vonir við morgundaginn þar sem dagurinn í dag var frábær, rauk upp í tæplega 30 stig og misturs mollu. Maður bara hrökk við, orðinn óvanur þessu. Bon bon land verður að öllum líkindum heimsótt á morgun, nú þegar Baldur er sennilega (vonandi) orðinn hitalaus. Svo er það Svíþjóð aftur næsta fimmtudag. Þá förum við í vikudvöl í skiptihúsnæði Njarðar og Kolbrúnar upp við Stokkhólm. Það verður án efa stórfenglegt....
Ummæli