Þá erum við komin aftur í metregnsvæðið norður af Kaupmannahöfn. Áttum alveg hreint dásamlega viku með Nirði, Kollu, krökkum, Sigga og Borghildi upp í skaníubænum Södertalje í gula húsinu. Það rignir ennþá hér í Danmörku á meðan við fengum bara alveg ágætis veður í landi Gústafs.
Rosa var nú spennandi að sofa á dýnu, ekki í rúmi fyrir Ástu Lísu og Baldur kom heim með boga og örvar af riddarahátíðinni. Komumst klakklaust með það í gegnum tollinn með smá tilfæringum.
Margt var brallað og gert á þessari viku. Fórum í tívolí Gröna Lund, Astrid húsið Junibacken, riddarahátíð, strandferð ofl á milli þess sem við höfðum það gott í stóra húsinu og garðinum í Pershagen í Suður Södertalje. Myndir koma jú síðar...
Rosa var nú spennandi að sofa á dýnu, ekki í rúmi fyrir Ástu Lísu og Baldur kom heim með boga og örvar af riddarahátíðinni. Komumst klakklaust með það í gegnum tollinn með smá tilfæringum.
Margt var brallað og gert á þessari viku. Fórum í tívolí Gröna Lund, Astrid húsið Junibacken, riddarahátíð, strandferð ofl á milli þess sem við höfðum það gott í stóra húsinu og garðinum í Pershagen í Suður Södertalje. Myndir koma jú síðar...
Ummæli