Ég eiginlega bara var á mörkum þess að trúa því hversu mikið magn gat
puðrast niður úr himninum í dag. Hanna fór í pæjuklipp hjá Elvu niðri í
bæ en við krakkarnir vorum heima að gormast við myndaskoðun, leik, át
og teiknimyndagláp. Á meðan skiptist á súld og úrhelli.
Þess má til gamans geta að júnímánuður 2007 var sá votasti frá upphafi mælinga í Danmörku. Júlimánuður er óðfluga að stefna í metmánuð. Við eigum rúmlega 25 mm eftir til að ná í 140 mm metið frá 1931. Einn dagur eftir, koma svo!
Olga, Sara og Anna: við reyndum að selja ykkur dönsku sumarblíðuna frá því fyrra án árangurs. Þið kusuð rétt í mars, fóruð heim í hólminn og nutuð veðurblíðunnar. Gott hjá ykkur...
Það svona smá súrnaði í genginu og við fórum loks af stað eftir hádegið að ná í hjól í viðgerð og á bókasafnið. Baldur tók smá drama yfir gleymdri plastflautu við brottför en annars bara allt þokkalega rólegt.
Garg, væl og tos á bókasafninu gerði ferðina styttri og skertri af gæðum en áður hefði verið vonast eftir. Við strunsuðum út með Ástu og Baldur í misjöfnum gír. Ásta hálfgólandi en Baldur bara almennt fúll. Keyptum brauðbollur á útleiðinni og tókum strikið út á bílastæði. Við útganginn stóðu strákur og stelpa um tvítugt á vegum Amnesty International í góðum tilgangi. Ófrávíkjanlegri beinni spurningunni var skellt á okkur á bestu stund: Vilt þú vera með í að stoppa pyntingar?
Eins eigingjarnt og það hljomar var mín fyrsta hugsun: myndir þú vilja hjálpa að stoppa okkar pyntingu? Kannski skipta bara við okkur; væri bara fínt að við Hanna myndum stilla okkur upp fyrir utan Kvickly og spyrja fólk um pyntingastopp. Þau tækju bara króana...
Það er kannski ekki að ástæðulausu að liðið (sérstaklega Baldur) séu svona mátulega óstöðug þessa dagana. Við erum búin að vera í fullu prógrammi í sumarfríi í Svíþjóð, Bon Bon land, Bakken o.s.frv. Til að setja punktinn yfir i-ið styttist æ meira í Íslandsför barna og Hönnu sem er tímasett á miðvikudaginn 1. ágúst. Baldur talar æ meira um að keyra yfir fjallið til að fara til afa Sæma og jafnvígt hótar hann í verstu hviðunum að flytja til Íslands í Kambahraunið.
puðrast niður úr himninum í dag. Hanna fór í pæjuklipp hjá Elvu niðri í
bæ en við krakkarnir vorum heima að gormast við myndaskoðun, leik, át
og teiknimyndagláp. Á meðan skiptist á súld og úrhelli.
Þess má til gamans geta að júnímánuður 2007 var sá votasti frá upphafi mælinga í Danmörku. Júlimánuður er óðfluga að stefna í metmánuð. Við eigum rúmlega 25 mm eftir til að ná í 140 mm metið frá 1931. Einn dagur eftir, koma svo!
Olga, Sara og Anna: við reyndum að selja ykkur dönsku sumarblíðuna frá því fyrra án árangurs. Þið kusuð rétt í mars, fóruð heim í hólminn og nutuð veðurblíðunnar. Gott hjá ykkur...
Það svona smá súrnaði í genginu og við fórum loks af stað eftir hádegið að ná í hjól í viðgerð og á bókasafnið. Baldur tók smá drama yfir gleymdri plastflautu við brottför en annars bara allt þokkalega rólegt.
Garg, væl og tos á bókasafninu gerði ferðina styttri og skertri af gæðum en áður hefði verið vonast eftir. Við strunsuðum út með Ástu og Baldur í misjöfnum gír. Ásta hálfgólandi en Baldur bara almennt fúll. Keyptum brauðbollur á útleiðinni og tókum strikið út á bílastæði. Við útganginn stóðu strákur og stelpa um tvítugt á vegum Amnesty International í góðum tilgangi. Ófrávíkjanlegri beinni spurningunni var skellt á okkur á bestu stund: Vilt þú vera með í að stoppa pyntingar?
Eins eigingjarnt og það hljomar var mín fyrsta hugsun: myndir þú vilja hjálpa að stoppa okkar pyntingu? Kannski skipta bara við okkur; væri bara fínt að við Hanna myndum stilla okkur upp fyrir utan Kvickly og spyrja fólk um pyntingastopp. Þau tækju bara króana...
Það er kannski ekki að ástæðulausu að liðið (sérstaklega Baldur) séu svona mátulega óstöðug þessa dagana. Við erum búin að vera í fullu prógrammi í sumarfríi í Svíþjóð, Bon Bon land, Bakken o.s.frv. Til að setja punktinn yfir i-ið styttist æ meira í Íslandsför barna og Hönnu sem er tímasett á miðvikudaginn 1. ágúst. Baldur talar æ meira um að keyra yfir fjallið til að fara til afa Sæma og jafnvígt hótar hann í verstu hviðunum að flytja til Íslands í Kambahraunið.
Ummæli