Farmaður sagði:
Það er bara skollið á með vetri og kassarnir hrannast upp...
Mánudagsmorguninn gerði vonir okkar um að slá algerlega öll hitamet janúarmánaðar frá upphafi mælinga. Þá vöknuðum við bara í frosti og hvítri jörð, það var þá aldrei! Einmitt þennan sama morgun hafði ég strengt heit að byrja að hjóla aftur í vinnuna. Ég og Ásta Lísa gerðum við sprungna dekkið á sunnudeginum innan um ringlaðar laukaspírurnar og hikandi trjábrumin. Svo kom bara vetur, en ég skellti mér samt af stað og hef farið á milli síðustu tvo dagana vopnaður eyrnabandi undir hjálminum. Bara harkan!
Hanna hefur verið að stinga niður einu og öðru síðustu vikuna og svo allt í einu erum við komin með á annan tug kassa meðfram veggjum. Geymslan var hreinsuð út í kvöld og fengum við að trilla draslinu yfir til íslenska stelputríósins á 23. Eftir slétta viku er svo flutningur á búslóð upp í búslóðageymsluna og þá munum við leggjast til hvílu í tímabundnu íbúðinni í Virum þangað til við förum til Íslands þann 9. febrúar.
Það er bara skollið á með vetri og kassarnir hrannast upp...
Mánudagsmorguninn gerði vonir okkar um að slá algerlega öll hitamet janúarmánaðar frá upphafi mælinga. Þá vöknuðum við bara í frosti og hvítri jörð, það var þá aldrei! Einmitt þennan sama morgun hafði ég strengt heit að byrja að hjóla aftur í vinnuna. Ég og Ásta Lísa gerðum við sprungna dekkið á sunnudeginum innan um ringlaðar laukaspírurnar og hikandi trjábrumin. Svo kom bara vetur, en ég skellti mér samt af stað og hef farið á milli síðustu tvo dagana vopnaður eyrnabandi undir hjálminum. Bara harkan!
Hanna hefur verið að stinga niður einu og öðru síðustu vikuna og svo allt í einu erum við komin með á annan tug kassa meðfram veggjum. Geymslan var hreinsuð út í kvöld og fengum við að trilla draslinu yfir til íslenska stelputríósins á 23. Eftir slétta viku er svo flutningur á búslóð upp í búslóðageymsluna og þá munum við leggjast til hvílu í tímabundnu íbúðinni í Virum þangað til við förum til Íslands þann 9. febrúar.
Ummæli