Fara í aðalinnihald

Akron/Family

Flytjandi: Akron/Family
Staður: Lille Vega, Köben
Stund: 12. apríl 2007
Mat: 4/5 *

Nú var sko löngu kominn tími á að drífa sig á tónleika, því nóg er úrvalið. Eitt kvöldið dreif ég mig í að bóka tvö stykki tónleika tveggja flytjenda; einn algerlega ókannaðan og annan betur aðvaninn.

Mér fannst Akron/Family falla vel inn í ókönnuðu deildina og ríma vel við andlega stemmningu. Ég keypti miða á þá þann 12. apríl og Jónas skellti sér með.

Þetta var frábær skemmtun og munu lifa í minningunni sem aðeins öðruvísi tónleikar þar sem mörk milli áhorfendanna og flytjanda voru felld niður.



Á undan hitaði kanadískur Bruce Springsteen up, alveg fínn en ekki að kveikja marga blossa. Við Jónas settums á gólfið ásamt nokkrum tónleikagestunum á meðan við biðum eftir að Akron/Family græjuðu sig. Ron Jeremy look alike bassaleikarinn heimtaði Billie Jean með Michael Jackson til að klára uppstillinguna. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dillaði sér.

Fjórmenningarnir hófu leik sinn með því að tileinka fyrsta lag sitt hinum nýlega látna rithöfundi Kurt Vonnegut. Þeir tóku hið dáleiðandi Love and Space þar sem áhorfendurnir fengu það hlutverk að kyrja í kór: love and space á meðan þeir skiptust á að syngja versin að hætti "O brother where art thou?".

Beint úr negra/gospel í sýrurokkssprengju og svo skipt yfir í blús og gospel inn á milli þar sem mér fannst þeir eiga sína bestu spretti. Mættu hvíla/klippa út sýrurokkið en einbeita sér að þjóðlagalínunni sem þeir eru að gera frábæra hluti. Mjög þéttir og sveigjanlegir í blússpuna en kannski einn þeirra helsti galli er að þeir taka sjálfa sig langt frá því alvarlega; eins og þetta sé bara djók músík. Ekki misskilja mig, mér finnst mjög gaman af því hversu létt og skemmtilegt andrúmsloft þeir skapa, en mér finnst þeir eiginlega vera að gera lítið úr sjálfum sér og sínum verkum á köflum. Það mun vonandi koma til með auknu sjálfstrausti.

Þeir nota alls kyns hljóðfæri á sviðinu s.s. blokkflautur, hringlur ofl til að krydda aðeins. Allar stefnur teknar og þegar var að líða undir lokin hvíslaði ég að Jónasi: "við eigum þá bara eftir að sjá rappið". Það kom svo að sjálfsögðu.

Og áfram hélt veislan, þeir létu áhorfendurna syngja mikið með og þegar fór að líða að niðurlaginu grýttu þeir hristum og hringlum út í sal. Bassaleikarinn gegndi lykilhlutverki í að rífa upp stemninguna í salnum og fór nokkra túra út í sal með blokkflautuna sína. Þeir drifu áhorfendur upp á svið í langan söng af barnarímunni "circle, triangle, square" þar sem allir dilluðu sér og sungu. Fulli kallinn í salnum átti góðan sprett þegar hann reif sig úr að ofan og kjagaði og brölti um sviðið.

Maður skildi svo sannarlega hvað Family hluti nafnsins kom frá þegar allir stóðu á sviðinu og kyrjuðu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var...

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr ...