Flytjandi: Akron/Family
Staður: Lille Vega, Köben
Stund: 12. apríl 2007
Mat: 4/5 *
Nú var sko löngu kominn tími á að drífa sig á tónleika, því nóg er úrvalið. Eitt kvöldið dreif ég mig í að bóka tvö stykki tónleika tveggja flytjenda; einn algerlega ókannaðan og annan betur aðvaninn.
Mér fannst Akron/Family falla vel inn í ókönnuðu deildina og ríma vel við andlega stemmningu. Ég keypti miða á þá þann 12. apríl og Jónas skellti sér með.
Þetta var frábær skemmtun og munu lifa í minningunni sem aðeins öðruvísi tónleikar þar sem mörk milli áhorfendanna og flytjanda voru felld niður.
Á undan hitaði kanadískur Bruce Springsteen up, alveg fínn en ekki að kveikja marga blossa. Við Jónas settums á gólfið ásamt nokkrum tónleikagestunum á meðan við biðum eftir að Akron/Family græjuðu sig. Ron Jeremy look alike bassaleikarinn heimtaði Billie Jean með Michael Jackson til að klára uppstillinguna. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dillaði sér.
Fjórmenningarnir hófu leik sinn með því að tileinka fyrsta lag sitt hinum nýlega látna rithöfundi Kurt Vonnegut. Þeir tóku hið dáleiðandi Love and Space þar sem áhorfendurnir fengu það hlutverk að kyrja í kór: love and space á meðan þeir skiptust á að syngja versin að hætti "O brother where art thou?".
Beint úr negra/gospel í sýrurokkssprengju og svo skipt yfir í blús og gospel inn á milli þar sem mér fannst þeir eiga sína bestu spretti. Mættu hvíla/klippa út sýrurokkið en einbeita sér að þjóðlagalínunni sem þeir eru að gera frábæra hluti. Mjög þéttir og sveigjanlegir í blússpuna en kannski einn þeirra helsti galli er að þeir taka sjálfa sig langt frá því alvarlega; eins og þetta sé bara djók músík. Ekki misskilja mig, mér finnst mjög gaman af því hversu létt og skemmtilegt andrúmsloft þeir skapa, en mér finnst þeir eiginlega vera að gera lítið úr sjálfum sér og sínum verkum á köflum. Það mun vonandi koma til með auknu sjálfstrausti.
Þeir nota alls kyns hljóðfæri á sviðinu s.s. blokkflautur, hringlur ofl til að krydda aðeins. Allar stefnur teknar og þegar var að líða undir lokin hvíslaði ég að Jónasi: "við eigum þá bara eftir að sjá rappið". Það kom svo að sjálfsögðu.
Og áfram hélt veislan, þeir létu áhorfendurna syngja mikið með og þegar fór að líða að niðurlaginu grýttu þeir hristum og hringlum út í sal. Bassaleikarinn gegndi lykilhlutverki í að rífa upp stemninguna í salnum og fór nokkra túra út í sal með blokkflautuna sína. Þeir drifu áhorfendur upp á svið í langan söng af barnarímunni "circle, triangle, square" þar sem allir dilluðu sér og sungu. Fulli kallinn í salnum átti góðan sprett þegar hann reif sig úr að ofan og kjagaði og brölti um sviðið.
Maður skildi svo sannarlega hvað Family hluti nafnsins kom frá þegar allir stóðu á sviðinu og kyrjuðu.
Staður: Lille Vega, Köben
Stund: 12. apríl 2007
Mat: 4/5 *
Nú var sko löngu kominn tími á að drífa sig á tónleika, því nóg er úrvalið. Eitt kvöldið dreif ég mig í að bóka tvö stykki tónleika tveggja flytjenda; einn algerlega ókannaðan og annan betur aðvaninn.
Mér fannst Akron/Family falla vel inn í ókönnuðu deildina og ríma vel við andlega stemmningu. Ég keypti miða á þá þann 12. apríl og Jónas skellti sér með.
Þetta var frábær skemmtun og munu lifa í minningunni sem aðeins öðruvísi tónleikar þar sem mörk milli áhorfendanna og flytjanda voru felld niður.
Á undan hitaði kanadískur Bruce Springsteen up, alveg fínn en ekki að kveikja marga blossa. Við Jónas settums á gólfið ásamt nokkrum tónleikagestunum á meðan við biðum eftir að Akron/Family græjuðu sig. Ron Jeremy look alike bassaleikarinn heimtaði Billie Jean með Michael Jackson til að klára uppstillinguna. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dillaði sér.
Fjórmenningarnir hófu leik sinn með því að tileinka fyrsta lag sitt hinum nýlega látna rithöfundi Kurt Vonnegut. Þeir tóku hið dáleiðandi Love and Space þar sem áhorfendurnir fengu það hlutverk að kyrja í kór: love and space á meðan þeir skiptust á að syngja versin að hætti "O brother where art thou?".
Beint úr negra/gospel í sýrurokkssprengju og svo skipt yfir í blús og gospel inn á milli þar sem mér fannst þeir eiga sína bestu spretti. Mættu hvíla/klippa út sýrurokkið en einbeita sér að þjóðlagalínunni sem þeir eru að gera frábæra hluti. Mjög þéttir og sveigjanlegir í blússpuna en kannski einn þeirra helsti galli er að þeir taka sjálfa sig langt frá því alvarlega; eins og þetta sé bara djók músík. Ekki misskilja mig, mér finnst mjög gaman af því hversu létt og skemmtilegt andrúmsloft þeir skapa, en mér finnst þeir eiginlega vera að gera lítið úr sjálfum sér og sínum verkum á köflum. Það mun vonandi koma til með auknu sjálfstrausti.
Þeir nota alls kyns hljóðfæri á sviðinu s.s. blokkflautur, hringlur ofl til að krydda aðeins. Allar stefnur teknar og þegar var að líða undir lokin hvíslaði ég að Jónasi: "við eigum þá bara eftir að sjá rappið". Það kom svo að sjálfsögðu.
Og áfram hélt veislan, þeir létu áhorfendurna syngja mikið með og þegar fór að líða að niðurlaginu grýttu þeir hristum og hringlum út í sal. Bassaleikarinn gegndi lykilhlutverki í að rífa upp stemninguna í salnum og fór nokkra túra út í sal með blokkflautuna sína. Þeir drifu áhorfendur upp á svið í langan söng af barnarímunni "circle, triangle, square" þar sem allir dilluðu sér og sungu. Fulli kallinn í salnum átti góðan sprett þegar hann reif sig úr að ofan og kjagaði og brölti um sviðið.
Maður skildi svo sannarlega hvað Family hluti nafnsins kom frá þegar allir stóðu á sviðinu og kyrjuðu.
Ummæli