Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2009

Fjölskyldumyndir

Í lok nóvember kom Hildur með Ágústi og Margréti hingað upp í Nærum. Tilefnið var myndataka af fjölskyldunni í fallegu litum haustins utandyra sem og innandyra í minimalíska skandínavíuheimilinu. Ásta Lísu fannst ekki lítið spennandi að skipta um föt og setja upp grímur ofl og var til í að vera lengi að. Þegar það var komið að Baldri tilkynnti hann: ég kann 5 stellingar. Svo dreif hann það af á 2 mínútum, búið.

Afmæli og óvissuferð - myndir

Hér eru nokkrar myndir frá óvissu- og afmælisferðinni stórgóðu í Ringsted

Tímans tönn

Múrinn er rofinn, þann 19. sept rann upp sá dagur sem markaði meirihluta lífskeiðs míns með bílprófs en án. Jú, ég varð 35 ára . Þetta var ægilega frábær dagur. Að hætti fjölskyldunnar var huggulegur morgunverður með kertaljós og fínerí í rólegheitunum að morgni afmælisdagsins sjálfs. Enda hitti þetta á laugardag þetta árið. Greinilega var búið að leggja upp margvísleg samsærisplön í tilefni dagsins og þau komu smá saman í ljós.... Fyrst var ég sendur út í bíl að ná í bjórinn sem var keypur á svo agalega góðu tilboði daginn áður en Hanna náði ekki að bera hann inn. Þegar ég spurði um bjórtýpu og prís, þá var þetta langt framúr öllum tilboðsvíddum sem ég hef nokkurn tíman heyrt um. Vá hvað Hanna hefur verið lunkin að hitta á þetta... Nema hvað, ég rölti út í gamla grána (Skoda) og vippa upp skottlokinu. Haa, bíddu hér er bara kassi. Weber? Hah? Lít upp og sé frúnna glottandi hringinn þarna uppi á stigapalli. Jah hérna, meiri prakkarinn. Núna erum við með dýrindis gasgrill hér úti á svöl...

Hið óvænta

Þann 3. okt sl var hrundið af stað marglaga blekkingaráætlun með göfugt fyrirheit: koma Hönnu á óvart á afmælinu. Hanna var nú búin að hjálpa til við skipulagninguna með því að leggja fram ósk að fara eitthvað út úr bænum á afmælishelginni sinni. Flott, þá þyrfti ekki að vera að laumast til að stilla því upp. Ég sagði bara: vert þú ekkert að spá í því hvað við gerum, það kemur í ljós.... Ég og Ásta mágsa vorum búin að setja á svið viku lengri siglingatúr milli Seyðisfjarðar og Esbjerg. Allt gekk út á að Ásta yrði því miður að dvelja nokkra daga í Færeyjum og kæmi því ekki fyrr en 10. Okt. Hanna var samt eins og köttur í kringum heitan graut og kross-yfirheyrði Ástu um allt sem var í gangi á hverjum degi. Ásta þurfti að hafa sig alla við að spinna sögur úr hálfsannleiksgarninu til að láta þetta hljóma sannfærandi. Þá rennur helgin upp og Hanna endar með því að ganga beint á mig á föstudeginum: Ásta er ekkert að koma á morgun, er það? Hah, þvílík fjarstæða. Nehei, hún er í Færeyjum. Laug...

Óðinsvé - menningarhelgi - myndir

Fyrstu helgina í September fórum við fjölskyldan í síðustu útilegu sumarsins. Það var rosa gaman enda var menningarnótt á föstudeginum og við náðum í tæka tíð til að sjá Jónas og hljómsveit á stórgóðum tónleikum í Grænlenska menningarhúsinu. Á laugardeginum var góð stemning í bænum þar sem uppskeruhátið var í gangi og hægt var að mjólka kýr, smakka afurðir, klappa grísum, kanínum ofl. Ákaflega vel heppnuð ferð verður nú að segjast.

Óðinsvé - ójé

Þetta var stórgóð ferð til Óðinsvéa um helgina. Skelltum okkur fjölskyldan í tjaldútililegu og menningarferð um helgina og létum ekki smá rigningaspár á okkur fá heldur brunuðum af stað út á þjóðveginn föstudagseftirmiðdaginn 4. sept... Að sjálfsögðu er maður að bjóða sjálfum sér upp á þetta með því að velja þennan tíma dags til að keyra á þjóðvegunum: umferðartafir og raðir. Viðgerðir og þrengingar til að komast út úr Stór-Kaupmannahöfn og svo annað eins í móttöku við komuna yfir stórabeltisbrú. Aðeins farið að stressast frammí skóda því það átti eftir að 1) borða kvöldmat 2) skrá sig inn á tjaldsvæðið og slá upp tjaldi (enginn svaraði símanum þar) 3) koma sér inn í miðbæ og finna menningarhúsið þar sem Jónas væri að spila Við græjuðum neyðarplan: koma við á MC og borða í bílnum. Hringja á farfuglaheimili ef tjaldsvæði væri lokað. Rúllað inn á Mc kl 18:04 og rifnir inn nokkrir brúnir bréfpokar með sykur og salt óhollustu matlíkönum. Ég borðaði McFeast á methraða og svo komum við að t...

Íslandsfrí 2009 - myndaskammtur 2

Jæja, þá er ég búinn að skella inn næsta skammti af myndunum frá fríinu okkar í sumar uppi á Íslandinu góða. Kominn upp að Verslunarmannahelginni í Vatnaskógi og svo sæludögum í Syðri-Knarrartungu . Forsmekkur hér að neðan.... Systkinin í búðinni hjá Ástu frænku Hanna er svo margsigld kassadama og sýnir að hún hefur sko engu gleymt frá gullaldarárum Kaupfélagsins í Þorlákshöfn. Hér þarf þó ekki að panta rjómann með 2ja daga fyrirvara úr MBF, nú er brennt í Bónusinn Baldur Freyr var slyngur á posann og sjóðsvélina Kartöflusáðvélin prufukeyrð

Myndir úr fyrstu útlilegunni

Jæja, þá er verið að hreinsa til á minniskortinu og koma skikki á myndasafnið... Skelli hér inn nokkrum myndum frá fyrstu útilegu sumarsins í júnílok með Ásdísi, Anders og Leó upp í Kulhuse . Hreint út sagt frábær tími í sól og strönd, grill ofl. Þetta var skemmtilega ákvarðað, þar sem við sammældums í sumarbyrjun að fara saman í útilegu. Þá var bara sett dagsetning og fyrir þann tíma yrði barasta verið búið að redda sér útbúnaði (það sem við gerum best mörlandinn: vinna undir pressu). Þetta var fyrsta skipti sem við fórum með (þáverandi nýkeypta notaða) tjald út á land og við vorum að finna okkur í pökkun og vistum. Lærðum mikið af hinum sjóuðu grönnum okkar og stálum nokkrum hugmyndum og gerðum skurk í uppfærslum á útilegubúnaði fyrir þá næstu. En það er önnur saga, önnur tjald og annar myndabúnki.

Ekki alveg andvana - nýjar myndir komnar

Var einmitt búinn að vera að hugsa um það lengi hversu ergilegt það er að facebook virðist vera að ná langleiðina með að svæfa niður blogg og tölvupósta. Allt fer fram innan facebook í formi örskilaboða og maður lufsast ekki lengur inn hér og párar orð (hljóma bara eins og gamall afdalakall, eða hvað?) Nema hvað, loksins druslaðist ég til að setja inn nýjar myndir . Og það ekki af verri gerðinni, frá stórfenglegri rokkreisu 17-22 júní sl þar sem ég, Hjörtur og Ari héldum í mikla reisu þar sem ævintýri voru á hverju stráii (mest sjálfssköpuð þó). Lagt var upp með þemu til að halda smá samræmi, en áhöld eru um það hversu vel tókst til. Til dæmis fór þemað "Skynsemi" alveg einhvernvegin út af sporinu en þemað "ógeð" tókst fram úr björtustu vonum. Sjáið og njótið hér

Orlofshús í Nærum?

Þetta er auglýsing.... Í sumar förum við fjölskyldan til Íslands í sumarfrí og við höfum þá íbúðina standnandi tóma hér í guðsgrænni úthverfanáttúrunni. Barnvænt umhverfi, 50 m í skóg, 25 m í sundlaug, 4 km á strönd, 20 km inn til K.höfn. Ef einhver hefur áhuga á dvöl hér í bjartri 3ja herbergja íbúð milli 24 júlí og 11 ágúst, þá endilega hafið samband.

Spark

Stór dagur rann upp í dag og langþráður hjá Baldri Frey: hann byrjaði að æfa fótbolta hérna hinu megin götunnar. Það er sko ekkert smá flott að geta sagt að maður æfi með BSV 5 (hópur fimm). Enda hefur Baldur vart getað beðið eftir að byrja síðan við fengum fréttirnar um inntöku af laaanga biðlistanum nú um páskana. Baldur kom einmitt fram hér í gærkvöldi svolítið ringlaður og úfinn, hélt að núna væri þetta loksins komið: fótbolti í dag. En við feðgar brunuðum niður á vallarsvæði í dag og dressuðums í Barcelonahaminn við gáminn (vorum ekki búnir að græja fataskiptin), ég náði að skakklappast í réttan hóp og var settur í markið um leið af hinum vörpulega Mads. Sem betur fer voru þetta bara þrír strákar þannig að þetta skyndinámskeið mitt í þáttöku í dönskum drengjafótboltaæfinahefðum fór rólega af stað. Baldur Freyr tók þetta allt saman af mestu alvöru, mjög einbeittur að drepa, rekja og skjóta. Skýtur fast og er mikið stoltur af því að vera eitruð vinstrifótarskytta. Mads þjálfari sagð...

Þetta venst vel

Það mætti segja að vorið komi af fullum krafti þessa dagana. Í dag er dásamlegt veður, hátt í 18 stig og heiðskírt. Búið er að nota daginn vel með garðvinnu þar sem safnhaugnum var breytt í hrossaskítslagköku, hjólatúr ofl. Nú er bara að draga fram rykföllnu sólvörnina, púff púff. Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?

Berlín beibí

Já þetta var svo megaháttar ferð hjá okkur Gumma til Berlín helgina 20-22 Febrúar sl. Á Kastrup var ráðið ráðum sínum yfir einum öl og sammælst að mesta áskorunin fælist í raun í að brúa bilið milli máltíða, þyrfti að finna einhverja afþreyingu þá. Við vorum með nokkur útprentuð ráð í vasanum svona til að hafa eitthvað til að þræða og spekúlera. Fyrsta markmið var að finna Hr. Fritz kráareiganda sem myndi skenkja okkur freyðandi öl í krús og snitsel með. Það átti nú eftir að reynast ögn flóknara en við fyrstu sýn...

Skræður

Þá eru nokkrar skræður komnar úr lestri og nýjar komnar í lestrarlestina. Í lestri: Í skinni ljónsins (Michael Ondatje) - fjölþráða söguflétta af innflytjendum og landnemum Managing Humans - umbúðalaus og hnellin 15+ ára reynslusaga úr hugbúnaðarbransanum í Sílikondal. Gríp í þessa inn svona inn á milli eftir geðhrifum og tímarými Búnar Með bakið í heiminn - sýn fréttakonunnar norsku, Åsne Seierstad, á lífið og baslið í Serbíu á meðan hún dvaldi þar frá 2000-2004 Myrká , Arnalds nýjasta. Tekur smá hliðargötu í frásagnarstíl en annars sama deigið í þessari spennuköku sem og fyrri bakstri Bóksalinn í Kabúl - mig langaði að ná í engilinn frá Grosný en hún var úti. Þessi reyndist alveg prýðis frásögn. Meiri (skáld?)saga heldur en fréttamannsfrásögn/viðtöl eins og Serbíubókin var meira viðtalsbók

5 metrar, Kalaha og pressa

Heitasta æðið hér um slóðir er fjölbreytilegt eftir áhugasviðum og sérsviðum heimilismeðlima. Það sem Baldur er hvað mest upptekinn að núna er að taka nokkur vel valin hopp af fimm metra brettinu hérna hinu megin við götuna . Þetta byrjuðum við að fikra okkur áfram með sl. sunnudag og þörfin eftir frekari hoppum varð svo knýjandi að fara varð í laugina eftir skóla í vikunni, sem er nú ekki alvanalegt. Þegar Ásta er ekki að göndlast með hamsturinn sinn er Kalaha kúluspilið í miklum metum. Á hverju kvöldi velur hún eitt spil fram yfir lestur bókar. Og ég verð að segja að hún er nokkuð slungin litla lúsin, er oft með lærvísleg plön í gangi. Gamla settið er ekki eins ævintýralegt í dillum sínum, en Philips safapressan kemur þó sterk inn sem skemmtileg viðbót við blandarann.

Komið...

Jæja þá er það yfirstaðið. Tveir nýjir einstaklingar kúra inni í hálminum í marglitu plastbúrunum sínum. Spennustiginu er aflétt um 3,37 og núna er áskorunin að leyfa litlu hnoðrunum að venjast nýjum heimkynnum þar sem skrækar barnsraddir og stór augu eru sífellt að kíkja í heimsókn. Já, fjölskyldan hefur stækkað við sig svo um nemur tveimur dverghömstrum. Kolla átti kollgátuna en Maggi fær viðbragðsverðlaunin fyrir andstutt símtal í hádeginu í dag. Hva, er kominn bangsi í ofninn? Nei, ekki var það svo... að sinni....eða...kannski?!

Fjölgun...

Nú eru spennandi tímar. Fjölgun á heimilinu er í nánd og allir núverandi heimilsmenn eru orðnir spenntir og þetta er rætt nánast upp á dag hér út frá margvíslegum vinklum. Í dag hreyfðum við svo við uppröðunni inn í barnaherbergi til að vera klár í tíma þegar dagurinn kemur. Krakkarnir eru sérstaklega spenntir yfir þessu öllu saman. Og við líka.

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt. ...

Íbúð til leigu

Gleðilegt árið og allt það. Nú er svo komið að íbúð okkar að Suðurbraut 16 í Hafnarfirði verður laus til útleigu í febrúarmánuði. Áhugasamir skulu hafa samband við mig í pósti finnur[at]finnur.com. Fín íbúð á sanngjörnum kjörum, hér eru helstu upplýsingar: Staðsetning: Suðurbraut 16, Hafnarfirði á 4. hæð, rétt við suðurbæjarlaugina Fermetrar: 91 í heildina, 86 íbúð með 5 fm geymslu á jarðhæð Herbergi: 2 svefnherbergi og stofa = 3 herb Svalir: Rúmgóðar (margra grilla) svalir sem snúa út að faxaflóa með útsýni upp á snæfellsjökul Endurbætur: Baðherbergi endurnýjað vorið 2005, blokk múrviðgerð, máluð ofl 2005 Rúmgóð og vel nýtt íbúð sem gott er að búa í. Skjótið póst eða bara hringið ef áhuginn er fyrir hendi.