5 metrar, Kalaha og pressa


Heitasta æðið hér um slóðir er fjölbreytilegt eftir áhugasviðum og sérsviðum heimilismeðlima. Það sem Baldur er hvað mest upptekinn að núna er að taka nokkur vel valin hopp af fimm metra brettinu hérna hinu megin við götuna. Þetta byrjuðum við að fikra okkur áfram með sl. sunnudag og þörfin eftir frekari hoppum varð svo knýjandi að fara varð í laugina eftir skóla í vikunni, sem er nú ekki alvanalegt.


Þegar Ásta er ekki að göndlast með hamsturinn sinn er Kalaha kúluspilið í miklum metum. Á hverju kvöldi velur hún eitt spil fram yfir lestur bókar. Og ég verð að segja að hún er nokkuð slungin litla lúsin, er oft með lærvísleg plön í gangi.


Gamla settið er ekki eins ævintýralegt í dillum sínum, en Philips safapressan kemur þó sterk inn sem skemmtileg viðbót við blandarann.

Ummæli

murta sagði…
Ég á einmitt smoothie maker sem ég er mjög hrifin af, eiginlega eina leiðin til að fá mig til að borða ávexti er að þrusa þeim þar í gegn með nokkrum klökum. En það er ekki það sem ég er að skoða, ég sé að Suðurbrautin er til sölu. Eruð þið sumsé búin að ákveða framtíðarvist hjá dönskum?

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað