Fara í aðalinnihald

5 metrar, Kalaha og pressa


Heitasta æðið hér um slóðir er fjölbreytilegt eftir áhugasviðum og sérsviðum heimilismeðlima. Það sem Baldur er hvað mest upptekinn að núna er að taka nokkur vel valin hopp af fimm metra brettinu hérna hinu megin við götuna. Þetta byrjuðum við að fikra okkur áfram með sl. sunnudag og þörfin eftir frekari hoppum varð svo knýjandi að fara varð í laugina eftir skóla í vikunni, sem er nú ekki alvanalegt.


Þegar Ásta er ekki að göndlast með hamsturinn sinn er Kalaha kúluspilið í miklum metum. Á hverju kvöldi velur hún eitt spil fram yfir lestur bókar. Og ég verð að segja að hún er nokkuð slungin litla lúsin, er oft með lærvísleg plön í gangi.


Gamla settið er ekki eins ævintýralegt í dillum sínum, en Philips safapressan kemur þó sterk inn sem skemmtileg viðbót við blandarann.

Ummæli

murta sagði…
Ég á einmitt smoothie maker sem ég er mjög hrifin af, eiginlega eina leiðin til að fá mig til að borða ávexti er að þrusa þeim þar í gegn með nokkrum klökum. En það er ekki það sem ég er að skoða, ég sé að Suðurbrautin er til sölu. Eruð þið sumsé búin að ákveða framtíðarvist hjá dönskum?

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.