Fara í aðalinnihald

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar
Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi


Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa
Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin
(ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum")
Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst.
(ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...)
ÁL: Það er kúkafýla
(sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss)
ÁL: Pabbi, það er vond lykt. Lyktar af kúk.
(þá geta allir ekki annað en hlegið)

Karlgreyið fékk ansi hreint laumuleg augnráðin þegar hann gekk svo framhjá að loknum skylduverkunum. Ég fer ekki í smáatriðin og hina hræðilegu upplifun sem kom í kjölfarið af því að þurfa svo að fara þarna inn og leyfa Ástu að pissa. Það þarf nú venjulega mikið til að valda velgju hjá mér en úfffff, hvað var í gangi þarna. Þetta mun vera brennt í lyktarskynstöðvar gráa massans um aldur og eilífð, þokkalega

Ummæli

Unknown sagði…
Var þetta nokkuð DSB IC3 lestargerðin?

Þær hafa hræðilegt klósett-usability. Ég tók einmitt úttekt á þessu og ætlaði að blogga en sú færsla varð of margslunging í eðli sínu og kláraðist því aldrei.

Þú getur séð þetta hérna:http://flickr.com/search/?q=usability&w=26414632@N00

Það er greinilegt á fyrstu myndinni að stjórnborð þessa salernis er allt of flókið fyrir venjulegan notanda. Hvor takkinn sturtar niður og hvor er neyðarhnappurinn? Besta að prófa...

Nú og svo er það til að læsa, þá er ekki nóg að ýta á einn hnapp heldur þarf að eiga sér stað ákveðin samsetning aðgerða sem enda með rauðu ljósi ef þú ert heppinn. Það er þó auðvelt að halda að klósetteiningin sé rammgerlega læst þegar það blikkar grænt en þar veður notandinn í villu og svima sbr. maðurinn í sögunni þinni.

Þegar kemur að því að þvo hendur tekur við önnur áskorun. Hvort er það svarti takkinn uppi eða rauði n iðri sem skrúfar frá? Eða stoppar kannsi lestin?

Þetta er allt mjög margslungið.

það er líka mjög gaman að ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið að setja myndirnar mínar á vef áhugamanna um klósett í farþegarlestum (passenger train toilets group) sem er efalaust einstakt fyrir Íslending að vera í þessum hópi.

ps. takk fyrir skilaboðin um helgina. Mér leið svolítið eins og Nostradamusi að sjá framtíðarsýnir verða að veruleika - spennandi ;)

Bestu kveðjur,
Jónas

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var