- Staðsetning: Suðurbraut 16, Hafnarfirði á 4. hæð, rétt við suðurbæjarlaugina
 - Fermetrar: 91 í heildina, 86 íbúð með 5 fm geymslu á jarðhæð
 - Herbergi: 2 svefnherbergi og stofa = 3 herb
 - Svalir: Rúmgóðar (margra grilla) svalir sem snúa út að faxaflóa með útsýni upp á snæfellsjökul
 - Endurbætur: Baðherbergi endurnýjað vorið 2005, blokk múrviðgerð, máluð ofl 2005
 
Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.   Meira segja myndir  en mörg orð...          
Ummæli