Snigillinn sagði: Enn eitt kvöldið fékk ég bæjarleyfi og því var haldið niður í miðbæ Kaupmannahafnar. Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég myndi fara á tónleika með Anne Linnet í nóvember og þeir voru einmitt á laugardagskvöldið. Íris og Magga voru hér hjá okkur og við nutum samvista við þær á milli þess sem þær sóttu tónleikastaði heim. Takk kærlega fyrir komuna, stúlkur. Við vonum að heimferðin hafi gengið vel! En aftur að laugardagskvöldinu ..... sem var frábært. Anne Linnet er hreinlega frábær tónlistarmaður. Krafturinn í henni og frá er ótrúlegur og því voru tónleikarnir heilmikil upplifun. Það er svo gaman að heyra Anne segja frá t.d. skýjum, hegðun fugla, upplifun af vatni og afbrýðissemi á hátt sem fær mann til að nánast upplifa lýsinguna hennar. Anne hefur víst ekki farið ávallt troðnar slóðir í lífinu, og þar af leiðandi er tónlistin hennar undir miklum áhrifum af því. Platan "Her hos mig" sem kom út í október fer með mann í gegnum heila sögu sem hún skýrir svo...