Það er morgunmatur og hefðbundin morgunverk. Spjall og slökun. Von er á Machteld og nýsjálenska sjóliðanum Mike, en hann verður frumsýndur tengdaforeldrunum í dag. Þau eru að vonum spennt að hitta þennan sjómann í Breska hernum sem siglir um höfin blá í mánaðarvís. Morgunverðurinn teygir sig yfir í kaffisamsæti. Jelte slær í gegn með kynningu á gömlum spilum og leikjum sem spiluð voru á æskuheimilinu. Kubbaleikurinn skorar mjög hátt og er spilaður aftur og aftur. Skakkaturnsspilið og bjöllupúslið er líka vinsælt.
Við tökum göngu í garðinum og nú er hægt að spila fótbolta á afgirtum sparkvelli. Það eru allir með og sviti sprettur af ennum fólks, ójá. Það er rölt heim á leið og ég og systurnar bregðum okkur í kjörbúðina að versla inn fyrir matinn því við vildum launa gestrisnina með því að malla Lasagne fyrir mannskapinn. Það heppnaðist bara nokkuð vel og var Paula tvöfalt ánægð með matinn: fannst þetta rosa gott og svo þurfti hún ekki að elda ...
Þá var kominn tími á það sem ungviðið hafði lengi beðið eftir:tívolí. Og þvílík ljósadýrð, hljóð og spennandi möguleikar. Fyrsta verk var að taka hring á óskatækjunum sem höfðu verið sérvalin í spæjaraferð gærkvöldsins. Og meira til; Sjef var duglegur að grípa börnin og far með í tæki, m.a. draugahús og hringekju með Baldri. Músaborgin var merkileg í sjón - og þef.
Ég fann að jafnvægisskynið var augljóslega eitthvað þverrandi með árunum því þeytivindu-Jókerinn gerði mig hálfvaltann á meðan Baldur hljóp beint út gallvaskur og sagði: fáum okkur Candyflos!
Við lukum ferðum okkar um tívolíið með smáhesta reið og tónleikum, sem voru nokkuð merkilegir. Fyrir framan sviðið var n.k. símaklefi þar sem fólk steig upp og hringdi upp á svið og bað um óskalag. Svolítið eins og Sniglabandið gerði í útvarpinu.
Það fóru allir sáttir og þreyttir í rúmið eftir þennan góða og viðburðaríka dag.
Við tökum göngu í garðinum og nú er hægt að spila fótbolta á afgirtum sparkvelli. Það eru allir með og sviti sprettur af ennum fólks, ójá. Það er rölt heim á leið og ég og systurnar bregðum okkur í kjörbúðina að versla inn fyrir matinn því við vildum launa gestrisnina með því að malla Lasagne fyrir mannskapinn. Það heppnaðist bara nokkuð vel og var Paula tvöfalt ánægð með matinn: fannst þetta rosa gott og svo þurfti hún ekki að elda ...
Þá var kominn tími á það sem ungviðið hafði lengi beðið eftir:tívolí. Og þvílík ljósadýrð, hljóð og spennandi möguleikar. Fyrsta verk var að taka hring á óskatækjunum sem höfðu verið sérvalin í spæjaraferð gærkvöldsins. Og meira til; Sjef var duglegur að grípa börnin og far með í tæki, m.a. draugahús og hringekju með Baldri. Músaborgin var merkileg í sjón - og þef.
Ég fann að jafnvægisskynið var augljóslega eitthvað þverrandi með árunum því þeytivindu-Jókerinn gerði mig hálfvaltann á meðan Baldur hljóp beint út gallvaskur og sagði: fáum okkur Candyflos!
Við lukum ferðum okkar um tívolíið með smáhesta reið og tónleikum, sem voru nokkuð merkilegir. Fyrir framan sviðið var n.k. símaklefi þar sem fólk steig upp og hringdi upp á svið og bað um óskalag. Svolítið eins og Sniglabandið gerði í útvarpinu.
Það fóru allir sáttir og þreyttir í rúmið eftir þennan góða og viðburðaríka dag.
Ummæli