Þrátt fyrir göfug fyrirheit var seint skriðið á fætur. Regn næturinnar að klárast um hádegisbilið og sólin skríður fram um elið og við rúllum af stað í áttina að sjálfri London. Mann- og götulífið fer að taka á sig æ áhugaverðari blæ eftir því sem við nálgumst Brixton. Chauser road reynist auðveld viðureignar í bílastæðamálum og áður en við vitum af situm við upp á annarri hæð í þristinum á leið til Trafalquare square.
Hér er dágóð mauraþúfa. Express pizza verður fyrsta menningarlega stopp okkar með bókarbúðakaffibaukum í hendi á eftir. Allar orkustöðvar eru nú fullhlaðnar og við ákveðum að taka ferðamannastrætóferð til að sjá nú sem mest á okkar stutta viðverutíma hér í bæ. Og sjá, hér sjáum við öll helstu merkisstaði Lundúna í einni bunu. Stórmerk borg með mikla sögu sem þarfnast þónokkurra heimsókna í viðbót til að sjúga inn allt það sem í boði er. Dagsheimsókn okkar var ágætis smakk.
Við rúllum svo til baka í þristinum þegar kvölda tekur. Það eru margar merkisbúllur á leiðinni heim sem vert er að nefna: PFC (Perfect Fried Chicken), BFC (Best? Fried Chicken) ofl. Við tökum hins vegar Thai með okkur heim í East Grinstead. Heima bíða okkar skilaboð á dyrinni. Það er frá hinu viðkvæma japanska blómi, sem er nágranni okkar á hostelinu. Hin líflegu börn okkar voru víst fullmikið innlegg inn í hinn daglega rytma. Bað vinsamlegast um grið. Kannski passlegt að við séum á förum til Brussel á morgun. Við sáum til þess að sérstaklega rólega og hljóðlega væri farið um þetta kvöldið.
Það er svo badmintonumferð fyrir háttinn og svo tekur við pökkun fyrir Brussel ferð morgundagsins. Ásta er í raun að pakka niður fyrir brottflutning þar sem gistiheimilið á að loka í júlílok. Og þá er pakkað. Sumir lengur en aðrir. Sumir fram á morgun. Já það er í mörg horn að líta og passa upp á.
Hér er dágóð mauraþúfa. Express pizza verður fyrsta menningarlega stopp okkar með bókarbúðakaffibaukum í hendi á eftir. Allar orkustöðvar eru nú fullhlaðnar og við ákveðum að taka ferðamannastrætóferð til að sjá nú sem mest á okkar stutta viðverutíma hér í bæ. Og sjá, hér sjáum við öll helstu merkisstaði Lundúna í einni bunu. Stórmerk borg með mikla sögu sem þarfnast þónokkurra heimsókna í viðbót til að sjúga inn allt það sem í boði er. Dagsheimsókn okkar var ágætis smakk.
Við rúllum svo til baka í þristinum þegar kvölda tekur. Það eru margar merkisbúllur á leiðinni heim sem vert er að nefna: PFC (Perfect Fried Chicken), BFC (Best? Fried Chicken) ofl. Við tökum hins vegar Thai með okkur heim í East Grinstead. Heima bíða okkar skilaboð á dyrinni. Það er frá hinu viðkvæma japanska blómi, sem er nágranni okkar á hostelinu. Hin líflegu börn okkar voru víst fullmikið innlegg inn í hinn daglega rytma. Bað vinsamlegast um grið. Kannski passlegt að við séum á förum til Brussel á morgun. Við sáum til þess að sérstaklega rólega og hljóðlega væri farið um þetta kvöldið.
Það er svo badmintonumferð fyrir háttinn og svo tekur við pökkun fyrir Brussel ferð morgundagsins. Ásta er í raun að pakka niður fyrir brottflutning þar sem gistiheimilið á að loka í júlílok. Og þá er pakkað. Sumir lengur en aðrir. Sumir fram á morgun. Já það er í mörg horn að líta og passa upp á.
Ummæli