Það er uppdúkað dýrindis hlaðborð sem tekur á móti okkur um morguninn. Baldri Frey og Ástu Lísu líkar það alls ekki illa, svo ekki sé meira sagt. Ardy kemur svo um 11 og það eru rifjaðir upp gamlir tímar og minningar. Við tökum svo göngu um bæinn og skoðum margar merkilegar verslanir með notað og nýtt frá mörgum heimshornum. Áður en við kveðjum fersum við kaup á Gwotel skónum góðu frá Mongólíu, bæði einstaklega flottir og hlýir skór til styrktar góðu málefni. Grípum svo kaffi og brauðmeti í bílinn til að hafa alla metta á leiðinni til Amsterdam.
Ferðin gengur svona stórvel, fyrir utan smá krúsidúllur við að komast út úr Tilburg. Við erum mætt á áætluðum tíma kl 17 og komum húsráðendum í opna skjöldu með slíkri svínslegri stundvísi. Óli og Silla koma skjótt af nærliggjandi kaffihúsi og hjálpa okkur með draslið upp í rjáfur. Þau svífa um með þaulæfð handtök og endurinnrétta íbúðina á núllkommafimm. Hana, þá er búið að koma 5 í viðbót fyrir í litlu og huggulegri íbúðinni með þakglugga og det hele.
Spagetti carbonada er galdrað fram á mettíma og leyft að setjast hæfilega til í meltingaveginum með góðri kvöldgöngu um hverfið þar sem við fáum nasasjón af húsbátum, síkjum og öllu því sem einkennir Amsterdam. Við ljúkum kvöldinu við spjall, snakk og drykki. Spennandi dagur framundan....
Ferðin gengur svona stórvel, fyrir utan smá krúsidúllur við að komast út úr Tilburg. Við erum mætt á áætluðum tíma kl 17 og komum húsráðendum í opna skjöldu með slíkri svínslegri stundvísi. Óli og Silla koma skjótt af nærliggjandi kaffihúsi og hjálpa okkur með draslið upp í rjáfur. Þau svífa um með þaulæfð handtök og endurinnrétta íbúðina á núllkommafimm. Hana, þá er búið að koma 5 í viðbót fyrir í litlu og huggulegri íbúðinni með þakglugga og det hele.
Spagetti carbonada er galdrað fram á mettíma og leyft að setjast hæfilega til í meltingaveginum með góðri kvöldgöngu um hverfið þar sem við fáum nasasjón af húsbátum, síkjum og öllu því sem einkennir Amsterdam. Við ljúkum kvöldinu við spjall, snakk og drykki. Spennandi dagur framundan....
Ummæli