Fara í aðalinnihald

Á vegum úti - D3: England, Crowford

Skrölt á fætur um 10 leytið. Bað og badminton á línuna úti í blíðunni. Við ákveðum að skella okkur í smá bíltúr til Crowford. Heldur heitt hjá okkur. Ekki úr vegi að versla eina þykka vetrarúlpu í Marks og Spencer. Annars er fátt annað fýsilegt en að setjast í bláhornið á hinum margverðlauna garði Crowley með kaffi og nesti. Hér verður vendipunktur í tækjasögu unviðisins þegar langþráður draumur Baldurs Freyrs verður að veruleika: hann kaupir sér Nitendo DS fyrir uppsafnaðan sarp sjóð sinn. Pöntunarlistabúðin Argos við hlið garðsins reyndist hafa góð verð á græjunum. Og hamingjan og gleðin leynir sér ekki. Nú geta allir lagst rólegir niður og sólað sig...

Hér gengur maður framhjá og prumpar með ógurlegum óhljóðum. Steinkasti frá mér engjast tvær gelgjur í flisskasti. Veit ekki hvort það er þarmaþefurinn, hitinn eða hreinlega menningarlegur margbreytileikinn, en ég er að horfa á þrífættann hund draga hjólastól. Hlýtur að vera nýtt met í minnihlutahóp.

Á bakastíminu kaupi ég tvær lyklakippur af Batman til styrktar börnum. Hanna rekur endahnútinn á símavangaveltur sínar og skellir sér á allpæjulegann Samsung snertisíma. Ég sötra ískaffið af áfergju á meðan kaupferlið fram og fæ ennisfreða að launum.

Við komuna til Tobias skellum við okkur beint í High Tea með skones og öllu tilheyrandi í tilefni 30 ára afmælis skólans. Mætum í svakalega fínt uppdekkað enskt teboð með fínerís postulíni, te og veitingum. Það er hóað inn í bakgarð þar sem hátiðarávörp eru flutt. Krakkarnir eru furðurólegir og halda alveg næstum út fram að freyðivínsskál og kökuskurði. Þau skjóta sér út á tún en koma svo til baka í kökusneið. Ásta Lisa nær að reka svona hressilega við á plaststól, sem gefur kröftug magnaraáhrif. Konan á næsta borði brosir til okkar. Síðar spyr hún hvort við ættum þessi kröftugu börn. Ha, hugsum við Hanna bæði. Þau eru búin að vera svo ótrúlega róleg og hálfósýnileg hérna? Nújá, kannski kraftprumpið hafi verið ástæðan....

Maður hittir margt merkilegt og áhugavert fólk þessa dagana. Ofarlega i huga er frú berfætt-brjóstahaldaralausa-og-bláttáfram. Hún er sjaldan þögul og stikar um berfætt og spjallar við allt og alla um alla mögulega hluti. Og liggur ekki á skoðunum sínum en er rosalega indæl kona.

Eftir kvöldmatinn rennur upp langþráð jómfrúarspilamennska Nitendo og það er tekin badmintonsyrpa fram í myrkur. Stillan og hitastigið myndar kjöraðstöðu fyrir badmintonæðið sem hér geysar

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.