... hvað það er gott að vera kominn heim!
Að rúlla inn á lestarstöðina í Skodsborg í glampandi haustsólinni með útsýnið yfir Eyrarsundið var róandi og góð tilfinning. Að stíga inn á parketlagt heimilið í stað hótelteppanna var góð tilfinning. Að hita sér grænmetissúpu og hýðishrísgrjón var endurnærandi. Að skera niður nýbakaða hjónabandssæluna og setja í frysti færði mig aftur til baka á rétta braut. Ég er kominn heim!
Að vera einangraður í 4 sólarhringa á Hóteli í Bandaríkjunum missir sjarma sinn þegar vinnudagarnir teygja sig milli sólarupprásar og sólarlags. Leið bara eins og moldvörpu að skríða upp úr holu í gær þegar ég var utandyra í dagsbirtunni. Nú er bara að ná aftur Danmerkurtaktinum á ný...
Að rúlla inn á lestarstöðina í Skodsborg í glampandi haustsólinni með útsýnið yfir Eyrarsundið var róandi og góð tilfinning. Að stíga inn á parketlagt heimilið í stað hótelteppanna var góð tilfinning. Að hita sér grænmetissúpu og hýðishrísgrjón var endurnærandi. Að skera niður nýbakaða hjónabandssæluna og setja í frysti færði mig aftur til baka á rétta braut. Ég er kominn heim!
Að vera einangraður í 4 sólarhringa á Hóteli í Bandaríkjunum missir sjarma sinn þegar vinnudagarnir teygja sig milli sólarupprásar og sólarlags. Leið bara eins og moldvörpu að skríða upp úr holu í gær þegar ég var utandyra í dagsbirtunni. Nú er bara að ná aftur Danmerkurtaktinum á ný...
Ummæli