Þá er litla skvísa orðin 4 ára!
Við hófum daginn með uppdekkuðu borði, kertaljósi, brauðmeti og svo súkkulaðiköku með íssneið. Hvernig væri að hafa alla morgunmata upp á þennan máta? Gjafastund var næst á dagskrá og það var aldeilis fjör í tuskunum þegar barnavagninn, skiptisettið og dúkkan voru tekin upp. Litla mamman varð rosa glöð og það varð eiginlega mesta basl að komast af stað út úr húsi í leikskólann. Var bara svo mikið að gera í mömmó.
Nokkurs konar fiskibollur voru með í för upp í leikskóla, en það voru brauðbollur með hlaup-fiskum sem Ásta deildi út til hinna krakkanna með miklu stolti. Þau fengu að syngja afmælissönginn en hann var bæði afþakkaður á heimaslóðum sem og í leikfimitímanum seinni partinn.
Ætli við förum ekki í 2. hluta súkkulaðikökunnar innan skamms. Spurning með rjómaafbrigði í þetta skiptið....
Við hófum daginn með uppdekkuðu borði, kertaljósi, brauðmeti og svo súkkulaðiköku með íssneið. Hvernig væri að hafa alla morgunmata upp á þennan máta? Gjafastund var næst á dagskrá og það var aldeilis fjör í tuskunum þegar barnavagninn, skiptisettið og dúkkan voru tekin upp. Litla mamman varð rosa glöð og það varð eiginlega mesta basl að komast af stað út úr húsi í leikskólann. Var bara svo mikið að gera í mömmó.
Nokkurs konar fiskibollur voru með í för upp í leikskóla, en það voru brauðbollur með hlaup-fiskum sem Ásta deildi út til hinna krakkanna með miklu stolti. Þau fengu að syngja afmælissönginn en hann var bæði afþakkaður á heimaslóðum sem og í leikfimitímanum seinni partinn.
Ætli við förum ekki í 2. hluta súkkulaðikökunnar innan skamms. Spurning með rjómaafbrigði í þetta skiptið....
Ummæli
Kveðja Kolla
ást frá nörrebro
Kolbeinn og Dagný