Sunnudaginn 19. Okt var nóg að gera. Pabbi í heimsókn og ég þvældist milli strætóstoppanna við E47 hraðbrautina til að reyna að finna Sigrúnu, Nínu og Vilhjálm eftir að ég hafði farið í Brede bakaríið. Við snæddum ljúfan dögurð og ræddum um heima og geima til kl eitt þegar ég skutlaði hresinunni niður á stöð. Stuttu síðar brunuðum við litla fjölskylda niður á flugvöll til að skila mér í Terminal 2 sem fyrsta stopp til Redmond.
Ferðin hófst sem fyrr með innritun hjá SAS og öryggisskoðun í gegnum hraðbrautina, ansi gott að geta sparað sér smá tíma. Að venju var allt snuðrulaust í innritun og öryggisskoðuninni þannig að þá var bara að fá sér smá matarbita fyrir flugið.
Um borð var rafmagnstengið í sætinu eitthvað að stríða mér þannig að ég óttaðist að rafhlaðan kláraðist í fartölvunni og myndi stöðva vinnuflæðið. Ég var nefnilega líka að lesa mér til um námskeiðið til að vera svolítið undirbúinn. Sólbakaði flugþjóns-Svíinn reddaði þessu með því að koma með þær lykilupplýsingar að rafkerfið í stólunum væri ekki byggt fyrir nýju (síðustu 1-2 ára) módelin af fartölvum því rafhlöðurnar væru of öflugar. Ég tók rafhlöðuna úr og þá var allt í góðu.
Að lokinni þéttri 5 tíma eða svo vinnulotu ákvað ég að slaka aðeins á og kíkja á eina bíómynd. Ekki var margt óséð í boði og ég ákvað að kíkja á eina ævintýramynd, Indiana Jones 4 - krystalshauskúpan. Þvílík vonbrigði! Ég hafði vonast til að geta slakað vel á yfir góðri ævintýradellu en kannski voru vonir mínar of háar en mér kom á óvart hvað mér fannst þetta mikil B-mynd. Ég hefði búist við mun betri leik og flæði, komandi frá Lucas/Spielberg. Ég taldi mig vita hvað í vændum var eins og maður veit að James Bond er daður, fáranlegir bílaeltingaleikir, vondi kallinn og allt það. En nei, þetta var hreinlega pirrandi og pínleg upplifun. Fannst leikurinn vondur og flæðið hikstandi og pínlegt. Tímasóun.
En maður náði að drepa tímann á leið til Seattle og innan tíðar nálgaðist Tacoma flugvöllurinn, smátt og smátt...
Ferðin hófst sem fyrr með innritun hjá SAS og öryggisskoðun í gegnum hraðbrautina, ansi gott að geta sparað sér smá tíma. Að venju var allt snuðrulaust í innritun og öryggisskoðuninni þannig að þá var bara að fá sér smá matarbita fyrir flugið.
Um borð var rafmagnstengið í sætinu eitthvað að stríða mér þannig að ég óttaðist að rafhlaðan kláraðist í fartölvunni og myndi stöðva vinnuflæðið. Ég var nefnilega líka að lesa mér til um námskeiðið til að vera svolítið undirbúinn. Sólbakaði flugþjóns-Svíinn reddaði þessu með því að koma með þær lykilupplýsingar að rafkerfið í stólunum væri ekki byggt fyrir nýju (síðustu 1-2 ára) módelin af fartölvum því rafhlöðurnar væru of öflugar. Ég tók rafhlöðuna úr og þá var allt í góðu.
Að lokinni þéttri 5 tíma eða svo vinnulotu ákvað ég að slaka aðeins á og kíkja á eina bíómynd. Ekki var margt óséð í boði og ég ákvað að kíkja á eina ævintýramynd, Indiana Jones 4 - krystalshauskúpan. Þvílík vonbrigði! Ég hafði vonast til að geta slakað vel á yfir góðri ævintýradellu en kannski voru vonir mínar of háar en mér kom á óvart hvað mér fannst þetta mikil B-mynd. Ég hefði búist við mun betri leik og flæði, komandi frá Lucas/Spielberg. Ég taldi mig vita hvað í vændum var eins og maður veit að James Bond er daður, fáranlegir bílaeltingaleikir, vondi kallinn og allt það. En nei, þetta var hreinlega pirrandi og pínleg upplifun. Fannst leikurinn vondur og flæðið hikstandi og pínlegt. Tímasóun.
En maður náði að drepa tímann á leið til Seattle og innan tíðar nálgaðist Tacoma flugvöllurinn, smátt og smátt...
Ummæli