Betri
Maður á alltaf sínar betri hliðar, betri stundir og jafnvel betri helming. Minn betri helmingur á einmitt afmæli í dag. Hanna er 34 ára í dag og ber það stórvel sem fyrri daginn. Við erum búin að fá okkur morgunkaffi, söng og gjafir á þessum fallega haustdegi. En enn bíður stærsta gjöfin til hádegis; þá kemur Ásta systir til Danmerkur til rúmlega vikudvalar. Það er ekki laust við að stemningin sé góð hér á bæ í dag...
Ummæli