Ég er svo leið og ég er svo svekkt yfir því hvernig græðgin hefur sýnt sig í sinni verstu mynd í formi elskulegra bankastjóranna. Mánaðarlaunin sem þessir menn hafa fengið undanfarin ár "vegna velgengni bankanna og þeirra ábyrgðar sem þeir bera" eru svo svívirðilega há að enginn hefur gott af. Við erum ekki bara að tala um 2-3 milljónir heldur 20-30 milljónir og allt upp í rúmar 40 milljónir sem Bjarni Ármannsson fékk. Engu að síður finnst þeim ekki að þeir beri ábyrgð á þeirri stöðu sem Ísland er komið í! Við séum bara að upplifa stærstu heimskreppu sem upp hefur komið. Mikið rétt hjá þessum kjánum, og það eru kjánar sem í einfeldni sinni halda ef þeir bara loki augunum þá muni enginn sjá þá.
Hvert er landið okkar eiginlega komið? Hver verður framtíðin? Ætli við verðum bara áfram greyið Íslendingarnir sem endalaust berjast við mikilmennskubrjálæði og því verður að sýna þeim umburðarlyndi og samúð?
Hugur minn gagnvart heimferðar hefur snúist og helst langar mig bara e-ð enn lengra í burtu. Helst á stað þar sem ef ég aðspurð segist koma frá Íslandi þá verði viðbrögðin sem mér mæta "allright, and do you all live in snowhouses?"
Hvert er landið okkar eiginlega komið? Hver verður framtíðin? Ætli við verðum bara áfram greyið Íslendingarnir sem endalaust berjast við mikilmennskubrjálæði og því verður að sýna þeim umburðarlyndi og samúð?
Hugur minn gagnvart heimferðar hefur snúist og helst langar mig bara e-ð enn lengra í burtu. Helst á stað þar sem ef ég aðspurð segist koma frá Íslandi þá verði viðbrögðin sem mér mæta "allright, and do you all live in snowhouses?"
Ummæli
Já, það er ekki hægt að segja annað en að það sé speisað að flytja heim frá DK á þessum tímum :)
Í gær var meira að segja frétt á Stöð 2 þar sem farið var yfir helstu lönd sem Íslendingar gætu flúið til, skattamál varðandi innflutning og umsókn ríkisborgararéttinda. Magnað.
Það er eins og öll þjóðin sé með brotna sjálfsmynd. Annaðhvort erum við of mikið eða of lítið. Kunnum ekki bara að vera. Vera eitt land með öllum hinum. Týpískt sjálfsöryggisvandamál margfaldað með 300k.
Annars snjóaði í morgun og landið er fallegt eins og vanalega. Ég verð að segja samt að Ísland í kreppu er eiginlega fallegra en Ísland í neyslugeðveiki. Fólk er allt í einu farið að tala um samkennd og samvinnu. Að við þurfum að hjálpast að og huga að hvort öðru. Öll gömlu gildin snúa núna aftur. Fallegt bara í rauninni, verst að þetta þurfi að vera svona sársaukafull endurfæðing.
Bestu kveðjur í sæluna og matjurtagarð Nærumbúa.
Jónas & fjölsk.
Kveðja, Kolla