Þær eru ansi hreint margar góðar danskar kvikmyndirnar. Í gær sáum við eina af þeim: Arven. Þetta var sú síðasta sem við áttum eftir að sjá af þríleiknum hans Per Fly sem tekur fyrir hvert lagið fyrir sig í dönsku samfélagi (botninn, miðjuna og yfirstéttina). Sem er nokkuð mögnuð efnistök því það er almennt ekki viðurkennt að hér í landi sé viðloðandi stéttskipting.....
Það er skemmst frá því að segja að þetta er þrusugóð mynd líkt og hinar tvær en Arven tekur fyrir yfirstéttina. Bænken er samt sú sterkasta, það verður að segjast. Ekki síst fyrir tilstilli Jesper Christiansen sem er vægast sagt magnaður sem róninn Kaj.
Fyrir þau ykkar sem hafa ekki uppgötvað galdra danskrar kvikmyndagerðar og leiklistar ættu að taka nokkrar stikkprufur eins á myndum eins og: Prag, Kærlighed på film (ROSALEG!), Efter bryllupet, Grønne slagtere ofl ofl
Ummæli