Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2008

Afmæli

Þá er litla skvísa orðin 4 ára! Við hófum daginn með uppdekkuðu borði, kertaljósi, brauðmeti og svo súkkulaðiköku með íssneið. Hvernig væri að hafa alla morgunmata upp á þennan máta? Gjafastund var næst á dagskrá og það var aldeilis fjör í tuskunum þegar barnavagninn, skiptisettið og dúkkan voru tekin upp. Litla mamman varð rosa glöð og það varð eiginlega mesta basl að komast af stað út úr húsi í leikskólann. Var bara svo mikið að gera í mömmó. Nokkurs konar fiskibollur voru með í för upp í leikskóla, en það voru brauðbollur með hlaup-fiskum sem Ásta deildi út til hinna krakkanna með miklu stolti. Þau fengu að syngja afmælissönginn en hann var bæði afþakkaður á heimaslóðum sem og í leikfimitímanum seinni partinn. Ætli við förum ekki í 2. hluta súkkulaðikökunnar innan skamms. Spurning með rjómaafbrigði í þetta skiptið....

Dögurður og flugferð

Sunnudaginn 19. Okt var nóg að gera. Pabbi í heimsókn og ég þvældist milli strætóstoppanna við E47 hraðbrautina til að reyna að finna Sigrúnu, Nínu og Vilhjálm eftir að ég hafði farið í Brede bakaríið. Við snæddum ljúfan dögurð og ræddum um heima og geima til kl eitt þegar ég skutlaði hresinunni niður á stöð. Stuttu síðar brunuðum við litla fjölskylda niður á flugvöll til að skila mér í Terminal 2 sem fyrsta stopp til Redmond. Ferðin hófst sem fyrr með innritun hjá SAS og öryggisskoðun í gegnum hraðbrautina , ansi gott að geta sparað sér smá tíma. Að venju var allt snuðrulaust í innritun og öryggisskoðuninni þannig að þá var bara að fá sér smá matarbita fyrir flugið. Um borð var rafmagnstengið í sætinu eitthvað að stríða mér þannig að ég óttaðist að rafhlaðan kláraðist í fartölvunni og myndi stöðva vinnuflæðið. Ég var nefnilega líka að lesa mér til um námskeiðið til að vera svolítið undirbúinn. Sólbakaði flugþjóns-Svíinn reddaði þessu með því að koma með þær lykilupplýsingar að rafkerf...

Vá...

... hvað það er gott að vera kominn heim! Að rúlla inn á lestarstöðina í Skodsborg í glampandi haustsólinni með útsýnið yfir Eyrarsundið var róandi og góð tilfinning. Að stíga inn á parketlagt heimilið í stað hótelteppanna var góð tilfinning. Að hita sér grænmetissúpu og hýðishrísgrjón var endurnærandi. Að skera niður nýbakaða hjónabandssæluna og setja í frysti færði mig aftur til baka á rétta braut. Ég er kominn heim! Að vera einangraður í 4 sólarhringa á Hóteli í Bandaríkjunum missir sjarma sinn þegar vinnudagarnir teygja sig milli sólarupprásar og sólarlags. Leið bara eins og moldvörpu að skríða upp úr holu í gær þegar ég var utandyra í dagsbirtunni. Nú er bara að ná aftur Danmerkurtaktinum á ný...

Djö....

Ég er svo leið og ég er svo svekkt yfir því hvernig græðgin hefur sýnt sig í sinni verstu mynd í formi elskulegra bankastjóranna. Mánaðarlaunin sem þessir menn hafa fengið undanfarin ár "vegna velgengni bankanna og þeirra ábyrgðar sem þeir bera" eru svo svívirðilega há að enginn hefur gott af. Við erum ekki bara að tala um 2-3 milljónir heldur 20-30 milljónir og allt upp í rúmar 40 milljónir sem Bjarni Ármannsson fékk. Engu að síður finnst þeim ekki að þeir beri ábyrgð á þeirri stöðu sem Ísland er komið í! Við séum bara að upplifa stærstu heimskreppu sem upp hefur komið. Mikið rétt hjá þessum kjánum, og það eru kjánar sem í einfeldni sinni halda ef þeir bara loki augunum þá muni enginn sjá þá. Hvert er landið okkar eiginlega komið? Hver verður framtíðin? Ætli við verðum bara áfram greyið Íslendingarnir sem endalaust berjast við mikilmennskubrjálæði og því verður að sýna þeim umburðarlyndi og samúð? Hugur minn gagnvart heimferðar hefur snúist og helst langar mig bara e-ð enn l...

Blautt

Mikið ætlar að rigna í dag, það er bara búið að sullast niður linnulaust. Frekar svona haustlegt að verða, sérstaklega þegar það gustar aðeins. Þá fyllast göngustígar og bílastæði af laufblöðum, hnetum og smágreinum. Við Baldur höldum okkur innandyra í dag og perlum, málum og föndrum. Reyndar fórum við upp í sundlaug áðan þar sem Baldur svamlaði um í vikulegu æfingaprógrammi Sölleröd Svömklub. Annars erum við bara inni að dúlla okkur. Kvennadeildin er að heiman. Hanna og Ásta eru niðri í Forum á heilsumessu þar sem þær eru væntanlega orðnar gríðarlega fróðar og innblásnar af öllu þar sem þar er í boði. Kannksi eru þær komnar í kukl og naga hrafnsvængi í reikiheilunarherberginu þar sem árunuddarinn fer hamförum... Ásta Lísa fór til Ölmu upp úr 11 og hefur ekki snúið aftur. Ég tékkaði á henni kl 12:15 og það varð úr að hún myndi skila sér eða verða skilað þegar þær stöllur fengju nóg af hverri annarri. Það verður víst ekki strax myndi ég halda þar sem þær eru að vinna upp skort á samleik...

Betri

Maður á alltaf sínar betri hliðar, betri stundir og jafnvel betri helming. Minn betri helmingur á einmitt afmæli í dag. Hanna er 34 ára í dag og ber það stórvel sem fyrri daginn. Við erum búin að fá okkur morgunkaffi, söng og gjafir á þessum fallega haustdegi. En enn bíður stærsta gjöfin til hádegis; þá kemur Ásta systir til Danmerkur til rúmlega vikudvalar. Það er ekki laust við að stemningin sé góð hér á bæ í dag...

Vatnaveröld

Makedóníuferð - dagur 2 (18.9.2008) Það var ræs 10 og rölt inn í bæinn. Marjan var með áætlanir eins og fyrri daginn. Við fórum í kruðerísbúllu sem átti að þykja framreiða besta burek-ið í bænum. Það var því tekið burek og jógúrt á línuna. Þetta er mjög hefðbundið í balkanlöndunum og er frekar feitt deig með alls kyns fyllingum s.s. kjöti, spínati og osti. Við fórum í ostinn og erum við því komin í undirtegundina zeljanica. Með svona ballest í maganum voru allir klárir í slaginn og við skelltum okkur í bílana. Áfangastaðurinn var syðri endi Orhid vatnsins þar sem fallegt svæði er með uppsprettum og klaustri heilags Naum. Að venju var vegurinn hlykkjóttur með eindæmum og við borguðum fyrir að leggja á grasi gróin og hálftóm bílastæðin. Ferðatíminn er greinilega búinn því ekki var troðningurinn hér í gangi. Samt voru ekki svo mörg skörð í sölubásunum, nema kannski í kebab deildinni sem var lokuð. Við byrjuðum á að skoða kirkjuna og klaustrið kennt við heilagan Naum. Þetta er eins og marg...

Myndir frá Makedóníu

Jæja þá var ég að henda inn eins og 256 myndum og myndböndum frá ferðalagi okkar til Makedóníu 17-22. september. Gjörið svo vel og njótið myndrænnar frásagnarinnar...

Cross porter

Warrior/Effect You can send 1 monster you control to the Graveyard and Special Summon 1 "Neo-Spacian" monster fromyour hand. When this card is sent to the Graveyard, you can add 1 "Neo-Spacian" monster from your Deck to your hand. Þýðing og staðfæring óskast, ég er að missa tökin á tilverunni vegna Yu-Gi-Oh! æðisins sem tröllríður heimilinu þessar vikurnar.