Snigillinn sagði: Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að deila því með ykkur hvað það er sem vekur gleði mína. Í dag er rigning og er það fyrsta almennilega rigningin sem hefur komið síðan ég kom til landsins. Það hefur nefnilega verið ansi hlýtt svona þveröfugt við það sem hefur verið á Íslandi ;-) Ég vona samt að rigningin stadri aðeins stutt við því að á föstudagskvöldið mun elskuleg systir og vinkona, Sibbý Dögg Kayz mæta á svæðið. Og þar er komin ástæða fyrir gleði minni! Ég þakka veitta forvitni og tilgátur. En þetta með óléttuna, þá verð ég nú að segja að jafnmikið og ég elska börnin mín þá vona ég að sighlétt verði ég ekki í bráð. Nóg er nú samt. Ég sagði síðast að 2 jaxlar eru á leiðinn hjá ÁLF en þeir eru nú barasta 4. Einn í hverju hólfi. Í morgun er hún meira búin að naga snuðið en að sjúga það. En jæja hvað á ég nú að segja ykkur? Það hefur lítið gerst síðan síðast. Ég ætla nú að fara fljótlega að skoða atvinnur og skóla. Ég get kannski búist við því að geta farið að ger...