Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2006

Libba & tibba

Þá er komin helgi - aftur. Ótrúlegt hvað tíminn líður og ég enn ekki búin að segja ykkur frá hinu frábæra djammi sem fór fram um síðustu helgi. Takk kærlega Dagný og Peta - þið eruð gullmolar! Alltaf jafngaman að rifja upp Svíþjóðarferðina góðu hér um árið ;-) Það er nú alveg ótrúlegt (eða ekki) hér í borg að það eru Íslendingar út um allt. Djammið um síðustu helgi varð til dæmis eitt allsherjar Íslendingadjamm. Ísskápadruslan á heimilinu er að gefa upp öndina, rokkar frá -5 og allt upp í +10 og ég er ansi hrædd um að í þessum skrifuðu orðum að hann sé búinn að gefa upp öndina, því að hann hrekkur ekki í gang sama hvað ég slekk og skrúfa. Djö, djö, djö - það er ekki hægt að vera án ísskáps, sérstaklega ekki þegar ein allsherjarbúðarferð er nýyfirstaðin! Ég ætla bara að vona að jarðaberin og vínberin rölti sér ekki út af sjálfsdáðum í mótmælaskyni. Ég bið fyrir þurru veðri hér um helgina þar sem fyrirhuguð er bæjar- og dýragarðsferð. Mikið rætt og hugsað um Libbu & tibbu þessa daga...

Hönnudagur

daman sagði: Af og til gerist þess þörft að breyta út af rútínunni og það er einmitt það sem ég gerði í dag, alveg meðvitað.   Ásta Lísa er sem betur fer orðin hress og fór til dagmömmunnar í dag. Hún er nú reyndar orðin svo hress að hún er farin að öskra af heilmiklum krafti ef ekki farið að vilja hennar. Daman er því hreinlega orðin hin versti vargur og á víst ekki langt að sækja það. Ég minnist myndar af nöfnu hennar þar sem sú var orðin ansi rauð í framan sökum öskurs. Ég vona bara að hún verði jafnskapgóð og nafnan! Það var frí í leikskólanum hans Baldurs í dag vegna starfsdags og þar sem við vissum þetta með ágætum fyrirvara, þá var Fuz í fríi líka svo að þeir áttu feðgadag saman. Tókst hann með miklum ágætum og farið var í sund og fengið sér fransk hotdog. Fyrst ÁLF fór til dagmömmunnar gekk það upp í dagbókinni að ég fengi eitt stykki frídag og var hann vel þeginn. Ég var búin að ákveða að fara og kaupa mér föt. Spenningurinn sökum þess var svo mikill að skynsamlegri sundferð v...

Bandaríkjaför - Dagur 0

Ameríkufarinn sagði: Sunnudagurinn 12. mars rann upp og tími var kominn til að halda af stað til Ameríku. Nelly skutlaði mér niður á Skodsborg og hafði forláta ullarsokka við höndina. Sagði þá vera ómissandi í löngum flugum þar sem gott væri að fara úr skóm og fara í sokkana. Það reyndist svo alveg hárrétt. Innritun Ég stóð í hinni óendanlega löngu innritunarröð fyrir ameríkuflug í uþb þrjú korter en þetta hafðist fyrir rest. Ég last svolítið í námskeiðisbókinni á meðan ég silaðist áfram. Við Klaus keyptum okkur nokkra dollara og svo fórum við út í vél. Ég fékk sæti í miðjuröðinni við hliðina á móðir með 2 krakka á leið heim til USA. Greinilega af sænsku bergi brotin því börnin hétu Sven og Elsa en töluðu alveg ekta bandarísku. Og töluðu alveg heilmikið við mig um heima og geima. Flugfreyjur og flugþjónarnir drógu þá ályktun að ég væri pabbinn í þessari fjölskyldunni og ávörpuðu mig alltaf á sænsku. Flug Þetta reyndust rúmlega 9 klst flug sem leið bara nokkuð hratt. Kláraði námskeiðisb...

.... og hana nú

Bjarta sagði: fuglaflensa orðfæri spenna nú var ég að heyra að fuglaflensan hafi greinst hér í landi og ég veit ekki almennilega hvernig ég á að taka því - eða á ég að taka því á einhvern hátt?? ég bara spyr... Emma, 6 ára, sagði í hádeginu í dag: "Guilia, tænk hvis hele verden var lavet af is og chokolade!" Mér fannst þetta sætt og út frá þessu spunnust heilmiklar umræður. Mér fannst það hins vegar ekki eins sætt þegar hún sagði við mig síðar í matartímanum: "jeg synes at du skal klappe i" (sem er eins og að segja haltu kjafti á aðeins mildari hátt). Já blessað barnalánið! Þá er ekki úr vegi að koma með eina klósettsöguna enn af BFF. Kvöld eitt var hann kominn yfir strikið v. þreytu og grét því mikið. Við ræddum ástæðuna fyrir þessu og töluðum um að þegar manni liði illa, segði ljót orð og hagaði sér illa (s. þreytunnar) þá liði mann illa og sérstaklega í hjartanu. En þegar maður væri glaður og brosti þá yrði manni svo hlýtt í hjartanu. Hann sat svo á klósettinu no...

Langt um liðið...

Tíðindamaðurinn sagði: Já það fer að slaga í mánuðinn síðan við létum í okkur heyra hérna á vefnum. Það er þó ekki til marks um algert viðburðarleysi, síður en svo. Kvöld í borginni Það gekk allt að óskum með samvinnuverkefnið milli okkar Hönnu annars vegar og svo Hjartar og Dagnýar hinsvegar. Laugardaginn 25. febrúar komu þau skötuhjú neðan af Amager með hann Kolbein Hrafn og tóku við búi hér í Sölleröd meðan við skötuhjúin trilluðum okkur niður í bæ til fundar við Jónasi og Áslaugu á hinum stórgóða indverska veitingastað Bindia ( www.bindia.dk ). Við fengum að sofa í íbúðinni þeirra á Amager á meðan þau voru með gríslingana þrjá. Þetta gekk alveg eins og í lygasögu hjá Dagný og Hirti og heppnaðist kvöldið okkar frábærlega sem og sunnudagsröltið um miðbæinn með ljúffengu kaffistoppi. Á Íslandi Tæpri viku síðar fór Hanna af stað með gríslingana tvo til Íslands í fyrsta hluta Íslandsheimsóknarinnar. Ég var heima á meðan að vinna og reyna að finna nýjan takt eftir að hin daglega rútína b...