Fara í aðalinnihald

Færslur

Nýjar myndir

Ég fékk ávítur um helgina þar sem tíðni myndainnsetninga hér á vefinn þótti vera heldur döpur. Úr þessu hefur verið bætt og hér má sjá nokkrar myndir frá páskum , dagtúr í Fjölskyldu-og húsdýragarðinn ofl.

Baðherbergisframhaldssagan

Nú er loksins komið að því augnabliki þar sem við Hanna getum loksins sagt með góðri samvisku að endurnýjun baðherbergisins sé lokið ! Og þó fyrr hafi verið ! Þetta hefur alltaf tilhneigingu til að taka lengri tíma en maður hefði nokkurn tíman geta ímyndað sér og svo kemur alltaf eitthvað upp á. Pabbi og Jakob tengdó eiga þó stóran hluta í þessu baðherbergi enda voru þeir okkar helsta stoð og stytta í þessu öllu saman (lesist: var þrælað út).

Árshátíð

Um síðastliðna helgi var haldin árshátíð vinnustaðar míns, Mens Mentis . Þetta var dásamlega vel heppnað og skemmtilegt í alla staði. Þeir sem það kusu og höfðu svigrúm til fóru uppeftir á Hótel Skóga strax á föstudagskvöldinu, fóru í pottinn, gufuna, slökuðu á og tóku upp á mis snilldarlegum samkvæmisleikjum eftir því sem mér skildist. Við Hanna fórum hins vegar af stað á laugardagsmorgninum til að ná í tæka tíð á Byggðasafnið að Skógum þar sem fyrsta formlega samkoman var skipulögð. Súpa og brauð til að fylla magann, óendanlegur fjöldi merkilegra hluta úr fortíðinni á safninu til að metta hugann. Þetta er a.m.k. tveggja daga yfirferð ef vel á að vera. Þórður sjálfur kom og hreif alla vægast sagt með sér, enda mikill hvirfilbylur þar á ferð. Svo var brunað upp á Mýrdalsjökul í bongó blíðu í vélsleðaferð . Útsýnið var stórfenglegt og þetta var frábær stund þarna uppi í frostinu. Að sjálfsögðu náðum við Hanna þeim merka árangri að velta vélsleðanum með þeim afleiðingum að hann vildi...

Nýyrði?

Datt í hug orðið Hjalstöð um daginn til notkunar á fyrirbærunum "BabyPhone". Hvernig hljómar það? Æ já, svo er blessað baðherbergið að fá á sig lokamynd. Pabbi kom á föstudaginn og setti upp innréttinguna. Ásta mágsa fór með sínum listrænu ofurhöndum yfir myndirnar á veggjunum og nú má Pixar fara að vara sig! Myndasería væntanleg, bara svolítið mikið að gera þessa dagana. Undirbúa árshátíð á laugardag þar sem ýmislegir leynilegir og stórkostlegir gjörningar verða framkvæmdir. Það verður skýrt nánar frá því síðar.....

Endurnýjun baðherbergisins

Jæja þá er ekki aftur snúið. Tímabært niðurrif og endurnýjun baðherbergisins hófst í dag, mánudag. Ég ætla að mynda þetta ferli í bak og fyrir í lok hvers vinnudags þar til yfir lýkur og nýtt baðherbergi fer að taka á sig mynd.

Myndir af Baldursdóttir

Þá er hún hún ónefnda litla frænka mín Baldursdóttir komin í netheima . Baldur var að setja inn fyrstu myndirnar í myndaalbúmið hennar í dag, þannig að allir æstir aðdáendur geta núna róast ögn og kíkt á litlu perluna. Alger meistarasmíð !

The alternative to love

{mosimage} Já gott fólk, í dag kemur út platan The alternative to love með meistaranum Brendan Benson. Ég hef beðið þessa með töluverðri óþreyju og spennu hvernig til tækist að fylgja eftir snilldarstykkinu Lapalco . Við Jack White erum samhljóma um að þetta sé einn af okkar uppháhalds lagasmiðum. En Jack og Benson eru miklir mátar og taka upp hjá hvor öðrum á nýjustu plötum sínum.