Við keyrðum í gær upp í sveit til að fagna komu jólanna með starfsfélögum Fuz og höfðum einmitt á orði að það væri ekkert voða jóló með græna grasið allt í kring. En jólin koma innan frá og því um að gera að njóta undirbúningsins í faðmi fjölskyldunnar á eftirfarandi hátt; jólatónlist, jólaskraut, jólaföndur, jólabakstur etc. Það versta er þegar spenningur í börnum verður svo mikill að þau passa ekki inn í fallegu myndina (rauðar, kaldar eplakinnar, kókó í bolla, nartandi í smákökur, föndrandi jólaskrautið við blíða röddu Svanhildar Jakobs....) og eru meira í að slást og rífast og vilja helst bara vera úti að leika með nágrannakrökkunum.
Svona er það víst að verða fullorðinn. Með tilbúnar væntingar og búin að gleyma óþreyjunni sem fylgir komu jólanna.
Ummæli