Það var undarleg tilfinning sem greip um okkur í morgun, rétt eftir að fyrsta tillaga til vöknunar hefði verið slegin út af borðinu með svokölluðum "snooze"-takka. Húsið gekk til í hægum bylgjuhreyfingum. Ég veit ekki með Finn en tilfinningin sem greip mig var hræðsla. Þeir sem þekkja mig vita hversu illa mér er við þetta afl jarðar og áður en ég hafði náð að hugsa þá var hjartað komið á fulla ferð. Hjartslátturinn þyngdist töluvert þegar ég gerði mér grein fyrir skjálftanum og eftir að honum lauk, þá sveif á mig gömulkunn máttleysistilfinning.
En sem betur fer, eins og mörgum er einnig kunnugt, þá á ég svo óskaplega létt með svefn að ég náði að svífa inn í draumalandið á ný og ná jafnvægi í líkamsstarfsemi ;-)
Ótrúlegt alveg, ég sem hélt að ég væri óhult fyrir skjálftum búsett í Danmörku þar sem engin eru skjálftasvæði.
En sem betur fer, eins og mörgum er einnig kunnugt, þá á ég svo óskaplega létt með svefn að ég náði að svífa inn í draumalandið á ný og ná jafnvægi í líkamsstarfsemi ;-)
Ótrúlegt alveg, ég sem hélt að ég væri óhult fyrir skjálftum búsett í Danmörku þar sem engin eru skjálftasvæði.
Ummæli