Eins og eitt pund af flórsykri er núna búið að fara síðasta sólarhringinn í glassúrframleiðslu á piparkökurnar. Uppskrift númer 2 var flött út í gær og bökuð. Baldri þótti aðalatriðið að fá að hræra upp í glassúr og þekja kökurnar (já og þá meina ég þekja). Ilmurinn af piparkökunum er svo sannarlega til marks um að jólin nálgast senn. Nú eru ekki nema 10 dagar í að við hlunkumst niður á flugbrautina í Keflavík, ætli það verði jafn hvasst og síðast?
Í öllu falli verður spennandi að finna leiðina út úr völundarhúsi Leifs þar sem alltaf er verið að smíða, breyta og bæta. En svona er þetta víst á flestum flugvöllum, að minnsta kosti þeim sem ég hef dreypt fæti niður á undanfarið (dublin, seattle, chicago, fargo, skopje og kaupmannahöfn) þar eru tímabundnir veggir með tímabundnum leiðbeiningum. Ekkert er víst varanlegt í þeim bransa, eða í lífinu yfirleitt ef út í það er farið... En nú er skammt í að maður fari yfir strikið í vangaveltum þannig að ég set punkt hér .
Í öllu falli verður spennandi að finna leiðina út úr völundarhúsi Leifs þar sem alltaf er verið að smíða, breyta og bæta. En svona er þetta víst á flestum flugvöllum, að minnsta kosti þeim sem ég hef dreypt fæti niður á undanfarið (dublin, seattle, chicago, fargo, skopje og kaupmannahöfn) þar eru tímabundnir veggir með tímabundnum leiðbeiningum. Ekkert er víst varanlegt í þeim bransa, eða í lífinu yfirleitt ef út í það er farið... En nú er skammt í að maður fari yfir strikið í vangaveltum þannig að ég set punkt hér .
Ummæli