Ég má til með að mæla með nýjustu plötu Kris Delmhorst, Shotgun Singer . Ég hafði rekist á fyrri útgáfur hennar þegar ég var að þræða niðurhölin á eMusic fyrr á árinu. Þá leist mér svona rosa vel á Strange Conversations . En þessi plata er enn betri að mínu mati. Ber einkenni þeirra platna sem fara í fyrsta rekka hjá mér; plata sem þarf margar hlustanir og vinnur og límist meira og meira á mann. Mætti kalla þetta laukplötur þar sem maður flysjar hvert lag af lauknum við hverja hlustun. En nú er lag ekki sama en lag, er það? Eða þannig, æi hættu nú alveg. Þið vitið hvað ég meina.... Þessi plata er tekin upp í lágstemmdum aðstæðum upp í fjallakofa og lýsingin á tilurðinni passar einmitt við lauklýsinguna mína. Maður er ekki alveg galinn. Eða hvað, og þó...