Það var stór dagur hérna þann 3. Júní en þá varð Baldur Freyr 6 ára. Við héldum upp á afmælið þann 1. júní á dásamlegum sumar-sunnudegi. Á útisvæðinu við leiksvæðið var stillt upp bekkjum í skugganum til að kökukremið færi nú ekki flæðandi um allar jarðir vegna stingandi sólar. Þetta var frábært afmæli þar sem Baldur Freyr var svo sáttur við sitt. Hann fékk fótbolta, barcelonabúning (sem hann fer bara úr yfir hánóttina til að þvo), hjólabretti, bók, geisladisk, fótboltaskó ofl. Svo var bara hlaupið um og leikið í boltaleikjum aðallega þó. Kærar þakkir fyrir okkur! Við það að verða 6 ára fylgir að nú er komið að grunnskólastarti. Baldur Freyr er mjög spenntur fyrir því og telur niður dagana. Við erum búin að fá bekkjalistann þar sem hann er núna sem sagt formlega kominn í 0.A. Og það segir hann hverjum sem vill (og ekki vill) heyra. Á laugardaginn er svo prufudagur þar sem krakkarnir fá að koma, sjá og prufa að sitja í kennslustund með bekknum sínum. Mjög spennandi, fyrir alla nota bene...