Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2008

Lífið er dásamlegt....

...ég geri það sem ég vil! Við höfum virkilega notið undanfarinna daga og nýtt veðurblíðuna til hins ítrasta. Vorum á ströndinni í dag til þess eins (og þó ekki) að geta haldið hitann út - ekki leiðinlegt. Nú er klukkan orðin hálfellefu að kvöldi og hitamælirinn sýnir að enn er 25° hiti. Mér finnst svo æðislegt þegar veðrið er svona og spurning um að leita að búsetustað þar sem veðrið er svona stöðugt. Einhverjar tillögur?? Knús frá sólbrenndu stelpunni.

Aftur í Danmörkina

Seint á mánudag komum við aftur til baka frá Svíþjóð eftir ljómandi góða reisu til Mariu og Kjell í Trollhattan. Veðrið var ekki alveg 100% en við létum ekki nokkrar (rosalegar) rigningargusur á okkur fá heldur gerðum sitt lítið af hverju, hingað og þangað. Hér eru helstu atriðin: endurnýjuðum kynnin við Bam-Bam fórum í hörmungar A-Evrópu tívolí borðuðum kebab pizzur (Hanna gat varla beðið eftir að glefsa í þær eftir árs bið) heimsóttum vatnaskemmtihús í dauðum smábæ þar sem við náðum að hitta á eina bæjarrónan, tvisvar! unnum nokkra verðlaunapeninga í þrautabrautum orkuveitunnar unnum ekki í plastandasiglingunni , en það var flott að sjá fórum á rokktónleika þar sem Baldur vildi vera alveg fremst Bohus virkið heimsótt sem stóð ósigrað í 350 ár (var reynt 14 sinnum) og á 700 ára afmæli í ár ofl ofl Við tókum því rólega á þriðjudaginn á meðan Njörður og stórfjölskylda fór í dýragarðinn Knuthenborg. Miðvikudaginn vorum við í skógarferð með báli, prikbrauði, pulsum og sykurpúðum. Fimmt...

Í fríiið....

Dásamlegt, næsta frílota hófst sl föstudag að loknum vinnudegi. Núna erum við saman í fríi fjölskyldan út 27. júlí. Við skelltum okkur strax niður á Mön á bed&breakfast um 10 km frá klettunum sjálfum. Jónas, Áslaug og börn voru á tjaldsvæðinu og komum við einmitt inn á það í einu hellidembu helgarinnar. Þvílík innkoma við fórum beint í regnstakkana og aðstoðuðum við að tjalda vatnsheldum regndúk yfir tjaldborgina með tilheyrandi stögum og prikum með þrumugnýinn í bakinu. Svo ringdi ekki meir þá helgina. Við áttum frábærar stundir á tjaldsvæðinu við leik, spjall og grill á laugardeginum og svo voru klettarnir teknir út á sunnudeginum í brakandi blíðu. Við snæddum svo saman á túninu við hlið pakistanísku risafjölskylduveislunnar eftir að hafa trítlað allan þennan risastiga. Njörður, Kolbrún, börn og (tengda)foreldrar komu svo á mánudaginn. Við erum búin að bauka nokkuð saman; bakken, út að borða og bæjarferð eru kominn á listann. Við stækkum svo ferðaradíusinn eftir helgi þegar við k...

Regndagur

Í dag er rigning og hversu oft á slíku dögum dettur manni eftirfarandi í hug: "Þetta er svona dagur þar sem maður á að liggja upp í sófa og lesa í góðri bók - uhmmmm." og viti menn, ég er að spá í að gera það bara. Eina sem vantar bara er að hafa kærastann heima ....

Kolaradó draumar

Eftir að hafa spænt í gegnum þríleikinn hennar Jane hófst ég handa við að lesa " det grønne port " bókina sem ég keypi í samlokubók samheftaða við "Den hvide verden". Hér erum við að fylgjast með næsta kafla fjölskyldusögunnar, nefnilega uppvaxtarárum Jane og hennar grallarastrikum. Það verður að segjast að ekki er sami jafni stígandi og spenna eins og í þríleiknum. Bara mallar svona í gegn. Ágæt bók engu að síður og ég kláraði hana. Jane sérfræðingurinn Hanna tók sig til og pantaði millisafnalán á Koloradódraumnum sem ku vera drelligóð. Þar er um skáldsögu að ræða en hver veit hvaða þætti úr eigin lífi Jane hefur fléttað þar inn. Hlakka til að lesa hana....

Áskorun

Dagurinn í dag er dagurinn - ég hef sett mér markmið og hlakka til að ná því.

Seiðandi snillingur

Meðan regnið seytlar hér af húsþökum er upplifunin enn að seytla inn í mig eftir tónleikana með Bonnie 'Prince' Billy fyrr í kvöld. Ég og Hanna fórum saman í tónleikasal tívolísins og fengum tvo hnausþykka og gómsæta klukkutíma með snillingnum og meistarabandi hans. Maðurinn er snillingur og því fylgir að hann er týpa. Okkur Hönnu datt í hug E-prívat (fyrir þau ykkur sem hann þekkja) þegar hann vaggaði og tvístég á fótunum til skiptis með uppbrettar skálmar í bleikum crocs skóm með tásurnar. Augnayndi. Tónlistarmennirnir (og konan) sem hann er með eru ekkert slor. Þéttara Kentucky angur-kántrý fær maður varla og indjáninn með ásláttartrommurna og tambórinurnar er af öðrum (anda)heimi. Will og félagar tóku góðan skammt af Letting Go og Master and Everyone . Eins var meirihlutinn byggður upp af nýju efni myndi ég halda þar sem ég þekkti það ekki. Ég fékk margoft gæsahúð en Will toppaði lagaprógrammið með því að enda það á I see darkness. Svo tóku nú tvö stykki uppklöpp við og r...

Myndræn frásögn...

.. frá hinni stórfenglegu Lalandia ferð 23.-27. júní sl. Eitt hundrað stykkja myndasería ætti að gefa góða mynd (ha ha) af því sem brallað var....

Tækifæri - passa barn í næstu viku

Uppfærsla þann 6. júlí: búið er að ganga frá samningum um barnagæsluna. Þökkum þeim sem íhuguðu málið. Á allt eins von á hressum Möltubúa upp á Ísland í febrúar næstkomandi. Vantar kannski skemmtanasjóaða leiðsögumenn til að lóðsa um öldurhús. Ath, hann hefur drykkjuþol á við vísunda. Pissar fyrst eftir 5 lítra bjórs.... Um að gera að misnota aðeins þennan vettvang hér og auglýsa. Þannig er mál með vexti að einn samstarfsfélaga minna er á leið upp á Ísland í næstu viku. Greinilega hefur mér tekist að selja hugmyndina um að fara upp á sker í viku að finna út úr hvernig svona fólk eins og ég verður til! Alla veganna, hann fer með konu og 2 ára stúlkubarni sem þau eru að spyrjast fyrir um hvort hægt væri að útvega pössun svona eins og 2 sinnum. Stelpan er vön að fara manna á milli og láta passa sig þannig að það er víst ekki vandamál. Þau eru öll Bandaríkjamenn þannig að Ella ætti að getað babblað ensku upp að einhverju marki. Ef þið vitið um einhvers konar þjónustu sem býður upp á slíkt ...