Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2007

Regn, ragn og pyntingastopp

Ég eiginlega bara var á mörkum þess að trúa því hversu mikið magn gat puðrast niður úr himninum í dag. Hanna fór í pæjuklipp hjá Elvu niðri í bæ en við krakkarnir vorum heima að gormast við myndaskoðun, leik, át og teiknimyndagláp. Á meðan skiptist á súld og úrhelli. Þess má til gamans geta að júnímánuður 2007 var sá votasti frá upphafi mælinga í Danmörku. Júlimánuður er óðfluga að stefna í metmánuð. Við eigum rúmlega 25 mm eftir til að ná í 140 mm metið frá 1931. Einn dagur eftir, koma svo! Olga, Sara og Anna: við reyndum að selja ykkur dönsku sumarblíðuna frá því fyrra án árangurs. Þið kusuð rétt í mars, fóruð heim í hólminn og nutuð veðurblíðunnar. Gott hjá ykkur... Það svona smá súrnaði í genginu og við fórum loks af stað eftir hádegið að ná í hjól í viðgerð og á bókasafnið. Baldur tók smá drama yfir gleymdri plastflautu við brottför en annars bara allt þokkalega rólegt. Garg, væl og tos á bókasafninu gerði ferðina styttri og skertri af gæðum en áður hefði verið vonast eftir. Við s...

Aftur í vætuna...

Þá erum við komin aftur í metregnsvæðið norður af Kaupmannahöfn. Áttum alveg hreint dásamlega viku með Nirði, Kollu, krökkum, Sigga og Borghildi upp í skaníubænum Södertalje í gula húsinu. Það rignir ennþá hér í Danmörku á meðan við fengum bara alveg ágætis veður í landi Gústafs. Rosa var nú spennandi að sofa á dýnu, ekki í rúmi fyrir Ástu Lísu og Baldur kom heim með boga og örvar af riddarahátíðinni. Komumst klakklaust með það í gegnum tollinn með smá tilfæringum. Margt var brallað og gert á þessari viku. Fórum í tívolí Gröna Lund, Astrid húsið Junibacken, riddarahátíð, strandferð ofl á milli þess sem við höfðum það gott í stóra húsinu og garðinum í Pershagen í Suður Södertalje. Myndir koma jú síðar...

Sumarleyfi...

Það hófst formlega þann 6. júlí þegar við brunuðum í beljandi rigningu yfir gegnumflotna akra Skánar á leið okkar til Trollhattan. Maður fórnar sér fyrir heildarhagsmunina og lætur lægðarhraðbrautina yfir sig ganga til að ættmennin á Íslandi fái nú að njóta sólríks sumars. Við vorum í heimsókn hjá Kjell og Maríu í þessa fjóra daga. Jakob var með í för á meðan Anja klofaði yfir leðjuhaugana á Hróarskeldunni. Þetta var í alla staði frábær ferð og verulega gaman að hitta þau skötuhjú og drengina þeirra, Alexander og Kristoffer. Veðrið var alveg ásættanlegt og við sáum til sólar í fyrsta skipti í Svíþjóð þegar við komum til Trollhattan. María var svo sniðug að hafa útbúið fjársjóðsleit heima hjá þeim í sveitinni sem sló svona svakalega í gegn hjá krökkunum. Annars hefur svo bara verið nokkuð í blautari kantinum hjá okkur en við bindum vonir við morgundaginn þar sem dagurinn í dag var frábær, rauk upp í tæplega 30 stig og misturs mollu. Maður bara hrökk við, orðinn óvanur þessu. Bon bon lan...