Ég eiginlega bara var á mörkum þess að trúa því hversu mikið magn gat puðrast niður úr himninum í dag. Hanna fór í pæjuklipp hjá Elvu niðri í bæ en við krakkarnir vorum heima að gormast við myndaskoðun, leik, át og teiknimyndagláp. Á meðan skiptist á súld og úrhelli. Þess má til gamans geta að júnímánuður 2007 var sá votasti frá upphafi mælinga í Danmörku. Júlimánuður er óðfluga að stefna í metmánuð. Við eigum rúmlega 25 mm eftir til að ná í 140 mm metið frá 1931. Einn dagur eftir, koma svo! Olga, Sara og Anna: við reyndum að selja ykkur dönsku sumarblíðuna frá því fyrra án árangurs. Þið kusuð rétt í mars, fóruð heim í hólminn og nutuð veðurblíðunnar. Gott hjá ykkur... Það svona smá súrnaði í genginu og við fórum loks af stað eftir hádegið að ná í hjól í viðgerð og á bókasafnið. Baldur tók smá drama yfir gleymdri plastflautu við brottför en annars bara allt þokkalega rólegt. Garg, væl og tos á bókasafninu gerði ferðina styttri og skertri af gæðum en áður hefði verið vonast eftir. Við s...