Nú skal það gert heyrinkunnugt að við Hanna erum að flytja til Danmerkur með grislingana tvo. Þannig er mál með vexti að ég hef fengið vinnu hjá Microsoft, Vedbæk nánar tiltekið og mun byrja þar um miðjan ágúst.
Já það er margt að gerast þessa dagana, Baldur bróðir flytur í Hafnarfjörðinn um mánaðarmótin. Þau verða á Hringbrautinni sem er bara rétt hjá Suðurbrautinni, verst að við skulum vera flytja burt...
Ummæli