Það bar nokkuð á nektinni yfir páskadagana tvo í margvíslegum fjölbreytileika og öllum aldurshópum. Krump Á páskadag skutluðum við krakkarnir afa Sæma og Guðurúnu frænku út á lestarstöð. Eftir að hafa vinkað bless í vorsólinni rúlluðum við út á Vedbæk höfn . Við spókuðum okkur innan um frumskóg bátanna sem liggja nú uppi á bílastæðum í viðhaldi. Eftir að hafa skoðað báta, fólk og ferfætlinga enduðum við á gamalkunna strandstaðnum þar sem rólurnar eru. Upphófst mikið dund með sjórekna múrsteina sem notaðir voru í varnagarða. Ásta rölti sér yfir að rólunum og sveiflaðist þar fram og til baka bæði ein og með sjálfskipuðum leikfélögum. Eins og flesta sunnudaga voru vetrarbuslarar á ferðinni en vegna kuldans voru dýfurnar í styttra lagi. Baldur Freyr veitti þessu lengi vel enga athygli en þegar heila fjölskyldan var þarna samankomin (2 stk afar, 2 stk ömmur, dætur, tengdasynir, börn og ég veit ekki hvað) og ljósmyndaði allt í bak og fyrir, fór snáði að spá. Enda rauk dóttirinn út á göngubry...