Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2007

Regn

Það sturtast niður regnið þessa stundina. Veðurmaðurinn á DR benti á bláa og fjólubláa klessu yfir Sjálandi sem tákn láþrýstisvæðisins sem er ábyrgt fyrir þessu úrhelli. Vonandi verður veðrið nú ögn þurrara næstu 4 dagana en þá erum við öll fjölskyldan í fríi. Hlakka mikið til að slaka á og safna smá orku með genginu. Ýmsar breytingar, tískusveiflur og dillur eru að gera vart við sig hjá ungviðinu. Ásta er líklega komin yfir mjólkurofnæmi sitt en við höfum smá verið að prófa okkur áfram með að gefa henni mjólk og mjólkurmat. Núorðið fréttist af dömunni þamba mjólk í akkorði hjá dagmömmunni. Um að gera að nota tímann á meðan mamma og pabbi sjá ekki. Systkinin eru búin að uppgötva Koldskål og hafa hakkað í sig nokkrar skálar með gegnumdrekktum kammerjunkers. Svaka gott. Það er helst á hverjum morgni sem Ásta verður að fá að pumpa í framdekkið á hjólinu áður en við hjólum upp í Nærum. Baldur litaði hárið á Kiwanis (bangsanum) blátt í dag. Hann er með bláan hanakamb greyið. En Baldur sagði...

Akron/Family

Flytjandi: Akron/Family Staður: Lille Vega, Köben Stund: 12. apríl 2007 Mat: 4/5 * Nú var sko löngu kominn tími á að drífa sig á tónleika, því nóg er úrvalið. Eitt kvöldið dreif ég mig í að bóka tvö stykki tónleika tveggja flytjenda; einn algerlega ókannaðan og annan betur aðvaninn. Mér fannst Akron/Family falla vel inn í ókönnuðu deildina og ríma vel við andlega stemmningu. Ég keypti miða á þá þann 12. apríl og Jónas skellti sér með. Þetta var frábær skemmtun og munu lifa í minningunni sem aðeins öðruvísi tónleikar þar sem mörk milli áhorfendanna og flytjanda voru felld niður. Á undan hitaði kanadískur Bruce Springsteen up, alveg fínn en ekki að kveikja marga blossa. Við Jónas settums á gólfið ásamt nokkrum tónleikagestunum á meðan við biðum eftir að Akron/Family græjuðu sig. Ron Jeremy look alike bassaleikarinn heimtaði Billie Jean með Michael Jackson til að klára uppstillinguna. Hann fékk ósk sína uppfyllta og dillaði sér. Fjórmenningarnir hófu leik sinn með því að tileinka fyrsta l...