Það sturtast niður regnið þessa stundina. Veðurmaðurinn á DR benti á bláa og fjólubláa klessu yfir Sjálandi sem tákn láþrýstisvæðisins sem er ábyrgt fyrir þessu úrhelli. Vonandi verður veðrið nú ögn þurrara næstu 4 dagana en þá erum við öll fjölskyldan í fríi. Hlakka mikið til að slaka á og safna smá orku með genginu. Ýmsar breytingar, tískusveiflur og dillur eru að gera vart við sig hjá ungviðinu. Ásta er líklega komin yfir mjólkurofnæmi sitt en við höfum smá verið að prófa okkur áfram með að gefa henni mjólk og mjólkurmat. Núorðið fréttist af dömunni þamba mjólk í akkorði hjá dagmömmunni. Um að gera að nota tímann á meðan mamma og pabbi sjá ekki. Systkinin eru búin að uppgötva Koldskål og hafa hakkað í sig nokkrar skálar með gegnumdrekktum kammerjunkers. Svaka gott. Það er helst á hverjum morgni sem Ásta verður að fá að pumpa í framdekkið á hjólinu áður en við hjólum upp í Nærum. Baldur litaði hárið á Kiwanis (bangsanum) blátt í dag. Hann er með bláan hanakamb greyið. En Baldur sagði...