Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2006

Komin á klakann

400 tonna flutningavél færðist til í vindi Jæja, þá erum við lent með trukki og dýfu í hríðarbyl. Mætt í höfuðstöðvarnar í Blikaás 12 og búin að raða í okkur flatkökum og smákökum. Erum svakalega ánægð með að vera komin í jólafrí og munum njóta þess til hins ýtrasta. Við erum búin að endurlífga gamla GSM númerið mitt (Finnur) fyrir þá sem vilja bjalla á okkur.

Jólin koma.....

Nissepige sagði: Það held ég að hún móðir mín fengi áfall núna en forgangsröðun okkar hefur aðeins breyst þessi jólin. Jólatréð er komið í fullan skrúða en allri hreingerningu er skotið á frest, svo að hér koma jólin í öllum rykhnoðrunum. Annars styttist í heimkomu og ég held að við hér á bæ séum að springa..... Kys og knus frá óeirðalandinu Danmörku. Hanna

Svaðilfarir

Alger sveppur sagði: Það borgar sig ekki að vera aka á þjóðvegum þegar heilasellurnar eru léttsteiktar af svefnleysi. Samtímis ákveður SAS að fella niður flug. Vinnuvikan var búin að ná ákveðnum stíganda og ég var fram yfir miðnætti að undirbúa fyrirlestur á fimmtudagskvöldið. Það fór ekki sérlega vel með 6:20 ræsingu á föstudagsmorguninn því margt þurfti að græja og gera þann daginn. Brenndi um hálftvö og náði í Baldur sem var svo skemmtilega spenntur yfir þessu öllu saman og tilkynnti hróðugur öllum á leiksvæðinu að núna væri komið að því: ég er að fara til Finnlands. Við náðum svo í Hönnu upp í skóla og komum á góðum tíma út á Kastrupflugvöll. Þar sem við vorum tímanlega í því var ég ekki eins stressaður yfir því að verða of tæpur á tíma til að ná í Ástu Lísu. Kveðjukossar og svo brunað út á þjóðveginn. Hmm, aldrei tekið eftir þessari ilva stórverslun. Voðalega er þröngt hérna á miðju akgreininni, vona að tengivagninn narti ekki í skódann minn. Sniðugt, bensínstöðvar báðum megin. Hy...

Fjárhagnum reddað...?

Við Hanna vorum að horfa á þátt á TV2 þar sem umfjöllunarefnið var hinn stórmerkilegi og yfirgengilega dýri pýramidadrykkur, Noni . Nú er bara að drífa sig í að fá fyrsta kassan með 4 flöskum á 400 DKK stykkið og finna svo þrjá "sölumenn" sem finna aðra þrjá og svo.... Hljómar kunnulega....? (ath þetta er ekki píramídasvindl heldur sölunet ) Þess má svo til gamans geta að það eru til safaútgáfur fyrir Kosher matkost, hesta og kanínur....