Alger sveppur sagði: Það borgar sig ekki að vera aka á þjóðvegum þegar heilasellurnar eru léttsteiktar af svefnleysi. Samtímis ákveður SAS að fella niður flug. Vinnuvikan var búin að ná ákveðnum stíganda og ég var fram yfir miðnætti að undirbúa fyrirlestur á fimmtudagskvöldið. Það fór ekki sérlega vel með 6:20 ræsingu á föstudagsmorguninn því margt þurfti að græja og gera þann daginn. Brenndi um hálftvö og náði í Baldur sem var svo skemmtilega spenntur yfir þessu öllu saman og tilkynnti hróðugur öllum á leiksvæðinu að núna væri komið að því: ég er að fara til Finnlands. Við náðum svo í Hönnu upp í skóla og komum á góðum tíma út á Kastrupflugvöll. Þar sem við vorum tímanlega í því var ég ekki eins stressaður yfir því að verða of tæpur á tíma til að ná í Ástu Lísu. Kveðjukossar og svo brunað út á þjóðveginn. Hmm, aldrei tekið eftir þessari ilva stórverslun. Voðalega er þröngt hérna á miðju akgreininni, vona að tengivagninn narti ekki í skódann minn. Sniðugt, bensínstöðvar báðum megin. Hy...