Okkur var svo sannarlega úthlutað besta veðrðinu í sumarfríinu okkar, en undir lok þess tók að rigna og hefur það viðhaldist nokkuð stöðugt í ágúst. En gestir og gangandi veita ljós inn um dúndrandi regndropana sem bylja á sveppunum sem skjóta sér upp í upphafi haustsins... Það hefur nú verið mjúk lendingin eftir sumarfríið. Gestir og gangandi hafa sett sitt mark á heimilislífið og séð til þess að við fengjum ekki harðan skell í hversdagslífið. Maggi sæla sjálfur mætti í Sölleröd Park fyrir tæpum tveimur vikum og gisti framyfir helgina í góðu yfirlæti og gaman að fá að hitta langþráð andlit á ný. Alsendis óvænt kom svo Gilli fljúgandi frá Noregi með Hilmari bróður sínum sama dag og við náðum að hittast á laugardagskvöldinu við mikinn fögnuð. Gilli skreið svo í ylvolgar rekkjuvoðirnar frá Magga sælu í svefnsófanum í Sölleröd Park á Mánudeginum. Eftir skrepp upp á Jótland kom svo Gilli aftur á föstudeginum og tókum við þá upp þráðinn í seinni hluta bjórsmökkunnar frá því á mánudeginum. V...