Á róló að morgni dags: "Ég fæ bílpróf þegar ég verð tólf ára". Nú? "Já, maður verður samt að vera búinn að æfa sig svolitið fyrst". Já, er það ekki? "Ég ætla að verða kraftakarl". Já og lyfta steinum upp á tunnur og svona, ekki satt? "Jú, en ég ætla alls ekki að verða íþróttamaður, heldur vísindamaður sem gerir heiminum gott!". Já, hvað ætlar þú að gera til að hjálpa heiminum? "Sko, það er svona vél sem er sett ofan í sjóinn. Svo koma stóru öldurnar og fara inn í hana". Einmitt, hvað verður svo um öldurnar? "Þær verða bara að litum öldum og koma út. Þannig verður ekkert hættulegt þegar stórar öldur koma upp að landinu." Já, þetta er nú sniðug vél. "Já, og svo er það önnur vél sem flýgur. Þegar það er eldgos í jökli þá kemur hún og sýgur það upp og fer svo og setur það aftur ofan í og stoppar gosið. Þannig verður ekki lengur hættulegt fyrir fólkið út af flóðum og svona".
Menn þurfa greinilega ekki að vera aldnir að árum til að hafa göfugar og háleitar hugsjónir um framtíðina og góðan vilja til að láta gott af sér leiða. Margur gæti tekið sér þennan 7 ára hrokkinhærða og hugumstóra strák til fyrirmyndar.
Ummæli